Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Lovísa Arnardóttir skrifar 11. apríl 2024 13:11 Ford er spenntur að koma til landsins. Aðsend Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. Jóhannes LaFontaine er maðurinn á bakvið UNME klúbbakvöldin og kemur einnig sjálfur fram þann 4. maí. „Ryan er mjög spenntur að koma. Hann hefur aldrei komið til Íslands áður og getur ekki beðið. Ég lofa heljarinnar partý,“ segir Jóhannes og að sérstaklega geti gestir undirbúið sig fyrir gott teknópartý. Hann segir Ford dvelja á landinu í þrjá daga eftir giggið og það verði gaman að sýna honum landið. „Það verður stuð að kíkja með hann út á land og sýna honum muninn á íslensku lömbunum og þeim þýsku sem hann er vanur að sjá,“ segir Jóhannes léttur. Ford hefur síðustu ár gert það gott í neðanjarðarraftónlistarheiminum. Hann hefur gefið út nokkrar plötur þar á meðal hjá Trip sem er í einu Ninu Kraviz og hjá Clone Basement Series. Jóhannes telur fólk eiga von á góðu kvöldi þann 4. maí. Aðsend „Það er í eigu einnar virtustu plötubúðar Hollands undir sama nafni. Nú síðast gaf hann svo út aðra plötu á sínu eigin plötufyrirtæki PLUR. Hann var líka valinn til að vera „resident“ plötusnúður Tresor árið 2024,“ segir Jóhannes og að það sé fyrsti teknóklúbbur Berlínarborgar og einn sá virtasti um allan heim. Auk þeirra Ford og Lafontaine koma fram þann 4. maí listamennirnir Tæson, Tatjana og DJ_Gulli_DJ úr hljómasveitinni Ex.girls. „Ég uppgötvaði Ryan James Ford í faraldrinum þegar hann gaf út smáskífuna Six Stair EP sem vakti mikla lukku hjá mér. Árið 2022 heyrði ég svo lagið hans Intro to Life Drawing sem er eitt af mínum uppáhaldslögum enn þann dag í dag,“ segir Tatjana. Tatjana hefur hlustað af aðdáun á Ford síðan í heimsfaraldri Covid. Aðsend Hún segir að áhugi hennar á tónlist Ford hafi vakið löngun til að kynnast manninum sjálfum betur. „Ég hef fylgt honum á samfélagsmiðlum síðan þá. Hann býr yfir breiðum katalóg og er ekki bara einhver leiðinlegur teknó gaur eins og breiðskífa hans Exshaw ber vitni um. Það er því bara gjörsamlega stórkostlegt að fá að sjá hann spila, enda ekki oft sem við Íslendingar fáum slíka snillinga til landsins.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00 Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Jóhannes LaFontaine er maðurinn á bakvið UNME klúbbakvöldin og kemur einnig sjálfur fram þann 4. maí. „Ryan er mjög spenntur að koma. Hann hefur aldrei komið til Íslands áður og getur ekki beðið. Ég lofa heljarinnar partý,“ segir Jóhannes og að sérstaklega geti gestir undirbúið sig fyrir gott teknópartý. Hann segir Ford dvelja á landinu í þrjá daga eftir giggið og það verði gaman að sýna honum landið. „Það verður stuð að kíkja með hann út á land og sýna honum muninn á íslensku lömbunum og þeim þýsku sem hann er vanur að sjá,“ segir Jóhannes léttur. Ford hefur síðustu ár gert það gott í neðanjarðarraftónlistarheiminum. Hann hefur gefið út nokkrar plötur þar á meðal hjá Trip sem er í einu Ninu Kraviz og hjá Clone Basement Series. Jóhannes telur fólk eiga von á góðu kvöldi þann 4. maí. Aðsend „Það er í eigu einnar virtustu plötubúðar Hollands undir sama nafni. Nú síðast gaf hann svo út aðra plötu á sínu eigin plötufyrirtæki PLUR. Hann var líka valinn til að vera „resident“ plötusnúður Tresor árið 2024,“ segir Jóhannes og að það sé fyrsti teknóklúbbur Berlínarborgar og einn sá virtasti um allan heim. Auk þeirra Ford og Lafontaine koma fram þann 4. maí listamennirnir Tæson, Tatjana og DJ_Gulli_DJ úr hljómasveitinni Ex.girls. „Ég uppgötvaði Ryan James Ford í faraldrinum þegar hann gaf út smáskífuna Six Stair EP sem vakti mikla lukku hjá mér. Árið 2022 heyrði ég svo lagið hans Intro to Life Drawing sem er eitt af mínum uppáhaldslögum enn þann dag í dag,“ segir Tatjana. Tatjana hefur hlustað af aðdáun á Ford síðan í heimsfaraldri Covid. Aðsend Hún segir að áhugi hennar á tónlist Ford hafi vakið löngun til að kynnast manninum sjálfum betur. „Ég hef fylgt honum á samfélagsmiðlum síðan þá. Hann býr yfir breiðum katalóg og er ekki bara einhver leiðinlegur teknó gaur eins og breiðskífa hans Exshaw ber vitni um. Það er því bara gjörsamlega stórkostlegt að fá að sjá hann spila, enda ekki oft sem við Íslendingar fáum slíka snillinga til landsins.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00 Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. 9. apríl 2024 08:00
Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. 14. febrúar 2024 13:31