Yrði „algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. apríl 2024 06:29 Vilhjálmur hefur verið mjög gagnrýninn á stjórnvöld vegna hvalveiðanna. Vísir/Einar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það myndu verða algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn ef það kæmi í ljós að þeir hefðu ekki tryggt það í viðræðum síðustu daga að hvalveiðar verði leyfðar að nýju. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið, þar sem haft er eftir honum að hann hafi þungar áhyggjur af því að nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, muni hafa sömu afstöðu og forveri hennar, Svandís Svavarsdóttir, til veiðanna og hafna umleitan Hvals um heimild til veiða. „Það liggur fyrir samkvæmt mínum upplýsingum að Hvalur hf. skilaði inn erindi til matvælaráðuneytisins í janúar. Það tók ráðuneytið einn og hálfan mánuð að svara því og þar var óskað eftir útskýringum og öðru slíku. Hvalur svaraði því fyrir páska og hefur ekkert svar fengið um það hvort veiðar verði heimilaðar í sumar eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segist ekki trúa öðru en að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, sem hafi haft „mjög hátt“ þegar Svandís frestaði veiðum og lýst stuðningi sínum við hvalveiðar, hafi tryggt í nýjum málefnasamningi að veiðarnar yrðu heimilaðar. „Ef ekki þá yrði það algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn. Algjör,“ segir Vilhjálmur. Haft er eftir Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að hann trúi ekki öðru en að nýr matvælaráðherra heimili veiðarnar en Bjarkey vildi ekki tjá sig um málið í gær að öðru leyti en að hún ætti eftir að taka formlega við matvælaráðuneytinu og funda með starfsfólki þess. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið, þar sem haft er eftir honum að hann hafi þungar áhyggjur af því að nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, muni hafa sömu afstöðu og forveri hennar, Svandís Svavarsdóttir, til veiðanna og hafna umleitan Hvals um heimild til veiða. „Það liggur fyrir samkvæmt mínum upplýsingum að Hvalur hf. skilaði inn erindi til matvælaráðuneytisins í janúar. Það tók ráðuneytið einn og hálfan mánuð að svara því og þar var óskað eftir útskýringum og öðru slíku. Hvalur svaraði því fyrir páska og hefur ekkert svar fengið um það hvort veiðar verði heimilaðar í sumar eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segist ekki trúa öðru en að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, sem hafi haft „mjög hátt“ þegar Svandís frestaði veiðum og lýst stuðningi sínum við hvalveiðar, hafi tryggt í nýjum málefnasamningi að veiðarnar yrðu heimilaðar. „Ef ekki þá yrði það algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn. Algjör,“ segir Vilhjálmur. Haft er eftir Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að hann trúi ekki öðru en að nýr matvælaráðherra heimili veiðarnar en Bjarkey vildi ekki tjá sig um málið í gær að öðru leyti en að hún ætti eftir að taka formlega við matvælaráðuneytinu og funda með starfsfólki þess.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira