Átti Arsenal að fá víti? „Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir“ Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 08:00 Bukayo Saka vildi fá vítaspyrnu þegar hann taldi Manuel Neuer brjóta á sér, en dómari leiksins ákvað að dæma ekkert. Getty/Stuart MacFarlane Afar umdeilt atvik varð í lok leiks Arsenal og Bayern München í Meistararadeild Evrópu í gærkvöld en deilt er um hvort dæma hefði átt vítaspyrnu á Manuel Neuer, markvörð Bayern. Liðin skildu jöfn, 2-2, og því mikil spenna fyrir seinni leiknum í Þýskalandi eftir viku, þegar það ræðst hvort liðanna kemst í undanúrslit keppninnar. Arsenal hefði getað tekið með sér forskot í seinni leikinn ef Bukayo Saka hefði fengið víti í lok leiks í gær. Rætt var um málið í Meistaradeildarmörkunum og virtist Arnar Gunnlaugsson hallast að því að ekki bæri að dæma víti, líkt og niðurstaðan varð, en Ólafur Kristjánsson sagði þetta aðeins spurningu um með hvoru liðinu menn héldu. Klippa: Umræða um vítið sem Arsenal vildi fá „Bara til að halda því til haga þá hélt ég með Arsenal í þessum leik og vildi óska þess að þetta væri víti, en þetta móment þegar hann stekkur á hann með hægri löppina…“ sagði Arnar og vildi þannig meina að Saka hefði sjálfur sótt snertingu við Neuer. Arnar: Pottþétt víti áður en VAR kom „En setur ekki Neuer hægri fótinn út?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason sem stýrði þættinum og Ólafur svaraði: „Við getum þrasað um þetta. Þetta snýst um með hverjum þú heldur. Neuer stoppar, Saka sækir snertinguna. Ef þú ert Arsenal-maður finnst þér þetta púra víti. Ef þú ert Bayern-maður finnst þér hann vera að fiska þetta. Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir, og sóknarmaðurinn segir meira að segja að þetta sé ekki víti,“ og átti þá við fyrrverandi sóknarmanninn Arnar sem svaraði: „Ég myndi vel skilja ef þetta væri víti. Eftir að hafa skoðað þessar hægu endursýningar og svona þá finnst mér Saka mjög „clever“ en ég held að VAR hafi „overridað“ þetta með sínum hægu, hægu endursýningum. Ef þetta væri venjulegur leikur, áður en VAR kom til sögunnar, þá væri þetta púra víti, ekkert flóknara en það.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Liðin skildu jöfn, 2-2, og því mikil spenna fyrir seinni leiknum í Þýskalandi eftir viku, þegar það ræðst hvort liðanna kemst í undanúrslit keppninnar. Arsenal hefði getað tekið með sér forskot í seinni leikinn ef Bukayo Saka hefði fengið víti í lok leiks í gær. Rætt var um málið í Meistaradeildarmörkunum og virtist Arnar Gunnlaugsson hallast að því að ekki bæri að dæma víti, líkt og niðurstaðan varð, en Ólafur Kristjánsson sagði þetta aðeins spurningu um með hvoru liðinu menn héldu. Klippa: Umræða um vítið sem Arsenal vildi fá „Bara til að halda því til haga þá hélt ég með Arsenal í þessum leik og vildi óska þess að þetta væri víti, en þetta móment þegar hann stekkur á hann með hægri löppina…“ sagði Arnar og vildi þannig meina að Saka hefði sjálfur sótt snertingu við Neuer. Arnar: Pottþétt víti áður en VAR kom „En setur ekki Neuer hægri fótinn út?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason sem stýrði þættinum og Ólafur svaraði: „Við getum þrasað um þetta. Þetta snýst um með hverjum þú heldur. Neuer stoppar, Saka sækir snertinguna. Ef þú ert Arsenal-maður finnst þér þetta púra víti. Ef þú ert Bayern-maður finnst þér hann vera að fiska þetta. Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir, og sóknarmaðurinn segir meira að segja að þetta sé ekki víti,“ og átti þá við fyrrverandi sóknarmanninn Arnar sem svaraði: „Ég myndi vel skilja ef þetta væri víti. Eftir að hafa skoðað þessar hægu endursýningar og svona þá finnst mér Saka mjög „clever“ en ég held að VAR hafi „overridað“ þetta með sínum hægu, hægu endursýningum. Ef þetta væri venjulegur leikur, áður en VAR kom til sögunnar, þá væri þetta púra víti, ekkert flóknara en það.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01
Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00