Innlent

Forystufólk stjórnar­flokkanna situr enn á rök­stólum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á stjórnarmyndunarviðræðunum eftir að Katrín Jakobsdóttir ákvað að hætta í stjórnmálum og bjóða sig fram til embættis forseta.

Þingflokksfundir fara fram hjá stjórnarflokkunum eftir hádegi og svo gæti farið að ný ríkisstjórn verði kynnt þar. Þá er reiknað með að Katrín segi af sér þingmennsku í dag.

Einnig tökum við stöðuna á færðinni en nokkrir helstu vegir úti á landi voru ófærir í morgun. Við heyrum í upplýsingafulltrúa Vegagerðarinna í tímanum. 

Að auki verður rætt við Sævar Helga Bragason um deildarmyrkva á sólu sem gæti sést á landinu í kvöld. 

Í íþróttafréttum verður stórleikur hjá kvennalandsliðinu á morgun til umræðu og svo verður farið yfir Bestu deild karla þar sem boltinn fór að rúlla um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×