Þetta er í fyrsta sinn sem foreldrar unglinga sem fremja slíka glæpi eru látnir svara til saka í Bandaríkjunum en slíkar skotárásir, sérstaklega í skólum hafa verið algengar í landinu síðustu ár. Ethan Crumbley var fimmtán ára gamall þegar hann skaut fjóra skólafélaga sína til bana og særði sjö aðra. Hann notaði hálfsjálfvirka skammbyssu við verknaðinn sem foreldrar hans höfðu keypt fyrir hann. Hann situr nú í fangelsi til lífsstíðar.
Foreldrarnir voru sökuð um að hafa ekki gætt að geðheilsu drengsins sem hafi augljóslega versnað án þess að þau kæmu honum undir læknishendur og fyrir að gefa honum skambyssuna.
Verjendur bentu á að ekkert bendi til að foreldrarnir hafi vitað um fyrirætlanir Ethans, en kviðdómur fann þau engu að síður sek um aðild að málinu.