Fyrsta myndefnið úr kvikmyndinni er frumsýnt á Vísi og má horfa á hér fyrir neðan. Kvikmyndin segir sögu Kristófers, eldri manns sem stendur á tímamótum og leitar svara við áleitnum spurningum úr fortíð sinni. Hvað varð um stúlkuna sem hvarf sporlaust úr lífi hans fimmtíu árum áður?
Sagan teygir sig víða um heim og ferðalag Kristófer ber hann þvert yfir hnöttinn. Á leið sinni rifjar hann upp sælar minningar frá sumrinu sínu í London 1969. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið sem Kristófer.
Focus Features og Universal hafa tryggt sér sýningarréttinn á heimsvísu. Myndin er heimsfrumsýnd á Íslandi 29. maí en svo verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí næstkomandi og í framhaldinu um allan heim.