Vél frá Boeing snúið við eftir að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 07:04 Rannsóknaryfirvöld vestanhafs hafa nú fjölda tilvika til rannsóknar þar sem vélar frá Boeing koma við sögu. AP/Ted S. Warren Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið enn eina rannsóknina er varðar flugvél frá Boeing, eftir að flugmenn neyddust til að lenda vél frá fyrirtækinu í kjölfar þess að vélarhlíf rifnaði af í flugtaki. Um var að ræða vél í eigu Southwest Airlines sem var að taka á loft frá alþjóðaflugvellinum í Denver í gær þegar atvikið átti sér stað. Vélin lenti örugglega á vellinum 25 mínútum eftir flugtak en á myndskeiðum má sjá hlífina blakta í vindinum. 135 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Engan sakaði. Engine cowling on Southwest Airlines Boeing plane falls off during take-off video https://t.co/8uvOBMmXG5— The Guardian (@guardian) April 8, 2024 Samkvæmt Southwest Airlines er nú verið að skoða vélina en hún var tekin í notkun árið 2015. Flugfélagið hefur neitað því að svara hvenær síðasta öryggisskoðun fór fram. Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ekki átt sjö dagana sæla en ýmsar bilanir sem hafa orðið í vélum félagsins hafa ratað í fréttirnar síðustu misseri og raunar ár. Nú síðast voru Max 9 vélar fyrirtækisins í Bandaríkjunum kyrrsettar í kjölfar þess að hurðarlok losnaði í miðju flugi. Fjöldi hópmálsókna hefur verið höfðaður á hendur fyrirtækinu vegna atviksins. Þá vekur athygli að flugmálayfirvöld vestanhafs rannsaka nú einnig að minnsta kosti þrjú önnur tilvik þar sem Boeing-vélum í eigu Southwest Airlines var snúið við eftir að áhöfnin tilkynnti um vélarbilun. Bandaríkin Fréttir af flugi Samgöngur Boeing Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Um var að ræða vél í eigu Southwest Airlines sem var að taka á loft frá alþjóðaflugvellinum í Denver í gær þegar atvikið átti sér stað. Vélin lenti örugglega á vellinum 25 mínútum eftir flugtak en á myndskeiðum má sjá hlífina blakta í vindinum. 135 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Engan sakaði. Engine cowling on Southwest Airlines Boeing plane falls off during take-off video https://t.co/8uvOBMmXG5— The Guardian (@guardian) April 8, 2024 Samkvæmt Southwest Airlines er nú verið að skoða vélina en hún var tekin í notkun árið 2015. Flugfélagið hefur neitað því að svara hvenær síðasta öryggisskoðun fór fram. Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ekki átt sjö dagana sæla en ýmsar bilanir sem hafa orðið í vélum félagsins hafa ratað í fréttirnar síðustu misseri og raunar ár. Nú síðast voru Max 9 vélar fyrirtækisins í Bandaríkjunum kyrrsettar í kjölfar þess að hurðarlok losnaði í miðju flugi. Fjöldi hópmálsókna hefur verið höfðaður á hendur fyrirtækinu vegna atviksins. Þá vekur athygli að flugmálayfirvöld vestanhafs rannsaka nú einnig að minnsta kosti þrjú önnur tilvik þar sem Boeing-vélum í eigu Southwest Airlines var snúið við eftir að áhöfnin tilkynnti um vélarbilun.
Bandaríkin Fréttir af flugi Samgöngur Boeing Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira