Mótmælt við Bessastaði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 20:21 Þrír voru handteknir. Aðsend Nokkur fjöldi fólks kom saman við afleggjarann að Bessastöðum til að mótmæla nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ríkisráðsfundur hófst upp úr klukkan sjö í kvöld og tók Bjarni formlega við embætti forsætisráðherra. Mótmælin fara fram við afleggjarann þar sem lögregla hleypti mótmælendum ekki nær. Búið var að girða afleggjarann að Bessastöðum og minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi. Mótmælin eru á vegum Roða, félagi ungra sósíalista sem er ungliðahreyfing Sósíalistaflokksins. Í mótmælaboðinu kemur fram að ungir sósíalistar telji „óásættanlegt að maður sem hefur margsinnis selt ríkiseignir til ættingja og vina langt undir markaðsverði verði forsætisráðherra,“ og er þar meðal annars væntanlega átt við Íslandsbankamálið svokallaða sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. „Bjarni nýtti sér innherjaupplýsingar sem þingmaður til þess að koma sér og ættingjum sínum úr Glitni fyrir hrunið og var svo sett bann á umfjöllun Stundarinnar um málið, korteri fyrir kosningar. Bjarni hefur gerst samsekur um þjóðarmorð með því að mótmæla því ekki og að skera á fjárveitingar til UNRWA, sat hjá í kosningu Sameinuðu þjóðanna um málið og í báðum málum ákvað hann þetta einn, ekki í okkar nafni!“ kemur fram í fundarboði Roða. „Bjarni hefur espað upp útlendingaandúð til þess að færa athygli frá sinni eigin vanhæfni og gerta alvarlega aðför að réttindum fólks,“ kemur einnig fram. Heyra mátti mótmælendur kyrja „Kosningar strax!“ og „Vanhæf ríkisstjórn!“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Garðabær Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Mótmælin fara fram við afleggjarann þar sem lögregla hleypti mótmælendum ekki nær. Búið var að girða afleggjarann að Bessastöðum og minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi. Mótmælin eru á vegum Roða, félagi ungra sósíalista sem er ungliðahreyfing Sósíalistaflokksins. Í mótmælaboðinu kemur fram að ungir sósíalistar telji „óásættanlegt að maður sem hefur margsinnis selt ríkiseignir til ættingja og vina langt undir markaðsverði verði forsætisráðherra,“ og er þar meðal annars væntanlega átt við Íslandsbankamálið svokallaða sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. „Bjarni nýtti sér innherjaupplýsingar sem þingmaður til þess að koma sér og ættingjum sínum úr Glitni fyrir hrunið og var svo sett bann á umfjöllun Stundarinnar um málið, korteri fyrir kosningar. Bjarni hefur gerst samsekur um þjóðarmorð með því að mótmæla því ekki og að skera á fjárveitingar til UNRWA, sat hjá í kosningu Sameinuðu þjóðanna um málið og í báðum málum ákvað hann þetta einn, ekki í okkar nafni!“ kemur fram í fundarboði Roða. „Bjarni hefur espað upp útlendingaandúð til þess að færa athygli frá sinni eigin vanhæfni og gerta alvarlega aðför að réttindum fólks,“ kemur einnig fram. Heyra mátti mótmælendur kyrja „Kosningar strax!“ og „Vanhæf ríkisstjórn!“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Garðabær Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32
Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20