Finna enn gríðarlega sterk áhrif Eurovision-myndarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2024 18:32 Örlygur segir söguna af því þegar lagið Húsavík úr Eurovision-myndinni var óvænt flutt á Óskarnum frá Húsavík í myndbandinu, sem nálagast má neðar í fréttinni. Vilhelm/Örlygur Hnefill Örlygsson Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka. Örlygur Hnefill Örlygsson, sem einnig er kvikmyndagerðarmaður, var með kynningu á kvikmyndaráðstefnu Menningarráðuneytisins í Hörpu á föstudaginn þar sem hann talaði um hvernig fólk tók höndum saman á Húsavík til að gera það mesta úr verkefninu sem þau fengu í hendurnar þegar bíómyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var tekin upp í bænum. Í kjölfar útgáfu myndarinnar velti ráðuneytið fyrir sér hvar Húsavík stæði fjórum árum síðar. „Niðurstaðan er einkar gleðileg en Örlygur segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins,“ segir í skeyti frá Menningarráðuneytinu. Ferrel hafi barist fyrir Húsavík „Við sáum það dagana eftir að myndin kemur út, þá er gríðarleg aukning í því að fólk er að googla Húsavík,“ segir Örlygur og segist hafa séð að fólk væri að velta því fyrir sér hvort Húsavík væri raunverulega bær. Hann segir Will Ferrell, leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, hafa þurft að berjast fyrir því að fá að taka myndina upp á Húsavík eftir að hafa fengið neitun frá Netflix. „Og það gerði það að verkum að Húsavík fékk ef til vill bara stærra hlutverk í myndinni.“ Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan. Örlygur stóð meðal annarra fyrir herferð til þess að lagið Húsavík fengi Óskarstilnefningu. Myndbönd voru framleidd, vefsíða búin til og bréf skrifað til akademíunnar í von um að lagið fengi tilnefningu. „Fjölmiðlar um allan heim, sérstaklega vestanhafs, gerðu herferðinni okkar gríðarlega góð skil. Eftir að Good Morning America, sem er stærsti morgunþátturinn í Bandaríkjunum, sýndi eitt af myndböndunum okkar fór boltinn að rúlla alveg ógurlega hratt,“ segir Örlygur og að á tólf dögum hafi lagið fengið yfir fjögur hundruð fjölmiðlaumfjallanir. Ellefu dögum fyrir Óskarsverðlaunahátíðina fær Örlygur símtal frá höfundum lagsins, sem segja að flutningurinn sé í uppnámi. Hin sænska Molly Sanden, flytjandi lagsins, hafði fengið synjun á visa til þess að komast inn í Bandaríkin. Hátíðin var haldin í apríl 2021 þegar kórónuveirufaraldurs var enn vart. Óvart tekið upp á Húsavík „Savan spurði mig hreint út, er möguleiki á að við getum gert þetta á Húsavík? Og auðvitað verandi alinn upp hér með íslenska hugarfarið sagði ég já, við leysum þetta mál.“ Örlygur segir framleiðslu myndbandsins, sem var framleitt í samstarfi við True North, vera stærsta verkefni sem hann hefur fengið að „Og þó að lagið hafi ekki sigrað Óskarinn þá sigraði lagið hjörtu fólks um allan heim. Það var meira að segja þannig að atriðið var kosið besti flutningurinn af tónlistaratriðunum á óskarnum.“ Hann segir kvikmyndina hafa verið gríðarlega góða landkynningu, sér í lagi fyrir Húsavík. „Við ætlum okkur að vaxa. Við ætlum okkur að byggja upp og við ætlum að gera þetta þannig að kvikmyndagerð og dagskrárgerð geti verið raunverulegur valkostur í störfum fyrir fólk út á landi. Við vitum það á Húsavík hver máttur kvikmyndarinnar er,“ segir Örlygur að lokum. Ráðherra táraðist „Fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð koma 6,8 krónur til baka. Skapandi greinar eru hreyfiafl í efnahag, menningu og vellíðan," segir Örlygur Hnefill Örlygsson og birtir myndbandið á samfélagsmiðli sínum í kjölfar ráðstefnunnar.“ Myndbandið, sem sjá má ofar í fréttinni vakti mikla lukku á ráðstefnunni, meðal annars hjá ráðherra. „Það er stórkostlegt að sjá kraftinn og gleðina í verkum Örlygs og hvernig ferðamennska á svæðinu hefur vaxið samhliða hugrekki og hugmyndaflugi heimamanna. Eins og hann segir sjálfur – þetta er máttur kvikmyndarinnar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir og viðurkennir fúslega að hún hafi sjálf orðið klökk við að horfa á myndbandið. Eurovision Norðurþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, sem einnig er kvikmyndagerðarmaður, var með kynningu á kvikmyndaráðstefnu Menningarráðuneytisins í Hörpu á föstudaginn þar sem hann talaði um hvernig fólk tók höndum saman á Húsavík til að gera það mesta úr verkefninu sem þau fengu í hendurnar þegar bíómyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var tekin upp í bænum. Í kjölfar útgáfu myndarinnar velti ráðuneytið fyrir sér hvar Húsavík stæði fjórum árum síðar. „Niðurstaðan er einkar gleðileg en Örlygur segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins,“ segir í skeyti frá Menningarráðuneytinu. Ferrel hafi barist fyrir Húsavík „Við sáum það dagana eftir að myndin kemur út, þá er gríðarleg aukning í því að fólk er að googla Húsavík,“ segir Örlygur og segist hafa séð að fólk væri að velta því fyrir sér hvort Húsavík væri raunverulega bær. Hann segir Will Ferrell, leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, hafa þurft að berjast fyrir því að fá að taka myndina upp á Húsavík eftir að hafa fengið neitun frá Netflix. „Og það gerði það að verkum að Húsavík fékk ef til vill bara stærra hlutverk í myndinni.“ Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan. Örlygur stóð meðal annarra fyrir herferð til þess að lagið Húsavík fengi Óskarstilnefningu. Myndbönd voru framleidd, vefsíða búin til og bréf skrifað til akademíunnar í von um að lagið fengi tilnefningu. „Fjölmiðlar um allan heim, sérstaklega vestanhafs, gerðu herferðinni okkar gríðarlega góð skil. Eftir að Good Morning America, sem er stærsti morgunþátturinn í Bandaríkjunum, sýndi eitt af myndböndunum okkar fór boltinn að rúlla alveg ógurlega hratt,“ segir Örlygur og að á tólf dögum hafi lagið fengið yfir fjögur hundruð fjölmiðlaumfjallanir. Ellefu dögum fyrir Óskarsverðlaunahátíðina fær Örlygur símtal frá höfundum lagsins, sem segja að flutningurinn sé í uppnámi. Hin sænska Molly Sanden, flytjandi lagsins, hafði fengið synjun á visa til þess að komast inn í Bandaríkin. Hátíðin var haldin í apríl 2021 þegar kórónuveirufaraldurs var enn vart. Óvart tekið upp á Húsavík „Savan spurði mig hreint út, er möguleiki á að við getum gert þetta á Húsavík? Og auðvitað verandi alinn upp hér með íslenska hugarfarið sagði ég já, við leysum þetta mál.“ Örlygur segir framleiðslu myndbandsins, sem var framleitt í samstarfi við True North, vera stærsta verkefni sem hann hefur fengið að „Og þó að lagið hafi ekki sigrað Óskarinn þá sigraði lagið hjörtu fólks um allan heim. Það var meira að segja þannig að atriðið var kosið besti flutningurinn af tónlistaratriðunum á óskarnum.“ Hann segir kvikmyndina hafa verið gríðarlega góða landkynningu, sér í lagi fyrir Húsavík. „Við ætlum okkur að vaxa. Við ætlum okkur að byggja upp og við ætlum að gera þetta þannig að kvikmyndagerð og dagskrárgerð geti verið raunverulegur valkostur í störfum fyrir fólk út á landi. Við vitum það á Húsavík hver máttur kvikmyndarinnar er,“ segir Örlygur að lokum. Ráðherra táraðist „Fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð koma 6,8 krónur til baka. Skapandi greinar eru hreyfiafl í efnahag, menningu og vellíðan," segir Örlygur Hnefill Örlygsson og birtir myndbandið á samfélagsmiðli sínum í kjölfar ráðstefnunnar.“ Myndbandið, sem sjá má ofar í fréttinni vakti mikla lukku á ráðstefnunni, meðal annars hjá ráðherra. „Það er stórkostlegt að sjá kraftinn og gleðina í verkum Örlygs og hvernig ferðamennska á svæðinu hefur vaxið samhliða hugrekki og hugmyndaflugi heimamanna. Eins og hann segir sjálfur – þetta er máttur kvikmyndarinnar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir og viðurkennir fúslega að hún hafi sjálf orðið klökk við að horfa á myndbandið.
Eurovision Norðurþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira