Veður

Hvöss austan­átt syðst á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður núll til átta stig að deginum og mildast við suðurströndina.
Hiti verður núll til átta stig að deginum og mildast við suðurströndina. Vísir/Vilhelm

Gert er ráð fyrir hvassri austanátt syðst á landinu í dag , en talsvert hægari vindi annars staðar. Einnig verður úrkoma um mest allt land, snjókoma fyrir norðan en rigning eða slydda sunnan heiða.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að síðdegis verði lægðarmiðjan yfir sunnanverðu landinu og fari svo til austurs. Hiti verður núll til átta stig að deginum, mildast við suðurströndina.

„Það dregur úr vindi og úrkomu víðast hvar, en norðvestantil gengur í hvassa norðaustanátt með áframhaldandi ofankomu.

Á morgun, föstudag er svo útlit fyrir norðan kalda eða strekking með snjókomu á köflum, en suðvestanlands verður þurrt að kalla og sunnantil verður víða frostlaust að deginum.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðan 8-15 m/s. Snjókoma með köflum um landið norðanvert, dálítil slydda á Suðausturlandi, en úrkomulítið suðvestantil. Vægt frost, en hiti að 6 stigum sunnanlands yfir daginn.

Á laugardag: Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en líkur á éljum sunnantil. Frost 0 til 10 stig.

Á sunnudag: Gengur í austan og norðaustan 8-15. Dálítil snjókoma eða slydda, en lengst af þurrt á Norðurlandi. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust syðst yfir daginn.

Á mánudag: Norðlæg átt og sums staðar snjókoma, síst austanlands. Frost 0 til 7 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt með dálitlum éljum, en þurrt sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×