Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 10:18 Sigurður Ingi sagði erfitt að yfirgefa ráðuneytið og að væri honum kært. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. Sigurður Ingi sagði áður en hann afhenti lyklana að það sé gaman að fá Svandísi í ráðuneytið. Það sé trega blandið að yfirgefa ráðuneytið og verkefnin sem þar eru en hann hafi ekki áhyggjur því góð manneskja taki við. Sigurður Ingi grínaðist með það að skrifborðið væri autt en sagði verkefnunum langt því frá lokið. Þau séu mörg og starfsfólkið afar öflugt og gott. Sigurður Ingi segir starfið sér kært en að starfsmannakortið fari í góðar hendur. Svandís þakkaði fyrir sig. Hún segir ríkisstjórnina orðna sjóaða og þau orðin vön á því að skiptast á verkefnum. Hún muni treysta á leiðsögn Sigurðar Inga og samstarfi við hann í nýju ráðuneyti. Hún hlakkar til að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið í ráðuneytinu og að kynnast starfsfólkinu. Svandís segist starfa eftir sama stjórnarsáttmála og Sigurður Ingi. Því verði ekki áherslubreyting í ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Hún ræddi stuttlega við blaðamann að lyklaskiptunum loknum. Hún segir samgöngumálin mikilvæg og að hún horfi á þau sem stórt umhverfismál. Þá nefndi hún einnig sveitarstjórnarmálin og að hún hafi reynslu sjálf af borgarmálum sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Húsnæðismálin séu einnig stórt mál í nýju ráðuneyti. Spurð um áherslubreytingu segir hún þau bæði starfa eftir sama stjórnarsáttmálanum en að það sé auðvitað ný ásýnd með nýjum ráðherra. Hún segir ekki breytingu á verkefnalistanum. Það sé mikilvægt að samgöngusáttmálinn til dæmis sé í forgrunni og deilir afstöðu fyrrverandi ráðherra í því að koma á fót Borgarlínu. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Sigurður Ingi sagði áður en hann afhenti lyklana að það sé gaman að fá Svandísi í ráðuneytið. Það sé trega blandið að yfirgefa ráðuneytið og verkefnin sem þar eru en hann hafi ekki áhyggjur því góð manneskja taki við. Sigurður Ingi grínaðist með það að skrifborðið væri autt en sagði verkefnunum langt því frá lokið. Þau séu mörg og starfsfólkið afar öflugt og gott. Sigurður Ingi segir starfið sér kært en að starfsmannakortið fari í góðar hendur. Svandís þakkaði fyrir sig. Hún segir ríkisstjórnina orðna sjóaða og þau orðin vön á því að skiptast á verkefnum. Hún muni treysta á leiðsögn Sigurðar Inga og samstarfi við hann í nýju ráðuneyti. Hún hlakkar til að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið í ráðuneytinu og að kynnast starfsfólkinu. Svandís segist starfa eftir sama stjórnarsáttmála og Sigurður Ingi. Því verði ekki áherslubreyting í ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Hún ræddi stuttlega við blaðamann að lyklaskiptunum loknum. Hún segir samgöngumálin mikilvæg og að hún horfi á þau sem stórt umhverfismál. Þá nefndi hún einnig sveitarstjórnarmálin og að hún hafi reynslu sjálf af borgarmálum sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Húsnæðismálin séu einnig stórt mál í nýju ráðuneyti. Spurð um áherslubreytingu segir hún þau bæði starfa eftir sama stjórnarsáttmálanum en að það sé auðvitað ný ásýnd með nýjum ráðherra. Hún segir ekki breytingu á verkefnalistanum. Það sé mikilvægt að samgöngusáttmálinn til dæmis sé í forgrunni og deilir afstöðu fyrrverandi ráðherra í því að koma á fót Borgarlínu.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03