Í tilkynningu frá Veitum segir að vegna bilunar sé heitavatnslaust í hluta hverfisins og er fólki bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatn kemst á að nýju. Þá er húseigendum bent á að huga að innanhúskerfum.
Eins og sjá á á meðfylgjandi mynd sem vegfarandi sendi fréttastofu má sjá myndarlegan gufustrók frá Vesturlandsveginum sem er væntanleg orsök heitavatnsleysisins.
„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir að lokum.