Verndar mannréttindasáttmáli Evrópu umhverfið? Hilmar Gunnlaugsson skrifar 9. apríl 2024 08:30 Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessum toga koma til kasta mannréttindadómstóls Evrópu, sem Ísland er aðili að. Þegar hafa fallið all nokkrir dómar í einstökum löndum þar sem fallist hefur verið á kröfur einstaklinga eða hagsmunasamtaka um meiri aðgerðir. Líklega er eitt þekktasta slíka málið Urgenda málið frá Hollandi. Með dómi Hæstaréttar Hollands frá desember 2019 var staðfest sú niðurstaða tveggja lægri dómstiga að hollenska ríkisstjórnin hefði ekki farið að lögum og brotið skyldur sínar skv. mannréttindasáttmála Evrópu með því að aðhafast ekki nægilega til að ná settum markmiðum eða skuldbindingum Hollands er lutu að samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020. Var þar byggt á tveimur ákvæðum mannréttindasáttmálans, 2. gr. (réttur til lífs) og 8. gr. (friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og í framhaldi af því var mannréttindakafli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands endurgerður með lögum 97/1995. Þessi mál sem verða dæmd í dag geta því skipt Íslendinga miklu máli. Eitt málið er mál samtakanna eldri borgarar fyrir verndun loftslagsins (2.500 konur að meðaltali 73 ára gamlar) gegn Sviss. Reyndar hafa fjórar þessara kvenna einnig höfðað mál í eigin nafni. Byggt er á því að skortur á aðgerðum svissneskra stjórnvalda til að vernda loftslagið muni með alvarlegum hætti skaða heilsu kvennanna. Annað mál er höfðað af fyrrverandi bæjarstjóra í frönsku borginni Grande-Synthe vegna athafnaleysis franska ríkisins, sem leiði til aukinna hættu á að borgin fari undir sjó. Árið 2021 hafði franskur dómstóll dæmt í málinu, fallist á kröfu sveitarfélagsins sjálfs en hafnað persónulegri kröfu hans, sem nú er til skoðunar hjá mannréttindadómstólnum. Þriðja málið kemur frá Portúgal, en er einnig gegn öllum ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi (sem hefur reyndar nú verið vikið úr Evrópuráðinu). Það höfðuðu sex einstaklingar á aldrinum 12 til 24 ára, í framhaldi af eldsvoðum í Portúgal árið 2017. Talsmenn hagsmunasamtaka segja að sigur í einhverju þessara mála myndi fela í sér mikilvægasta skref í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður. Á hátíðardögum er sagt að umhverfið þurfi málsvara. Þessi mál, hver sem niðurstaðan verður, draga hins vegar athyglina að því, að það eru réttindi manna sem eru í forgrunni. Jafnvel þó svörtustu spár gangi eftir í loftslagsmálum, þá eru miklu meiri líkur á því að það hafi alvarlegust áhrif á mannkynið frekar en jörðinni eða loftslagið. Sumir myndu líklega segja að það besta sem gæti gerst fyrir jörðina og loftslagið væri að maðurinn sæi sjálfur um að eyða sér. Hvort sem það er með aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum, aðgerðum til að fæða síaukna neysluþörf okkar eða stríðsrekstri. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki ætlað að vernda jörðina eða loftslagið. Verndarandlagið erum við, mannkynið, hvert og eitt okkar sem búum í þeim ríkjum sem mannréttindasáttmáli Evrópu nær til. Jörðin og loftslagið munu ekki aðeins halda áfram að vera til þó okkur takist að eyða hvert öðru, líklega munu þau dafna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Í dag verða kveðnir upp dómar í þremur málum hjá mannréttindadómstóli Evrópu, sem allir fjalla um það hvort evrópskar ríkisstjórnir hafi gerst sekar um aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Greinarkorn þetta er skrifað áður en dómarnir eru birtir. Þetta er í fyrsta sinn sem mál af þessum toga koma til kasta mannréttindadómstóls Evrópu, sem Ísland er aðili að. Þegar hafa fallið all nokkrir dómar í einstökum löndum þar sem fallist hefur verið á kröfur einstaklinga eða hagsmunasamtaka um meiri aðgerðir. Líklega er eitt þekktasta slíka málið Urgenda málið frá Hollandi. Með dómi Hæstaréttar Hollands frá desember 2019 var staðfest sú niðurstaða tveggja lægri dómstiga að hollenska ríkisstjórnin hefði ekki farið að lögum og brotið skyldur sínar skv. mannréttindasáttmála Evrópu með því að aðhafast ekki nægilega til að ná settum markmiðum eða skuldbindingum Hollands er lutu að samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 25% fyrir 2020. Var þar byggt á tveimur ákvæðum mannréttindasáttmálans, 2. gr. (réttur til lífs) og 8. gr. (friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögfestur á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og í framhaldi af því var mannréttindakafli stjórnarskrár lýðveldisins Íslands endurgerður með lögum 97/1995. Þessi mál sem verða dæmd í dag geta því skipt Íslendinga miklu máli. Eitt málið er mál samtakanna eldri borgarar fyrir verndun loftslagsins (2.500 konur að meðaltali 73 ára gamlar) gegn Sviss. Reyndar hafa fjórar þessara kvenna einnig höfðað mál í eigin nafni. Byggt er á því að skortur á aðgerðum svissneskra stjórnvalda til að vernda loftslagið muni með alvarlegum hætti skaða heilsu kvennanna. Annað mál er höfðað af fyrrverandi bæjarstjóra í frönsku borginni Grande-Synthe vegna athafnaleysis franska ríkisins, sem leiði til aukinna hættu á að borgin fari undir sjó. Árið 2021 hafði franskur dómstóll dæmt í málinu, fallist á kröfu sveitarfélagsins sjálfs en hafnað persónulegri kröfu hans, sem nú er til skoðunar hjá mannréttindadómstólnum. Þriðja málið kemur frá Portúgal, en er einnig gegn öllum ríkjum Evrópusambandsins, Noregi, Sviss, Tyrklandi, Bretlandi og Rússlandi (sem hefur reyndar nú verið vikið úr Evrópuráðinu). Það höfðuðu sex einstaklingar á aldrinum 12 til 24 ára, í framhaldi af eldsvoðum í Portúgal árið 2017. Talsmenn hagsmunasamtaka segja að sigur í einhverju þessara mála myndi fela í sér mikilvægasta skref í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var undirritaður. Á hátíðardögum er sagt að umhverfið þurfi málsvara. Þessi mál, hver sem niðurstaðan verður, draga hins vegar athyglina að því, að það eru réttindi manna sem eru í forgrunni. Jafnvel þó svörtustu spár gangi eftir í loftslagsmálum, þá eru miklu meiri líkur á því að það hafi alvarlegust áhrif á mannkynið frekar en jörðinni eða loftslagið. Sumir myndu líklega segja að það besta sem gæti gerst fyrir jörðina og loftslagið væri að maðurinn sæi sjálfur um að eyða sér. Hvort sem það er með aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum, aðgerðum til að fæða síaukna neysluþörf okkar eða stríðsrekstri. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki ætlað að vernda jörðina eða loftslagið. Verndarandlagið erum við, mannkynið, hvert og eitt okkar sem búum í þeim ríkjum sem mannréttindasáttmáli Evrópu nær til. Jörðin og loftslagið munu ekki aðeins halda áfram að vera til þó okkur takist að eyða hvert öðru, líklega munu þau dafna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun