Taktu stjórn á streituviðbragðinu Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 8. apríl 2024 11:32 Það fylgja því ýmsar flækjur að vera manneskja, að búa yfir flóknu tauga- og hormónakerfi sem tekur auðveldlega stjórnvölin á bæði athyglinni og tilfinningum okkar í tíma og ótíma. Með innbyggt viðvörunarkerfi sem bregst við hvers kyns ógn, bæði skynjaðri og ímyndaðri getur verið kúnst að komast í gegnum daginn. En góðu fréttirnar eru þær að við búum einnig yfir innbyggðu kerfi sem hefur þann eiginleika að róa viðvörunarkerfi líkamans og þegar það virkjast þá hefur það jákvæð áhrif á bæði athyglis- og tilfinningastjórn. Það kallast sefkerfið. Á meðan viðvörunarkerfið getur kveikt á sér við hin óheppilegustu tækifæri og oft án meðvitaðs vilja þá getum við virkjað kerfið sem róar það niður meðvitað og þ.a.l. við hvaða tækifæri sem er. Viðvörunarkerfið eða streituviðbragðið er lífsnauðsynlegt og hjálpar okkur m.a. þegar við þurfum að bregðast skjótt við einhverju og þegar við viljum standa okkur. En flestir kannast við það að streituviðbragðið virkjast oft tíðar en þeir vilja og í óheppilegum aðstæðum. Með því að læra að hafa meðvitað áhrif á sefkerfið getum við tekið stjórn á streituviðbragðinu í þessum tilfellum. Það eru til ótal margar leiðir til að virkja sefkerfið sem margir nota nú þegar dags daglega. Það má virkja það með sömu leiðum og streituviðbragðið virkjast, þ.e. með ímyndun, hugsunum og sjónrænni ímyndun, rétt eins og áhyggjur, hrakfallaspá o.fl. virkja streituviðbragðið getum við notað hugann til þess að virkja sefkerfið með því að ímynda okkur stað, manneskju eða minningu sem vekur upp hlýju eða ró sem dæmi. Önnur klassísk leið er að nota djúpa magaöndun, þar sem við hægjum á önduninni og blásum út magann á innöndun eins og blöðru og drögum hann saman á útöndun. Það má því segja að þótt það sé flókið að vera manneskja og oft erfitt að ná tökum á tilverunni með þetta tauga- og hormónakerfi sem við höfum, þá erum við mjög vel búin af bæði drif- og sefkerfi sem vinna upp á móti hvor öðru eftir því hverju við þörfnumst á að halda hverju sinni. Ósjálfráð kerfi líkamans sem við getum lært að ná meðvitaðri stjórna á með ýmsum leiðum líkt og með því að hafa áhrif á hugsanir, ímyndanir og öndun okkar sem fylgja okkur hvert sem við förum. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Það fylgja því ýmsar flækjur að vera manneskja, að búa yfir flóknu tauga- og hormónakerfi sem tekur auðveldlega stjórnvölin á bæði athyglinni og tilfinningum okkar í tíma og ótíma. Með innbyggt viðvörunarkerfi sem bregst við hvers kyns ógn, bæði skynjaðri og ímyndaðri getur verið kúnst að komast í gegnum daginn. En góðu fréttirnar eru þær að við búum einnig yfir innbyggðu kerfi sem hefur þann eiginleika að róa viðvörunarkerfi líkamans og þegar það virkjast þá hefur það jákvæð áhrif á bæði athyglis- og tilfinningastjórn. Það kallast sefkerfið. Á meðan viðvörunarkerfið getur kveikt á sér við hin óheppilegustu tækifæri og oft án meðvitaðs vilja þá getum við virkjað kerfið sem róar það niður meðvitað og þ.a.l. við hvaða tækifæri sem er. Viðvörunarkerfið eða streituviðbragðið er lífsnauðsynlegt og hjálpar okkur m.a. þegar við þurfum að bregðast skjótt við einhverju og þegar við viljum standa okkur. En flestir kannast við það að streituviðbragðið virkjast oft tíðar en þeir vilja og í óheppilegum aðstæðum. Með því að læra að hafa meðvitað áhrif á sefkerfið getum við tekið stjórn á streituviðbragðinu í þessum tilfellum. Það eru til ótal margar leiðir til að virkja sefkerfið sem margir nota nú þegar dags daglega. Það má virkja það með sömu leiðum og streituviðbragðið virkjast, þ.e. með ímyndun, hugsunum og sjónrænni ímyndun, rétt eins og áhyggjur, hrakfallaspá o.fl. virkja streituviðbragðið getum við notað hugann til þess að virkja sefkerfið með því að ímynda okkur stað, manneskju eða minningu sem vekur upp hlýju eða ró sem dæmi. Önnur klassísk leið er að nota djúpa magaöndun, þar sem við hægjum á önduninni og blásum út magann á innöndun eins og blöðru og drögum hann saman á útöndun. Það má því segja að þótt það sé flókið að vera manneskja og oft erfitt að ná tökum á tilverunni með þetta tauga- og hormónakerfi sem við höfum, þá erum við mjög vel búin af bæði drif- og sefkerfi sem vinna upp á móti hvor öðru eftir því hverju við þörfnumst á að halda hverju sinni. Ósjálfráð kerfi líkamans sem við getum lært að ná meðvitaðri stjórna á með ýmsum leiðum líkt og með því að hafa áhrif á hugsanir, ímyndanir og öndun okkar sem fylgja okkur hvert sem við förum. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar