„Loksins gleðitíðindi á þessum dimma degi. Til hamingju!“ Magnús Guðmundsson rithöfundur er fyrstur til að óska Guðmundi Andra til hamingju og fer þar fyrir fríðum flokki.
Sjálfur segir Guðmundur Andri frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi brugðið sér í kaupstaðaferð sem endaði á Bræðraborgarstígnum þar sem Forlagið er til húsa. Þar hitti Guðmundur Andri Hólmfríði og annað gamalt og gott samstarfsfólk.
„Skrifaði þar undir útgáfusamning um skáldverk í haust … Þá er bara að bretta upp ermar og rifja upp gamlar gangtegundir.“
Á ljósmyndinni af útgáfusamningnum má meðal annars sjá að titill verksins er Feðraveldið, sem hlýtur að mega teljast forvitnilegur. Áætlaður útgáfudagur er í október 2024 og er lágmarks eintakafjöldi prentaður 1000 stykki. Fyrirframgeiðsla sem Guðmundur Andri þiggur er 100 þúsund krónur og er áætlað heildsöluverð verksins 3.200 krónur.