Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2024 13:03 Ástþór kannast ekkert við málið. Vísir Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. Bessastaðabaráttan og sérstaklega mynd sem dreift var á síðunni, hefur vakið mikla athygli og reiði síðan hún var sett í loftið. Á myndinni má sjá Baldur Þórhallsson, sem er í forsetaframboði líkt og Ástþór, kyssa eiginmann sinn Felix Bergsson. Í bakgrunni má sjá annað samkynhneigt par í faðmlögum og fána hinseginfólks. Þá má sjá talblöðrur þar sem lesa má gömul ummæli þeirra Baldurs og Felix, greinilega ætlaðar þeim til smættunar. Netverjar hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni með gjörninginn. Sá þetta á Facebook. Eitt er að hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum, en mér finnst glatað að borga fyrir að bera svona út. Allir eiga fortíð, geta beðist afsökunar, bætt sig og eiga að njóta sannmælis.Kosningar eiga að vera málefnalegar en ekki leðjuslagur. pic.twitter.com/zYTOyl8G6M— Arnar Arinbjarnarson (@arnarar) March 31, 2024 Símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs tengd síðunni Aðrir netverjar hafa gengið skrefinu lengra og reynt að komast að því hver stendur að baki síðunni. Í frétt DV segir að slík rannsókn hafi leitt í ljós að símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs væru skráð fyrir síðunni. DV hafi því sent Ástþóri fyrirspurn vegna málsins og spurt hvort síðan væri ekki í mótsögn við skilaboð hans um alheimsfrið. Ástþór hafi ekkert viljað kannast við málið og í yfirlýsingu sagt að hvorki Bessastaðabaráttan né umrædd mynd væri á hans vegum. „Þess má geta að sama dag var umræddri Facebook-síðu eytt,“ segir í frétt DV. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Bessastaðabaráttan og sérstaklega mynd sem dreift var á síðunni, hefur vakið mikla athygli og reiði síðan hún var sett í loftið. Á myndinni má sjá Baldur Þórhallsson, sem er í forsetaframboði líkt og Ástþór, kyssa eiginmann sinn Felix Bergsson. Í bakgrunni má sjá annað samkynhneigt par í faðmlögum og fána hinseginfólks. Þá má sjá talblöðrur þar sem lesa má gömul ummæli þeirra Baldurs og Felix, greinilega ætlaðar þeim til smættunar. Netverjar hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni með gjörninginn. Sá þetta á Facebook. Eitt er að hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum, en mér finnst glatað að borga fyrir að bera svona út. Allir eiga fortíð, geta beðist afsökunar, bætt sig og eiga að njóta sannmælis.Kosningar eiga að vera málefnalegar en ekki leðjuslagur. pic.twitter.com/zYTOyl8G6M— Arnar Arinbjarnarson (@arnarar) March 31, 2024 Símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs tengd síðunni Aðrir netverjar hafa gengið skrefinu lengra og reynt að komast að því hver stendur að baki síðunni. Í frétt DV segir að slík rannsókn hafi leitt í ljós að símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs væru skráð fyrir síðunni. DV hafi því sent Ástþóri fyrirspurn vegna málsins og spurt hvort síðan væri ekki í mótsögn við skilaboð hans um alheimsfrið. Ástþór hafi ekkert viljað kannast við málið og í yfirlýsingu sagt að hvorki Bessastaðabaráttan né umrædd mynd væri á hans vegum. „Þess má geta að sama dag var umræddri Facebook-síðu eytt,“ segir í frétt DV.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira