„Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2024 13:47 Gylfi Þór Þorsteinsson verður ekki næsti forseti lýðveldisins. Vísir/Einar Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Þetta staðfestir Gylfi Þór í samtali við fréttastofu. „Það er búið að þrýsta mikið á mig víða að. Um tvö hundruð manns. Bæði fólk sem ég þekki en aðallega fólk sem ég þekki alls ekki. Það er hins vegar þannig að starf forseta er „full tæm“ starf. Maður hættir ekkert að vera forseti á kvöldi og um helgar. Málið er ég hef svo svakalega gaman af neyðarvörnum þegar slíkt kemur upp og ég held að kröftum mínum sé betur varið þar, að minnsta kosti að sinni,“ segir Gylfi Þór. Gylfi Þór er landsmönnum vel kunnur eftir að hafa séð um rekstur sóttvarnarhúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðarstjóri félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Gylfi hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið. Fór undir feldinn Gylfi Þór sagði í samtali við Heimildina á öðrum degi ársins að hann væri líklegast kominn undir feldinn fræga eftir að hafa fengið áskoranir frá fólki um að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði þá daginn áður tekið við fálkaorðu úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar. Gylfi Þór sagði í viðtalinu 2. janúar að ef þessar beiðnir myndi halda áfram að koma til hans á næstu dögum þá væri það greinilega eitthvað sem hann þyrfti að taka með sér undir feldinn fræga og hugsa málin. „En mér finnst líklegt að þetta sé til komið því ég var að fá fálkaorðuna. Síðan kemur fram einhver sterkur kandídat og þá er mitt korter bara liðið,“ sagði Gylfi Þór. Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta staðfestir Gylfi Þór í samtali við fréttastofu. „Það er búið að þrýsta mikið á mig víða að. Um tvö hundruð manns. Bæði fólk sem ég þekki en aðallega fólk sem ég þekki alls ekki. Það er hins vegar þannig að starf forseta er „full tæm“ starf. Maður hættir ekkert að vera forseti á kvöldi og um helgar. Málið er ég hef svo svakalega gaman af neyðarvörnum þegar slíkt kemur upp og ég held að kröftum mínum sé betur varið þar, að minnsta kosti að sinni,“ segir Gylfi Þór. Gylfi Þór er landsmönnum vel kunnur eftir að hafa séð um rekstur sóttvarnarhúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðarstjóri félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Gylfi hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið. Fór undir feldinn Gylfi Þór sagði í samtali við Heimildina á öðrum degi ársins að hann væri líklegast kominn undir feldinn fræga eftir að hafa fengið áskoranir frá fólki um að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði þá daginn áður tekið við fálkaorðu úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar. Gylfi Þór sagði í viðtalinu 2. janúar að ef þessar beiðnir myndi halda áfram að koma til hans á næstu dögum þá væri það greinilega eitthvað sem hann þyrfti að taka með sér undir feldinn fræga og hugsa málin. „En mér finnst líklegt að þetta sé til komið því ég var að fá fálkaorðuna. Síðan kemur fram einhver sterkur kandídat og þá er mitt korter bara liðið,“ sagði Gylfi Þór.
Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00