Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 15:24 Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálstjóri Trump veldisins, afþakkaði að tjá sig áður en dómari ákvað refsingu hans í New York í dag. AP/Yuki Iwamura Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. Meinsærið framdi Weisselberg í skýrslutökum og fyrir dómi í fjársvikamáli dómsmálaráðherra New York-ríkis gegn Trump. Fyrrverandi forsetinn var fundinn sekur um að hafa hagrætt verðmati á eignum sínum til þess að komast undan skatti og tryggja sér hagstæðari lánskjör. Trump var dæmdur til að greiða á fimmta hundrað milljónir dollara í sekt en Weisselberg eina milljón dollara. Weisselberg, sem er 76 ára gamall, játaði að hafa logið þegar hann sagðist vita lítið um hvernig það bar til að þakíbúð Trump var sögð þrefalt stærri en hún er í raun og veru og verðmetin í samræmi við það. Hann er nú á leið í fangelsi í annað skipti en hann afplánaði hundrað daga í alræmdu fangelsi á Rikers-eyju fyrir skattsvik sem tengdust ýmis konar sporslum sem hann fékk frá Trump-fyrirtækinu. AP-fréttastofan segir að dómsmálin tvö sýni hollustu Weisselberg við Trump sem hann vann fyrir í um fimmtíu ár. Fyrirtækið greiddi honum tvær milljónir dollara í starfslokagreiðslu þegar hann hætti vegna skattsvikamálsins og greiðir enn lögfræðikostnað hans. Þegar Weisselberg bar vitni í fjársvikamáli Trump ítrekaði hann að yfirmaður sinn hefði ekki framið neina alvarlega glæpi. Í skattsvikamálinu hélt fyrrverandi fjármálastjórinn því fram að Trump hefði ekki átt neinn þátt í að háttsettir stjórnendur Trump-fyrirtækisins fengju ókeypis bíla, íbúðir og annan lúxus án þess að það væri gefið upp til skatts yfir fimmtán ára tímabil. Sagður hafa átt þátt í ólöglegum greiðslum til klámstjörnu Ekki er ljóst hvort að Weisselberg verði á meðal vitna þegar sakamál á hendur Trump vegna þagnargreiðslu til fyrrverandi klámstjörnu þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar 2016 stóð sem hæst verður tekið fyrir í New York á mánudag, að sögn Washington Post. Samkomulag sem Weisselberg gerði við saksóknara um að hann játaði á sig meinsæri felur ekki í sér að hann skuldbindi sig til þess að bera vitni í þagnargreiðslumálinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, heldur því fram að Weisselberg hafi átt þátt í að skipuleggja greiðslu fyrir þagnmælsku Stephanie Clifford, sem er betur þekkt sem Stormy Daniels, sem Trump er ákærður fyrir að hylma yfir ólöglega. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Meinsærið framdi Weisselberg í skýrslutökum og fyrir dómi í fjársvikamáli dómsmálaráðherra New York-ríkis gegn Trump. Fyrrverandi forsetinn var fundinn sekur um að hafa hagrætt verðmati á eignum sínum til þess að komast undan skatti og tryggja sér hagstæðari lánskjör. Trump var dæmdur til að greiða á fimmta hundrað milljónir dollara í sekt en Weisselberg eina milljón dollara. Weisselberg, sem er 76 ára gamall, játaði að hafa logið þegar hann sagðist vita lítið um hvernig það bar til að þakíbúð Trump var sögð þrefalt stærri en hún er í raun og veru og verðmetin í samræmi við það. Hann er nú á leið í fangelsi í annað skipti en hann afplánaði hundrað daga í alræmdu fangelsi á Rikers-eyju fyrir skattsvik sem tengdust ýmis konar sporslum sem hann fékk frá Trump-fyrirtækinu. AP-fréttastofan segir að dómsmálin tvö sýni hollustu Weisselberg við Trump sem hann vann fyrir í um fimmtíu ár. Fyrirtækið greiddi honum tvær milljónir dollara í starfslokagreiðslu þegar hann hætti vegna skattsvikamálsins og greiðir enn lögfræðikostnað hans. Þegar Weisselberg bar vitni í fjársvikamáli Trump ítrekaði hann að yfirmaður sinn hefði ekki framið neina alvarlega glæpi. Í skattsvikamálinu hélt fyrrverandi fjármálastjórinn því fram að Trump hefði ekki átt neinn þátt í að háttsettir stjórnendur Trump-fyrirtækisins fengju ókeypis bíla, íbúðir og annan lúxus án þess að það væri gefið upp til skatts yfir fimmtán ára tímabil. Sagður hafa átt þátt í ólöglegum greiðslum til klámstjörnu Ekki er ljóst hvort að Weisselberg verði á meðal vitna þegar sakamál á hendur Trump vegna þagnargreiðslu til fyrrverandi klámstjörnu þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar 2016 stóð sem hæst verður tekið fyrir í New York á mánudag, að sögn Washington Post. Samkomulag sem Weisselberg gerði við saksóknara um að hann játaði á sig meinsæri felur ekki í sér að hann skuldbindi sig til þess að bera vitni í þagnargreiðslumálinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, heldur því fram að Weisselberg hafi átt þátt í að skipuleggja greiðslu fyrir þagnmælsku Stephanie Clifford, sem er betur þekkt sem Stormy Daniels, sem Trump er ákærður fyrir að hylma yfir ólöglega.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25
Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58
Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17