Skiptar skoðanir á útspili Katrínar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. apríl 2024 22:36 María, Brynhildur, Sigurður og Guðjón höfðu sitt að segja um forsetaframboð forsætisráðherra og nýja ríkisstjórnarskipan. Vísir Skiptar skoðanir eru á útspili Katrínar Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra í tengslum við forsetaframboð hennar. Einhverjir hlakka til að kjósa hana meðan aðrir saka hana um ábyrgðarleysi Fréttamaður ræddi við almenning í landinu um málið, en hann hafði skiptar skoðanir á því. Viðtölin má sjá á annarri mínútu í myndskeiðinu hér að neðan. „Rosalega vel, alveg rosalega vel. Beið eftir þessu,“ segir María Haraldsdóttir Bender, aðspurð hvernig henni litist á framboð Katrínar. „Bara mjög vel. Ætla að kjósa hana. Pottþétt,“ segir Sigurður Vilhjálmsson. Brynhildur Einarsdóttir tekur í sama streng. „Hún er alveg gríðarlega öflugur stjórnmálamaður og ég tel að það sé kominn tími á að það sé kona sem verður forseti og við getum verið stolt af Katrínu,“ segir hún. Ekki eru allir sammála þeim þremur, meðal annars hann Guðjón Jósef Baldursson. „Mér finnst það pínulítið ábyrgðarleysi að stökkva beint úr forsætisráðherrastólnum. Og ef hún er að hugsa sér að gera eitthvað af viti þá er hún á réttum vettvangi.“ Búist við að Sigurður taki við af Katrínu Þá eru líka skiptar skoðanir á hvern almenningur vill sjá í forsætisráðherrastólnum. „Ég geri ráð fyrir að Sigurður Ingi taki við því. Mér fyndist það eðlilegast,“ segir Sigurður. Brynhildur segist hins vegar ekki hafa skoðun á því. „Vegna þess að hvernig pólitíkin getur þróast þá getur allt breyst á tveimur tímum, og svo aftur á næstu tveimur tímum,“ segir hún. „Helst Bjarna Ben en ég held að það gangi ekki upp,“ segir Gunnar nokkur Pálsson. Hver heldurðu að taki við? „Ætli það verði ekki hann, Framsóknarmaður.“ Guðjón Jósef tekur í allt annan streng. „Einhvern nýjan. Einhvern sem er ekki í ríkisstjórninni. Ég væri til í að sjá nýja ríkisstjórn.“ Þannig að þú myndir vilja ganga til kosninga sem allra fyrst? „Heldur betur. Algjörlega.“ Vilja klára kjörtímabilið Brynhildur telur að vænlegast yrði að klára kjörtímabilið. „Út frá stjórnarskránni þá eigum við að kjósa á fjögurra ára fresti. Og ég tel að við eigum að halda því til streitu.“ Sigurður er sammála. „Alveg tvímælalaust. Ég held það væri bara skandall að gera það ekki,“ segir hann. María er á sama máli. „Ég sé enga ástæðu til þess að fara að kjósa. Það bara klárast. Nema ef eitthvað óvænt komi upp á.“ Er þetta ekki óvænt? „Jú, en þetta kostar ekki það að það eigi að fara að kjósa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Fréttamaður ræddi við almenning í landinu um málið, en hann hafði skiptar skoðanir á því. Viðtölin má sjá á annarri mínútu í myndskeiðinu hér að neðan. „Rosalega vel, alveg rosalega vel. Beið eftir þessu,“ segir María Haraldsdóttir Bender, aðspurð hvernig henni litist á framboð Katrínar. „Bara mjög vel. Ætla að kjósa hana. Pottþétt,“ segir Sigurður Vilhjálmsson. Brynhildur Einarsdóttir tekur í sama streng. „Hún er alveg gríðarlega öflugur stjórnmálamaður og ég tel að það sé kominn tími á að það sé kona sem verður forseti og við getum verið stolt af Katrínu,“ segir hún. Ekki eru allir sammála þeim þremur, meðal annars hann Guðjón Jósef Baldursson. „Mér finnst það pínulítið ábyrgðarleysi að stökkva beint úr forsætisráðherrastólnum. Og ef hún er að hugsa sér að gera eitthvað af viti þá er hún á réttum vettvangi.“ Búist við að Sigurður taki við af Katrínu Þá eru líka skiptar skoðanir á hvern almenningur vill sjá í forsætisráðherrastólnum. „Ég geri ráð fyrir að Sigurður Ingi taki við því. Mér fyndist það eðlilegast,“ segir Sigurður. Brynhildur segist hins vegar ekki hafa skoðun á því. „Vegna þess að hvernig pólitíkin getur þróast þá getur allt breyst á tveimur tímum, og svo aftur á næstu tveimur tímum,“ segir hún. „Helst Bjarna Ben en ég held að það gangi ekki upp,“ segir Gunnar nokkur Pálsson. Hver heldurðu að taki við? „Ætli það verði ekki hann, Framsóknarmaður.“ Guðjón Jósef tekur í allt annan streng. „Einhvern nýjan. Einhvern sem er ekki í ríkisstjórninni. Ég væri til í að sjá nýja ríkisstjórn.“ Þannig að þú myndir vilja ganga til kosninga sem allra fyrst? „Heldur betur. Algjörlega.“ Vilja klára kjörtímabilið Brynhildur telur að vænlegast yrði að klára kjörtímabilið. „Út frá stjórnarskránni þá eigum við að kjósa á fjögurra ára fresti. Og ég tel að við eigum að halda því til streitu.“ Sigurður er sammála. „Alveg tvímælalaust. Ég held það væri bara skandall að gera það ekki,“ segir hann. María er á sama máli. „Ég sé enga ástæðu til þess að fara að kjósa. Það bara klárast. Nema ef eitthvað óvænt komi upp á.“ Er þetta ekki óvænt? „Jú, en þetta kostar ekki það að það eigi að fara að kjósa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira