Ráðuneytið greitt Juris hundruð milljóna vegna þjóðlendumála Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2024 11:14 Júris lögmannastofa hefur verið í góðu samstarfi við fjármálaráðuneytið á undanförnum árum með verkefni sem snýr að þjóðlendumálum en hér má sjá Sigurbjörn einn eiganda stofunnar og Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Á undanförnum tíu árum hefur fjármálaráðuneytið greitt lögmannastofunni Juris slf. 354 milljónir króna vegna þjóðlendismála auk greiðslna vegna lögfræðiaðstoðar. Meðal þekktra eigenda Juris eru Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvarkurs og einn innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins, Andri Árnason sem varði Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar. Einkum hafa þessi útlát verið í tíð Bjarna Benediktssonar sem gegndi embætti fjármálaráðherra frá 2013-2023 með stuttu hléi sem forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra í október og situr nú sem utanríkisráðherra. Útlát ráðuneytisins vegna þjóðlendumála Ráðuneytið hefur á síðustu árum keypt sérfræðiþjónustu af Juris slf. vegna þjóðlendumála. Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta hafa gilt frá árinu 1998 og hefur á þeim tíma verið unnið að því að leysa endanlega úr óvissu um eignarhald á hálendissvæðum, en lögin voru sett í þeim tilgangi. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að í lögum sé mælt fyrir um að óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, hafi meðal annars það hlutverk að skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Þetta þekkjum við úr fréttum nýverið en krafa var gerð á eyjar þær sem mynda Vestmannaeyjar við mikla furðu og óánægju heimamanna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir núverandi fjármálaráðherra hefur gert tilraun til að bera klæði á vopnin. Reglulegar greiðslur til Júrúis Svo enn sé vitnað í svör sem bárust segir að fjármála- og efnahagsráðuneytið fari með það hlutverk að leggja fram kröfulýsingu ríkisins fyrir hvert þjóðlendusvæði. „Þessari þjónustu hefur verið útvistað og er í gildi samningur ráðuneytisins við Juris.“ Frá árinu 2014 voru greiðslur ráðuneytisins til Juris vegna þjóðlendumála eftirfarandi samtals 354 milljónir króna. Tekið er fram að í svörunum að þar sem talað er um 2024 þá er um að ræða fyrstu þrjá mánuði ársins. Greiðslur til Júrís vegna þjóðlendumála: 2014: 35.024.356 krónur 2015: 31:142.997 krónur 2016: 34.922.632 krónur 2017: 27.929.647 krónur 2018: 31.894.252 krónur 2019: 28.926.050 krónur 2020: 28.036.603 krónur 2021: 28.134.763 krónur 2022: 53.766.020 krónur 2024: 34.361.416 krónur Auk þessa hefur ráðuneytið átt í viðskiptum við Juris vegna ýmissar sérfræðiþjónustu sem ekki snýr að þjóðlendumálum. Greiðslur ráðuneytisins vegna lögfræðilegrar ráðgjafar frá árinu 2014 voru eftirfarandi: Greiðslur vegna lögfræðiráðgjafar: 2014: 14.501.871 krónur 2015: 1.001.228 krónur 2016: 687.188 krónur 2017: 879.833 krónur 2018: 185.950 krónur 2019: 47.500 krónur 2022: 5.884.004 krónur 2024: 2.974.271 krónur Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Rekstur hins opinbera Lögmennska Tengdar fréttir Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Einkum hafa þessi útlát verið í tíð Bjarna Benediktssonar sem gegndi embætti fjármálaráðherra frá 2013-2023 með stuttu hléi sem forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra í október og situr nú sem utanríkisráðherra. Útlát ráðuneytisins vegna þjóðlendumála Ráðuneytið hefur á síðustu árum keypt sérfræðiþjónustu af Juris slf. vegna þjóðlendumála. Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta hafa gilt frá árinu 1998 og hefur á þeim tíma verið unnið að því að leysa endanlega úr óvissu um eignarhald á hálendissvæðum, en lögin voru sett í þeim tilgangi. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að í lögum sé mælt fyrir um að óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, hafi meðal annars það hlutverk að skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Þetta þekkjum við úr fréttum nýverið en krafa var gerð á eyjar þær sem mynda Vestmannaeyjar við mikla furðu og óánægju heimamanna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir núverandi fjármálaráðherra hefur gert tilraun til að bera klæði á vopnin. Reglulegar greiðslur til Júrúis Svo enn sé vitnað í svör sem bárust segir að fjármála- og efnahagsráðuneytið fari með það hlutverk að leggja fram kröfulýsingu ríkisins fyrir hvert þjóðlendusvæði. „Þessari þjónustu hefur verið útvistað og er í gildi samningur ráðuneytisins við Juris.“ Frá árinu 2014 voru greiðslur ráðuneytisins til Juris vegna þjóðlendumála eftirfarandi samtals 354 milljónir króna. Tekið er fram að í svörunum að þar sem talað er um 2024 þá er um að ræða fyrstu þrjá mánuði ársins. Greiðslur til Júrís vegna þjóðlendumála: 2014: 35.024.356 krónur 2015: 31:142.997 krónur 2016: 34.922.632 krónur 2017: 27.929.647 krónur 2018: 31.894.252 krónur 2019: 28.926.050 krónur 2020: 28.036.603 krónur 2021: 28.134.763 krónur 2022: 53.766.020 krónur 2024: 34.361.416 krónur Auk þessa hefur ráðuneytið átt í viðskiptum við Juris vegna ýmissar sérfræðiþjónustu sem ekki snýr að þjóðlendumálum. Greiðslur ráðuneytisins vegna lögfræðilegrar ráðgjafar frá árinu 2014 voru eftirfarandi: Greiðslur vegna lögfræðiráðgjafar: 2014: 14.501.871 krónur 2015: 1.001.228 krónur 2016: 687.188 krónur 2017: 879.833 krónur 2018: 185.950 krónur 2019: 47.500 krónur 2022: 5.884.004 krónur 2024: 2.974.271 krónur
Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Rekstur hins opinbera Lögmennska Tengdar fréttir Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33