Ákvörðun stjórnarflokkanna „alls ekki flókin“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. apríl 2024 17:18 Eiríkur Bergmann fór yfir mögulega atburðarás morgundagsins í samtali við fréttastofu. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæður sem upp eru komnar varðandi forsætisráðuneytið vera mjög óvanalegar. Þó séu fordæmi fyrir því að forsætisráðherra biðji lausnar fyrir sig án þess að biðja lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann býst við að niðurstaða muni liggja fyrir áður en Katrín fer á Bessastaði. Eðlilegt sé að það taki ríkisstjórnina dálitinn tíma að komast að niðurstöðu en Eiríkur býst við því að þeim takist áður en forsætisráðherra fer á Bessastaði á morgun. „Það mun taka einhver ntíma að ráða ráðum þannig að þessir flokkar þrír geti haldið áfram ríkisstjórnarsamstarfinu og manni heyrist nú að þeir ætli sér að gera það. Það er ekkert óeðlilegt að það taki smátíma að ná lendingu í því. En maður gerir ráð fyrir því að þeir reyni að hafa þetta allt saman klappað og klárt þegar haldið er til Bessastaða á morgun,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Ákvörðunin alls ekki flókin Hann segir að sú ákvörðun sem leiðtogar stjórnarflokkanna standa frammi fyrir í dag sé alls ekki flókin. „Hún kann að vera erfið fyrir einhverja þeirra en hún er ekki flókin. Þannig það þarf ekki neinn langan tíma til að smíða einhvern pólitískan tilbúning heldur liggur það ljóst fyrir hvað þarf að gera og ákvörðunin þess vegna einföld,“ segir Eiríkur. Það sem þarf að liggja fyrir á morgun sé hver muni taka við forsætisráðherrastólnum af Katrínu og svo hvernig skipað verði í aðra stóla. Það liggi þó minna á því. Eiríkur segir eðlilegast að forstöðumaður í einhverjum öðrum ríkisstjórnarflokki taki við forsætisráðherra embættinu en erfitt sé að fullyrða um hver það verði að lokum. Pólitísk staða formannanna sé ekki sú sama. „Ég held að það yrði meiri sátt um Sigurð Inga enda liggur Framsóknarflokkurinn í stjórnmálunum á milli hinna tveggja stjórnarflokkanna. Það yrði ekki alveg sama sátt með Bjarna,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins Eiríkur segir þó að persónulegur metnaður geti alltaf komið til með að fælast fyrir í svona málum. „Það er affarasælast fyrir land og þjóð að þessir stjórnmálaforingjar sem treyst er fyrir völdunum í landinu leysi einfaldlega úr þessu viðfangsefni sem ekki er sérlega flókið og það verði klárað á morgun,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins er sú að Katrín mæti til Bessastaða og biðji lausnar. Yfirleitt þegar slíkt gerist biður forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en þó séu til fordæmi um forsætisráðherra sem biður lausnar og „bendir á annan ráðherra til að taka við af sér.“ Forseti veiti henni lausn, nýr forsætisráðherra sem hefur meirihluta þings á bak við sig í kjölfar samtals stjórnarflokkanna sé þá skipaður í embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40 Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Eðlilegt sé að það taki ríkisstjórnina dálitinn tíma að komast að niðurstöðu en Eiríkur býst við því að þeim takist áður en forsætisráðherra fer á Bessastaði á morgun. „Það mun taka einhver ntíma að ráða ráðum þannig að þessir flokkar þrír geti haldið áfram ríkisstjórnarsamstarfinu og manni heyrist nú að þeir ætli sér að gera það. Það er ekkert óeðlilegt að það taki smátíma að ná lendingu í því. En maður gerir ráð fyrir því að þeir reyni að hafa þetta allt saman klappað og klárt þegar haldið er til Bessastaða á morgun,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Ákvörðunin alls ekki flókin Hann segir að sú ákvörðun sem leiðtogar stjórnarflokkanna standa frammi fyrir í dag sé alls ekki flókin. „Hún kann að vera erfið fyrir einhverja þeirra en hún er ekki flókin. Þannig það þarf ekki neinn langan tíma til að smíða einhvern pólitískan tilbúning heldur liggur það ljóst fyrir hvað þarf að gera og ákvörðunin þess vegna einföld,“ segir Eiríkur. Það sem þarf að liggja fyrir á morgun sé hver muni taka við forsætisráðherrastólnum af Katrínu og svo hvernig skipað verði í aðra stóla. Það liggi þó minna á því. Eiríkur segir eðlilegast að forstöðumaður í einhverjum öðrum ríkisstjórnarflokki taki við forsætisráðherra embættinu en erfitt sé að fullyrða um hver það verði að lokum. Pólitísk staða formannanna sé ekki sú sama. „Ég held að það yrði meiri sátt um Sigurð Inga enda liggur Framsóknarflokkurinn í stjórnmálunum á milli hinna tveggja stjórnarflokkanna. Það yrði ekki alveg sama sátt með Bjarna,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins Eiríkur segir þó að persónulegur metnaður geti alltaf komið til með að fælast fyrir í svona málum. „Það er affarasælast fyrir land og þjóð að þessir stjórnmálaforingjar sem treyst er fyrir völdunum í landinu leysi einfaldlega úr þessu viðfangsefni sem ekki er sérlega flókið og það verði klárað á morgun,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins er sú að Katrín mæti til Bessastaða og biðji lausnar. Yfirleitt þegar slíkt gerist biður forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en þó séu til fordæmi um forsætisráðherra sem biður lausnar og „bendir á annan ráðherra til að taka við af sér.“ Forseti veiti henni lausn, nýr forsætisráðherra sem hefur meirihluta þings á bak við sig í kjölfar samtals stjórnarflokkanna sé þá skipaður í embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40 Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40
Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent