Verstappen aftur á sigurbraut eftir árekstur á fyrsta hring Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 09:31 Verstappen fagnar sigri í nótt ásamt liðsfélögum sínum í Red Bull. Vísir/Getty Max Verstappen og Sergio Perez náðu sinni þriðju tvennu í fjórða kappakstri tímabilsins þegar þeir komu fyrstir í mark í Japanskappakstrinum í Formúlu 1. Max Verstappen byrjaði Formúllu 1 tímabilið eins og hann lauk því síðasta með sigri í fyrstu tveimur kappökstrunum í Sádi Arabíu og Bahrein. Í þriðja kappakstrinum í Ástralíu fyrir tveimur vikum náði hann þó mjög óvænt ekki að klára keppnina og því var meiri spenna en oft áður fyrir kappakstri helgarinnar í Japan. Verstappen og Red Bull komu sér þó örugglega aftur á sigurbraut því Verstappen kom fyrstur í mark í kappakstri næturinnar og liðsfélagi hans Sergio Perez varð annar. Verstappen náði þar með í sinn þriðja sigur á tímabilinu en Perez hefur orðið annar í öll skiptin. Chequered flag moment Max also now joins Schumacher, Vettel and Hamilton in the '3000 laps led' club #F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/ayXNWU2EwZ— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 „Þetta var mjög gott. Erfiði hlutinn var í ræsingunni að halda forystunni en bíllinn varð betri og betri eftir það í gegnum kappaksturinn. Ég veit ekki hvort það hafði með það að gera að skýin komu yfir brautina,“ sagði Verstappen eftir sigurinn. Kappaksturinn litaðist af árekstri þeirra Daniel Ricciardo og Alex Albon strax á fyrsta hring og þurfti að gera þrjátíu mínútna hlé á keppnina og ræsa á nýjan leik þegar búið var að hreinsa brautina. LAP 1/53Red flag Albon and Ricciardo come together at Turn 2. Both drivers are out of their cars.#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/fvGWOyb104— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 Verstappen lét það þó ekki stoppa sig og þeysti af stað í báðum ræsingum og hélt fyrsta sætinu örugglega. Hann kom tólf sekúndum á undan Perez í mark og Carlos Sainz varð þriðji á Ferrari. Charles Leclerc, félagi Sainz hjá Ferrari, varð í fjórða sæti og Lando Norris á McLaren í fimmta. Reynsluboltinn Fernando Alonso skaut svo hraðskreiðari bílum ref fyrir rass þegar hann kom í mark í sjötta sæti en fyrrum heimsmeistarinn Lewis Hamilton átti ekki góða keppni og endaði í níunda sæti eftir að hafa hafið keppni sjöundi. Staðan í keppni ökuþóra: 1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig Akstursíþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Max Verstappen byrjaði Formúllu 1 tímabilið eins og hann lauk því síðasta með sigri í fyrstu tveimur kappökstrunum í Sádi Arabíu og Bahrein. Í þriðja kappakstrinum í Ástralíu fyrir tveimur vikum náði hann þó mjög óvænt ekki að klára keppnina og því var meiri spenna en oft áður fyrir kappakstri helgarinnar í Japan. Verstappen og Red Bull komu sér þó örugglega aftur á sigurbraut því Verstappen kom fyrstur í mark í kappakstri næturinnar og liðsfélagi hans Sergio Perez varð annar. Verstappen náði þar með í sinn þriðja sigur á tímabilinu en Perez hefur orðið annar í öll skiptin. Chequered flag moment Max also now joins Schumacher, Vettel and Hamilton in the '3000 laps led' club #F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/ayXNWU2EwZ— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 „Þetta var mjög gott. Erfiði hlutinn var í ræsingunni að halda forystunni en bíllinn varð betri og betri eftir það í gegnum kappaksturinn. Ég veit ekki hvort það hafði með það að gera að skýin komu yfir brautina,“ sagði Verstappen eftir sigurinn. Kappaksturinn litaðist af árekstri þeirra Daniel Ricciardo og Alex Albon strax á fyrsta hring og þurfti að gera þrjátíu mínútna hlé á keppnina og ræsa á nýjan leik þegar búið var að hreinsa brautina. LAP 1/53Red flag Albon and Ricciardo come together at Turn 2. Both drivers are out of their cars.#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/fvGWOyb104— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 Verstappen lét það þó ekki stoppa sig og þeysti af stað í báðum ræsingum og hélt fyrsta sætinu örugglega. Hann kom tólf sekúndum á undan Perez í mark og Carlos Sainz varð þriðji á Ferrari. Charles Leclerc, félagi Sainz hjá Ferrari, varð í fjórða sæti og Lando Norris á McLaren í fimmta. Reynsluboltinn Fernando Alonso skaut svo hraðskreiðari bílum ref fyrir rass þegar hann kom í mark í sjötta sæti en fyrrum heimsmeistarinn Lewis Hamilton átti ekki góða keppni og endaði í níunda sæti eftir að hafa hafið keppni sjöundi. Staðan í keppni ökuþóra: 1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig
1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig
Akstursíþróttir Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira