Raddir skólafólks í fyrirrúmi Magnús Þór Jónsson skrifar 9. apríl 2024 09:00 Umræða um skólamál er mikilvæg. Bæði í íslensku samhengi sem og því alþjóðlega enda menntun undirstöðuatriði farsældar í samfélagi. Hvort sem er á vettvangi fjölmiðla, stjórnmálanna, hagsmunasamtaka eða bara í fermingarveislum og öðrum viðburðum á meðal almennings. Oft og tíðum sprettur umræðan upp sem viðbrögð við einstökum þáttum skólastarfs, eða bara jafnvel einstöku atviki sem upp kann að koma á ákveðnu skólastigi eða í einstökum skóla. Mikilvægt er að raddir skólafólks séu í forgrunni umræðunnar. Það býr þekking í þeim mannauði sem valið hefur sér þann vettvang að tryggja gæðamenntun og efla farsæld á vettvangi ólíkra skólastiga og skólagerða. Á undanförnum árum hefur komið upp að í umræðu um málefni menntunar sé frekar talað um skólafólk en við það og þá einmitt út frá þröngu sjónarhorni hvers atviks. Kennarasamband Íslands eru heildarsamtök allra sem vinna við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarasambandið stendur í dag fyrir ráðstefnunni Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar: Raddir skólafólks í fyrirrúmi. Grunnur ráðstefnunnar er byggður á viðhorfskönnun, sem gerð var meðal félagsfólks, þar sem horft var til þeirra áherslna sem þau vilja kalla eftir en einnig til að rýna nánar í einstaka þætti í okkar störfum þar sem við teljum okkur geta lagt til betri lausnir og útfærslur til framtíðar. Margt forvitnilegt er að finna í niðurstöðum könnunarinnar. Þar koma fram afgerandi skilaboð um að launakjör og starfsumhverfi ráði mestu fyrir umgjörð starfsins, skiptir þar engu máli eðli starfs eða skólagerð. Þar fara skýr skilaboð til launagreiðenda inn í þá kjarasamningsgerð sem er framundan. Í könnuninni kemur fram ákveðinn samhljómur um álagsþætti kennarastarfsins. Þar vill skólafólk rýna í hópastærðir og samsetningu þeirra á öllum skólastigum, þó með mismunandi áherslum. Umfang starfsins og ný verkefni eru líka stórir álagsþættir. Aðrir álagsþættir eru svo mismunandi eftir skólastigum; álag vegna umhverfisáreitis og hljóðvistar er sterkur þáttur í leik- og tónlistarskólum, skortur á stuðningi vegna einstaklingsmála í grunnskólum og skortur á námsgögnum í framhaldsskólum. Það er skýr vilji allra að starfsþróun sé fundinn staður innan hefðbundins vinnutíma skólanna. Þegar kemur að málefnum kennara leggur leikskólinn áherslu á starfsþróun tengda farsældarvinnu, grunnskólinn kallar eftir fræðslu um aga og samskipti en í tónlistar- og framhaldsskólum telja kennarar mesta þörf á að efla starfsþróun í faggrein sinni. Skólastjórnendur á öllum skólastigum eru afskaplega samstíga og leggja áherslu á að efla faglega forystu og mannauðs- og skipulagsmál. Það að starfa í skóla er álagsstarf. Í könnuninni kemur fram að almennt telur fólk sig ráða vel við álag í starfi en þó liggur nokkur munur þar á eftir skólastigum. Kennarar í leik- og grunnskóla eru líklegri til að telja sig ekki ráða nægilega vel við álagið en kennarar í framhaldsskólum, skólastjórnendur og þeir sem sinna ráðgjöf í öllum skólagerðum. Þá sýnir könnunin að 31% stjórnenda telja ólíklegt að þeir verði enn í sínu starfi eftir 5 ár, 27% kennara í leikskólum og 26% kennara í grunnskólum. Þegar horft er á svörin eftir skólagerðum sést að hlutfall þeirra sem telja sig ekki verða enn við störf eftir 5 ár er hæst í grunnskólanum. Hér er stiklað á stóru í könnun sem kynnt er frekar á ráðstefnunni. Í framhaldinu munu stjórn, aðildarfélög, nefndir og ráð KÍ vinna með þær vísbendingar og niðurstöður sem könnunin gefur. Raddir ráðstefnunnar verða raddir skólafólks. Þegar kemur að því að efla og bæta skólastarf, og auka gæði menntunar, verður hægt að sækja í könnunina; efni hennar er vegvísir til framtíðar. Fyrir liggja skólastefnur, námskrár, lög og reglugerðir um skólastarf. Við skólafólk vitum að vettvangur þeirra verkefna liggur víða um stjórnkerfið og fer um ólík svið samfélagsins. Það er á allra ábyrgð að í þeirri vinnu sem miðar að því að gera öflugt skólastarf enn betra verði raddir skólafólks í fyrirrúmi! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Umræða um skólamál er mikilvæg. Bæði í íslensku samhengi sem og því alþjóðlega enda menntun undirstöðuatriði farsældar í samfélagi. Hvort sem er á vettvangi fjölmiðla, stjórnmálanna, hagsmunasamtaka eða bara í fermingarveislum og öðrum viðburðum á meðal almennings. Oft og tíðum sprettur umræðan upp sem viðbrögð við einstökum þáttum skólastarfs, eða bara jafnvel einstöku atviki sem upp kann að koma á ákveðnu skólastigi eða í einstökum skóla. Mikilvægt er að raddir skólafólks séu í forgrunni umræðunnar. Það býr þekking í þeim mannauði sem valið hefur sér þann vettvang að tryggja gæðamenntun og efla farsæld á vettvangi ólíkra skólastiga og skólagerða. Á undanförnum árum hefur komið upp að í umræðu um málefni menntunar sé frekar talað um skólafólk en við það og þá einmitt út frá þröngu sjónarhorni hvers atviks. Kennarasamband Íslands eru heildarsamtök allra sem vinna við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarasambandið stendur í dag fyrir ráðstefnunni Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar: Raddir skólafólks í fyrirrúmi. Grunnur ráðstefnunnar er byggður á viðhorfskönnun, sem gerð var meðal félagsfólks, þar sem horft var til þeirra áherslna sem þau vilja kalla eftir en einnig til að rýna nánar í einstaka þætti í okkar störfum þar sem við teljum okkur geta lagt til betri lausnir og útfærslur til framtíðar. Margt forvitnilegt er að finna í niðurstöðum könnunarinnar. Þar koma fram afgerandi skilaboð um að launakjör og starfsumhverfi ráði mestu fyrir umgjörð starfsins, skiptir þar engu máli eðli starfs eða skólagerð. Þar fara skýr skilaboð til launagreiðenda inn í þá kjarasamningsgerð sem er framundan. Í könnuninni kemur fram ákveðinn samhljómur um álagsþætti kennarastarfsins. Þar vill skólafólk rýna í hópastærðir og samsetningu þeirra á öllum skólastigum, þó með mismunandi áherslum. Umfang starfsins og ný verkefni eru líka stórir álagsþættir. Aðrir álagsþættir eru svo mismunandi eftir skólastigum; álag vegna umhverfisáreitis og hljóðvistar er sterkur þáttur í leik- og tónlistarskólum, skortur á stuðningi vegna einstaklingsmála í grunnskólum og skortur á námsgögnum í framhaldsskólum. Það er skýr vilji allra að starfsþróun sé fundinn staður innan hefðbundins vinnutíma skólanna. Þegar kemur að málefnum kennara leggur leikskólinn áherslu á starfsþróun tengda farsældarvinnu, grunnskólinn kallar eftir fræðslu um aga og samskipti en í tónlistar- og framhaldsskólum telja kennarar mesta þörf á að efla starfsþróun í faggrein sinni. Skólastjórnendur á öllum skólastigum eru afskaplega samstíga og leggja áherslu á að efla faglega forystu og mannauðs- og skipulagsmál. Það að starfa í skóla er álagsstarf. Í könnuninni kemur fram að almennt telur fólk sig ráða vel við álag í starfi en þó liggur nokkur munur þar á eftir skólastigum. Kennarar í leik- og grunnskóla eru líklegri til að telja sig ekki ráða nægilega vel við álagið en kennarar í framhaldsskólum, skólastjórnendur og þeir sem sinna ráðgjöf í öllum skólagerðum. Þá sýnir könnunin að 31% stjórnenda telja ólíklegt að þeir verði enn í sínu starfi eftir 5 ár, 27% kennara í leikskólum og 26% kennara í grunnskólum. Þegar horft er á svörin eftir skólagerðum sést að hlutfall þeirra sem telja sig ekki verða enn við störf eftir 5 ár er hæst í grunnskólanum. Hér er stiklað á stóru í könnun sem kynnt er frekar á ráðstefnunni. Í framhaldinu munu stjórn, aðildarfélög, nefndir og ráð KÍ vinna með þær vísbendingar og niðurstöður sem könnunin gefur. Raddir ráðstefnunnar verða raddir skólafólks. Þegar kemur að því að efla og bæta skólastarf, og auka gæði menntunar, verður hægt að sækja í könnunina; efni hennar er vegvísir til framtíðar. Fyrir liggja skólastefnur, námskrár, lög og reglugerðir um skólastarf. Við skólafólk vitum að vettvangur þeirra verkefna liggur víða um stjórnkerfið og fer um ólík svið samfélagsins. Það er á allra ábyrgð að í þeirri vinnu sem miðar að því að gera öflugt skólastarf enn betra verði raddir skólafólks í fyrirrúmi! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar