Máttu ekki útiloka Jóhann úr landsliðinu ótímabundið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2024 06:49 Jóhann Rúnar Skúlason. Mynd/Rut Sigurðardóttir Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hafi verið óheimilt að vísa Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðinu í hestaíþróttum. Frá þessu greinir Eiðfaxi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið til staðar lagaheimildir til að útiloka áfrýjanda frá keppni án tilgreiningar á tímalengd útilokunar. Á sama tíma er ítrekað að niðurstaðan feli hvorki í sér að Jóhann hafi átt rétt á sæti í landsliðshópnum né að hann eigi slíkan rétt til framtíðar. Val á umræddum hópi sé háð ákvörðun viðeigandi aðila hverju sinni. „Dómurinn snýst fyrst og fremst um túlkun á lagatæknilegu atriði og hvort heimilt hafi verið að vísa í tiltekna lagagrein en tekur af öll tvímæli um að landsliðsþjálfari og landsliðsnefnd hafa fulla heimild til að ákveða hverjir skipa landslið hverju sinni. Það er aðal atriði dómsins og mikilvægt að hafi fengist á hreint,“ hefur Eiðfaxi eftir Guðna Halldórssyni, formanni LH. Í yfirlýsingu frá stjórn LH er ítrekað að við ákvörðun um brottvísun Jóhanns hafi verið horft til þeirrar lagagreinar sem dómurinn fjallaði um en ekki einvörðungu. Bent er á að í upphaflegri yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar hafi meðal annars sagt: „Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Vísir hefur fjallað nokkuð um málið en Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Var hann þá fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á 13 ára stúlku. Ákvörðunin um að banna honum áfram þátttöku árið 2023 byggði hins vegar einnig á því að Jóhann hefði verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hestaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. 20. febrúar 2024 11:36 „Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 3. nóvember 2021 14:58 Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Frá þessu greinir Eiðfaxi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið til staðar lagaheimildir til að útiloka áfrýjanda frá keppni án tilgreiningar á tímalengd útilokunar. Á sama tíma er ítrekað að niðurstaðan feli hvorki í sér að Jóhann hafi átt rétt á sæti í landsliðshópnum né að hann eigi slíkan rétt til framtíðar. Val á umræddum hópi sé háð ákvörðun viðeigandi aðila hverju sinni. „Dómurinn snýst fyrst og fremst um túlkun á lagatæknilegu atriði og hvort heimilt hafi verið að vísa í tiltekna lagagrein en tekur af öll tvímæli um að landsliðsþjálfari og landsliðsnefnd hafa fulla heimild til að ákveða hverjir skipa landslið hverju sinni. Það er aðal atriði dómsins og mikilvægt að hafi fengist á hreint,“ hefur Eiðfaxi eftir Guðna Halldórssyni, formanni LH. Í yfirlýsingu frá stjórn LH er ítrekað að við ákvörðun um brottvísun Jóhanns hafi verið horft til þeirrar lagagreinar sem dómurinn fjallaði um en ekki einvörðungu. Bent er á að í upphaflegri yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar hafi meðal annars sagt: „Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Vísir hefur fjallað nokkuð um málið en Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Var hann þá fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á 13 ára stúlku. Ákvörðunin um að banna honum áfram þátttöku árið 2023 byggði hins vegar einnig á því að Jóhann hefði verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, gegn þáverandi eiginkonu sinni.
Hestaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. 20. febrúar 2024 11:36 „Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 3. nóvember 2021 14:58 Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. 20. febrúar 2024 11:36
„Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 3. nóvember 2021 14:58
Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46