„Óneitanlega óvenjulegt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 15:30 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir ekkert athugavert vera við ákvörðun Katrínar. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. Hann segist hafa skilið formennina þannig að ríkur vilji sé til þess að á næstu dögum liggi fyrir niðurstaða varðandi framhald lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur sitjandi forsætisráðherra. Beiðni hennar var samþykkt en henni falið að sitja í embættinu þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Klippa: Ávarp Guðna „Við skulum bara sjá til. Landið hefur forsætisráðherra og forsætisráðherra situr þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Þannig við tökum þetta bara einn dag í einu,“ segir Guðni spurður hversu langan tíma hann gefi stjórnarliðum til að komast að niðurstöðu þangað til að hann grípur í taumana. „Það fer allt eftir efnum og aðstæðum og óneitanlega er það óvenjulegt í þetta sinn að forsætisráðherra hefur ákveðið að vera í framboði í forsetakjöri sem er framundan. Þá þarf að taka tillit til þess,“ bætir hann við. Ekkert athugavert við stöðuna Spurður hvort honum þyki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra skuli hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta segir hann ekki svo vera. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau,“ segir Guðni og bætir við að honum þyki ekkert athugavert við stöðuna sem uppi er komin. Þeir þrír flokkar sem hafa meirihluta á Alþingi hafi lýst því yfir að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfinu áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. „Og þeir hafa að sjálfsögðu svigrúm til þess. Þá liggur fyrir hverjar lyktir þeirra viðræðna verða, senn.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Vaktin: Katrín situr áfram í bili Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Hann segist hafa skilið formennina þannig að ríkur vilji sé til þess að á næstu dögum liggi fyrir niðurstaða varðandi framhald lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur sitjandi forsætisráðherra. Beiðni hennar var samþykkt en henni falið að sitja í embættinu þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Klippa: Ávarp Guðna „Við skulum bara sjá til. Landið hefur forsætisráðherra og forsætisráðherra situr þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Þannig við tökum þetta bara einn dag í einu,“ segir Guðni spurður hversu langan tíma hann gefi stjórnarliðum til að komast að niðurstöðu þangað til að hann grípur í taumana. „Það fer allt eftir efnum og aðstæðum og óneitanlega er það óvenjulegt í þetta sinn að forsætisráðherra hefur ákveðið að vera í framboði í forsetakjöri sem er framundan. Þá þarf að taka tillit til þess,“ bætir hann við. Ekkert athugavert við stöðuna Spurður hvort honum þyki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra skuli hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta segir hann ekki svo vera. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau,“ segir Guðni og bætir við að honum þyki ekkert athugavert við stöðuna sem uppi er komin. Þeir þrír flokkar sem hafa meirihluta á Alþingi hafi lýst því yfir að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfinu áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. „Og þeir hafa að sjálfsögðu svigrúm til þess. Þá liggur fyrir hverjar lyktir þeirra viðræðna verða, senn.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Vaktin: Katrín situr áfram í bili Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54
Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10
Vaktin: Katrín situr áfram í bili Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37