Óku í hlið bíls til að stöðva ofsaakstur á Akranesi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 08:00 Ofsaaksturinn átti sér stað á Akranesi árið 2022. Vísir/Arnar Ungur karlmaður hlaut á dögunum þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja brota. Annars vegar var hann ákærður fyrir að hrækja á andlit lögreglumanns. Hins vegar var honum gefið að sök að stela bíl og aka honum ansi glæfralega, þangað til lögregla stöðvaði för hans með því að keyra í hlið bílsins. Talsvert ítarlegri lýsingu er að finna á síðara brotinu í ákæru málsins. Ofsaaksturinn átti sér stað þann fjórða maí 2022 á Akranesi. Manninum var gefið að sök að taka bílinn í heimildarleysi og aka henni þrátt fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna og ekki með ökuskírteini. Fram kemur í ákærunni að í blóðsýnapróf hafi leitt í ljós að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Atvikinu er lýst þannig að maðurinn hafi ekið bílnum „án nægilegrar tillitssemi og varúðar” um bílastæði á Akranesi, og þaðan yfir graskannt og inn á annað bílastæði. Þar virðist lögreglan hafa skorist í leikinn, en fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn, og þá hófst eftirför hennar. Þá er maðurinn sagður hafa ekið bílnum að enda bílastæðisins og út af því með því að keyra yfir gangstétt og grasflöt, og síðan út á akbraut. Þaðan keyrði maðurinn á enn eitt bílastæðið og stöðvaði bílinn. Lögregla ætlaði þá að hafa afskipti af honum, en þá ók hann aftur af stað. Þar á eftir stöðvaði lögreglan aksturinn með því að aka í hlið bílsins. Sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu Maðurinn játaði sök. Við ákvörðun refsingar hans var litið til ungs aldurs hans og að hann hafi ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundindóm, og þá er hann sviptur ökuréttindum í ellefu mánuði. Hann hins vegar hafnaði bótakröfu eiganda bílsins, sem hljóðaði upp á 600 þúsund krónur. Hann vildi meina að vísa ætti kröfunni frá dómi þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að valda tjóni á bílnum, og að tjónið á henni væri ekki bein afleiðing af refsiverðri háttsemi sinni. Tjónið varð eftir að lögregla ók í hlið bílsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ábyrgur fyrir tjóninu, þar sem hún stæði í nægjanlegum tengslum með sakarefnið. Hann hefði tekið bílinn í heimildarleysi og lögreglan hefði þvingað hann til að stöðva aksturinn í samræmi um valdheimildir lögreglu um eftirför. „Að mati dómsins bendir allt til þess að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og nauðsynlegar til þess að stöðva aksturinn og tryggja öryggi annarra vegfarenda, eins og atvikum var háttað,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir krafðist eigandi bílsins 600 þúsund króna, en dómurinn féllst einungis á 320 þúsund króna bótagreiðslu. Þá er honum gert að greiða 390 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Akranes Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Talsvert ítarlegri lýsingu er að finna á síðara brotinu í ákæru málsins. Ofsaaksturinn átti sér stað þann fjórða maí 2022 á Akranesi. Manninum var gefið að sök að taka bílinn í heimildarleysi og aka henni þrátt fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna og ekki með ökuskírteini. Fram kemur í ákærunni að í blóðsýnapróf hafi leitt í ljós að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Atvikinu er lýst þannig að maðurinn hafi ekið bílnum „án nægilegrar tillitssemi og varúðar” um bílastæði á Akranesi, og þaðan yfir graskannt og inn á annað bílastæði. Þar virðist lögreglan hafa skorist í leikinn, en fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn, og þá hófst eftirför hennar. Þá er maðurinn sagður hafa ekið bílnum að enda bílastæðisins og út af því með því að keyra yfir gangstétt og grasflöt, og síðan út á akbraut. Þaðan keyrði maðurinn á enn eitt bílastæðið og stöðvaði bílinn. Lögregla ætlaði þá að hafa afskipti af honum, en þá ók hann aftur af stað. Þar á eftir stöðvaði lögreglan aksturinn með því að aka í hlið bílsins. Sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu Maðurinn játaði sök. Við ákvörðun refsingar hans var litið til ungs aldurs hans og að hann hafi ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundindóm, og þá er hann sviptur ökuréttindum í ellefu mánuði. Hann hins vegar hafnaði bótakröfu eiganda bílsins, sem hljóðaði upp á 600 þúsund krónur. Hann vildi meina að vísa ætti kröfunni frá dómi þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að valda tjóni á bílnum, og að tjónið á henni væri ekki bein afleiðing af refsiverðri háttsemi sinni. Tjónið varð eftir að lögregla ók í hlið bílsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ábyrgur fyrir tjóninu, þar sem hún stæði í nægjanlegum tengslum með sakarefnið. Hann hefði tekið bílinn í heimildarleysi og lögreglan hefði þvingað hann til að stöðva aksturinn í samræmi um valdheimildir lögreglu um eftirför. „Að mati dómsins bendir allt til þess að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og nauðsynlegar til þess að stöðva aksturinn og tryggja öryggi annarra vegfarenda, eins og atvikum var háttað,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir krafðist eigandi bílsins 600 þúsund króna, en dómurinn féllst einungis á 320 þúsund króna bótagreiðslu. Þá er honum gert að greiða 390 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Akranes Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira