Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 09:31 Jóhann Ingi Jónsson dómari með gula spjaldið á lofti í leik Fylkis og KR. Hann lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum í leiknum og rauða spjaldið fór tvisvar á loft. Vísir/Anton Brink Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. Stúkan tók fyrir spjaldagleði dómaranna í þætti sínum í gær. „Heimir kom líka inn á það að það mætti ekki anda lengur í leiknum því þá væri verið að rífa upp spjöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson og hóf umræðu um gulu spjöldin í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Hann byrjaði síðan á því að sýna spjöldin úr leik Breiðabliks og FH. 67 prósent hækkun „Það voru fjölmörg spjöld í leikjum gærdagsins og á laugardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi tölfræðina svart á hvítu. Það var 31 gult spjald gefið í fyrstu umferð í fyrra en gulu spjöldin voru 52 í fyrstu umferðinni í gær. Þetta er 67 prósent hækkun. Guðmundur sýndi líka yfirlit yfir áherslur dómaranna fyrir tímabilið. Þar eru tekin sérstaklega fyrir mótmæli gagnvart dómurum, hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann og ef leikmenn sýna óíþróttamannslega hegðun með sem dæmi að tefja leikinn. Það er líka aukið eftirlit með því að þjálfarnir haldi sig innan boðvangsins. Guðmundur tók nokkur dæmi um þegar leikmenn mótmæla dómi með einum sterkum viðbrögðum en fá strax spjald að launum frá dómara leiksins. Hvar endar svona vitleysa? „Hvar endar svona vitleysa,“ spurði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar, hneykslaður á öllum þessum gulu spjöldum. „Hún á líklega að enda með því að leikmenn hætti þessu,“ sagði Guðmundur. „Það gerist aldrei,“ svaraði Ólafur. „Sjáið spjaldið sem Aron [Jóhannsson] fær. Hvers konar bull er þetta eiginlega?,“ sagði Ólafur. „Það er þessi áherslubreyting og hann sýnir of miklar tilfinningar. Getum við sagt það,“ spurði Guðmundur. „Spjaldið á Finn Orra [Margeirsson]. Auðvitað verða þeir brjálaðir yfir því að fá ekki vítaspyrnu. Það er bara eðlilegur hlutur. Setja hendurnar út í loftið eða segja einhvern djöfulinn. FH-ingar missa víti en þeir fá áminningu samt,“ sagði Ólafur. Erum við eina landið? „Erum við eina landið sem er að gera þetta,“ spurði Ólafur. „Ef þetta eru reglur sem á að setja áherslu á. Þessar reglur hafa alltaf verið til en það á greinilega að setja aukaáherslur á þetta. Venjulega erum við alltaf fyrsta landið sem byrjar af því að okkar deild byrjar þannig,“ sagði Guðmundur. „Við erum alltaf tilraunadýr,“ sagði Ólafur. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um gul spjöld í fyrstu umferðinni Besta deild karla Stúkan Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Sjá meira
Stúkan tók fyrir spjaldagleði dómaranna í þætti sínum í gær. „Heimir kom líka inn á það að það mætti ekki anda lengur í leiknum því þá væri verið að rífa upp spjöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson og hóf umræðu um gulu spjöldin í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Hann byrjaði síðan á því að sýna spjöldin úr leik Breiðabliks og FH. 67 prósent hækkun „Það voru fjölmörg spjöld í leikjum gærdagsins og á laugardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi tölfræðina svart á hvítu. Það var 31 gult spjald gefið í fyrstu umferð í fyrra en gulu spjöldin voru 52 í fyrstu umferðinni í gær. Þetta er 67 prósent hækkun. Guðmundur sýndi líka yfirlit yfir áherslur dómaranna fyrir tímabilið. Þar eru tekin sérstaklega fyrir mótmæli gagnvart dómurum, hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann og ef leikmenn sýna óíþróttamannslega hegðun með sem dæmi að tefja leikinn. Það er líka aukið eftirlit með því að þjálfarnir haldi sig innan boðvangsins. Guðmundur tók nokkur dæmi um þegar leikmenn mótmæla dómi með einum sterkum viðbrögðum en fá strax spjald að launum frá dómara leiksins. Hvar endar svona vitleysa? „Hvar endar svona vitleysa,“ spurði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar, hneykslaður á öllum þessum gulu spjöldum. „Hún á líklega að enda með því að leikmenn hætti þessu,“ sagði Guðmundur. „Það gerist aldrei,“ svaraði Ólafur. „Sjáið spjaldið sem Aron [Jóhannsson] fær. Hvers konar bull er þetta eiginlega?,“ sagði Ólafur. „Það er þessi áherslubreyting og hann sýnir of miklar tilfinningar. Getum við sagt það,“ spurði Guðmundur. „Spjaldið á Finn Orra [Margeirsson]. Auðvitað verða þeir brjálaðir yfir því að fá ekki vítaspyrnu. Það er bara eðlilegur hlutur. Setja hendurnar út í loftið eða segja einhvern djöfulinn. FH-ingar missa víti en þeir fá áminningu samt,“ sagði Ólafur. Erum við eina landið? „Erum við eina landið sem er að gera þetta,“ spurði Ólafur. „Ef þetta eru reglur sem á að setja áherslu á. Þessar reglur hafa alltaf verið til en það á greinilega að setja aukaáherslur á þetta. Venjulega erum við alltaf fyrsta landið sem byrjar af því að okkar deild byrjar þannig,“ sagði Guðmundur. „Við erum alltaf tilraunadýr,“ sagði Ólafur. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um gul spjöld í fyrstu umferðinni
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Sjá meira