Heimilislæknar boða einhliða aðgerðir verði skriffinnskan ekki afnumin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2024 19:17 Gunnar Þór Geirsson, heimilislæknir, segir mikla bið eftir tíma hjá heimilislæknum stafa af því að læknar hafa minni tíma til að taka á móti sjúklingum vegna skriffinsku sem stjórnsýslan hafi komið yfir á lækna og sé oft óþarfi. vísir/einar árnason Heimilislæknar ætla að beita einhliða aðgerðum ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um afnám skriffinnsku sem þeir telja óþarfa. Stór hluti af vinnudegi þeirra fari í pappírsvinnu sem valdi því að löng bið er eftir tíma hjá heimilislækni. Þá er meira en helmingur heimilislækna við kulnunarmörk. Bið eftir tímum hjá heimilislæknum er töluverð og sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Þegar fréttamaður reyndi að panta tíma á dögunum var honum svarað á þann veg að enginn læknir væri laus næstu fjórar vikurnar og því ekki hægt að bóka tíma. Gunnar Þór Geirsson, heimilislæknir segir stöðuna skýrast að miklu leyti af því að stjórnsýslan hafi komið mörgum verkefnum yfir á heimilislækna sem tengist þeirra störfum ekki beint. „Og þá er ég að tala helst um mikla skriffinnsku og vottorðaskrif sem búið er að koma yfir á okkur. Oftast án þess að við höfum verið neitt með í ráðum.“ Sem valdi því að heimilislæknar hafi mun minni tíma til að hitta skjólstæðinga enda fari stór hluti dagsins í pappírsvinnu. Gunnar segir óþarfi að heimilislæknar komi að tilvísunum til fagstétta á borð við talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Þá er það krafa heimilislækna að tilvísunarskylda til barnalækna verði lögð niður, en í dag þurfa foreldra tilvísun frá heimilislækni til að fá niðurgreiðslu á þjónustu barnalækna. „Stór hluti þessara tilvísana hefur verið án þess að við höfum nokkuð komið að málum, jafnvel ekki hitt börnin þannig við höfum metið það sem svo að það sé algjör óþarfi fyrir okkur að gera þessar tilvísanir.“ Gunnar segir eðlilegt að heimilislæknar sinni skriffinnsku upp að ákveðnu marki í vissum málum og þegar þeir hafa hitt viðkomandi sjúkling. Vandinn snúi að ógrynni tilvísana og vottorða í málum sem þeir hafi litla sem enga aðkomu að.vísir/einar árnason Slæm nýting á starfskrafti Það sé sóun að heimilislæknar séu látnir sinna öðrum verkefnum ein þeim sem þeir menntuðu sig í tólf ár til að sinna. „Ég myndi telja að það sé ekki góð nýting á okkar starfskröftum.“ Í nýlegri könnun sem framkvæmd var af Félagi heimilislækna kemur fram að meira en helmingur heimilislækna sé við kulnunarmörk vegna mikillar skriffinnsku. „Og líka það að læknar upplifðu að þeir hefðu ekki stjórn á þessum verkefnum.“ Boða aðgerðir Félag heimilislækna hefur ítrekað á síðustu árum bent heilbrigðisyfirvöldum á stöðuna án mikilla undirtekta. Í byrjun árs ákvað félagið að beina þeim tilmælum til félagsmanna að hætta einhliða að gera tilvísanir til barnalækna. Í kjölfar þeirra hafi ráðherra boðað félagið á fund og tekið við tillögum stjórnarmanna sem Gunnar vonast til að leiði til breytinga. „Ef það verður engin breyting þá mun það leiða til fleiri einhliða aðgerða af okkar hálfu.“ Eins og hvað? „Þá munum við hætta að gera ákveðin vottorð og skriffinnsku.“ Sem muni valda óþægindum fyrir sjúklinga til skemmri tíma en Gunnar bindur vonir við að til lengri tíma leiði þær til þess að aðgengi sjúklinga að heimilislæknum verði meira. Hér á landi er hver og einn heimilislæknir með fleiri sjúklinga en á Norðurlöndunum. Gunnar segir því enn mikilvægara að starfskraftar lækna séu nýttir vel.grafík/sara Dæmi séu um að læknar flýi af heilsugæslunni og yfir á bráðamóttökuna vegna álags. Álag á heimilislækna er meira hér en á Norðurlöndunum enda gert ráð fyrir að hver og einn læknir á Íslandi sinni fleiri sjúklingum en þar. „Í því ljósi er enn mikilvægara að við nýtum okkar lækna á sem besta máta.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Bið eftir tímum hjá heimilislæknum er töluverð og sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Þegar fréttamaður reyndi að panta tíma á dögunum var honum svarað á þann veg að enginn læknir væri laus næstu fjórar vikurnar og því ekki hægt að bóka tíma. Gunnar Þór Geirsson, heimilislæknir segir stöðuna skýrast að miklu leyti af því að stjórnsýslan hafi komið mörgum verkefnum yfir á heimilislækna sem tengist þeirra störfum ekki beint. „Og þá er ég að tala helst um mikla skriffinnsku og vottorðaskrif sem búið er að koma yfir á okkur. Oftast án þess að við höfum verið neitt með í ráðum.“ Sem valdi því að heimilislæknar hafi mun minni tíma til að hitta skjólstæðinga enda fari stór hluti dagsins í pappírsvinnu. Gunnar segir óþarfi að heimilislæknar komi að tilvísunum til fagstétta á borð við talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Þá er það krafa heimilislækna að tilvísunarskylda til barnalækna verði lögð niður, en í dag þurfa foreldra tilvísun frá heimilislækni til að fá niðurgreiðslu á þjónustu barnalækna. „Stór hluti þessara tilvísana hefur verið án þess að við höfum nokkuð komið að málum, jafnvel ekki hitt börnin þannig við höfum metið það sem svo að það sé algjör óþarfi fyrir okkur að gera þessar tilvísanir.“ Gunnar segir eðlilegt að heimilislæknar sinni skriffinnsku upp að ákveðnu marki í vissum málum og þegar þeir hafa hitt viðkomandi sjúkling. Vandinn snúi að ógrynni tilvísana og vottorða í málum sem þeir hafi litla sem enga aðkomu að.vísir/einar árnason Slæm nýting á starfskrafti Það sé sóun að heimilislæknar séu látnir sinna öðrum verkefnum ein þeim sem þeir menntuðu sig í tólf ár til að sinna. „Ég myndi telja að það sé ekki góð nýting á okkar starfskröftum.“ Í nýlegri könnun sem framkvæmd var af Félagi heimilislækna kemur fram að meira en helmingur heimilislækna sé við kulnunarmörk vegna mikillar skriffinnsku. „Og líka það að læknar upplifðu að þeir hefðu ekki stjórn á þessum verkefnum.“ Boða aðgerðir Félag heimilislækna hefur ítrekað á síðustu árum bent heilbrigðisyfirvöldum á stöðuna án mikilla undirtekta. Í byrjun árs ákvað félagið að beina þeim tilmælum til félagsmanna að hætta einhliða að gera tilvísanir til barnalækna. Í kjölfar þeirra hafi ráðherra boðað félagið á fund og tekið við tillögum stjórnarmanna sem Gunnar vonast til að leiði til breytinga. „Ef það verður engin breyting þá mun það leiða til fleiri einhliða aðgerða af okkar hálfu.“ Eins og hvað? „Þá munum við hætta að gera ákveðin vottorð og skriffinnsku.“ Sem muni valda óþægindum fyrir sjúklinga til skemmri tíma en Gunnar bindur vonir við að til lengri tíma leiði þær til þess að aðgengi sjúklinga að heimilislæknum verði meira. Hér á landi er hver og einn heimilislæknir með fleiri sjúklinga en á Norðurlöndunum. Gunnar segir því enn mikilvægara að starfskraftar lækna séu nýttir vel.grafík/sara Dæmi séu um að læknar flýi af heilsugæslunni og yfir á bráðamóttökuna vegna álags. Álag á heimilislækna er meira hér en á Norðurlöndunum enda gert ráð fyrir að hver og einn læknir á Íslandi sinni fleiri sjúklingum en þar. „Í því ljósi er enn mikilvægara að við nýtum okkar lækna á sem besta máta.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira