Íslenska netvarnarstofnunin fyrir sameiginlegar aðgerðir NATO Magnús Árni Skjöld Magnússon og Bjarni Már Magnússon skrifa 11. apríl 2024 15:01 Í ljósi ört stækkandi tæknihagkerfis Íslands og hversu gríðarlega háð við öll erum stafrænum samskiptum, fela netöryggisógnir í sér flóknar áskoranir sem krefjast afgerandi viðbragða. Í grein sem undirritaðir skrifuðu með Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum, og sem kynnt er á ráðstefnu í Dallas í vikunni, (The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) könnuðum við hvernig bætt samstarf gæti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland. Slíkt samstarf felur í sér miðlun þekkingar, sameiginlegar æfingar, skjót viðbrögð við atvikum og sameiginlegan vettvang til að deila upplýsingum. Við byggjum í greininni á reynslu frá hinum Norðurlöndunum og komumst að þeirri niðurstöðu að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfríkjum sínum í NATO. Stafræn hnattvæðing býður ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi. Ísland er komið í sviðsljós aukinna netógna vegna örrar þróunar í stafrænum innviðum eins og gagnaverum. Vöxtur tæknigeirans, sem er knúinn áfram af aðgengi að vatnsafli á viðráðanlegu verði og endurnýjanlegri orku, hefur dregið að sér umtalsverðar erlendar fjárfestingar og opnað ný tækifæri en einnig skapað öryggisáskoranir. Ísland gegnir lykilhlutverki í öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins með nauðsynlegum sæstrengjum sem tengja Bandaríkin við Evrópu og fjölmörgum mikilvægum gervihnattasamskiptastöðvum sem eru ómissandi fyrir öryggi og eftirlit bandalagsins. Öryggi þessara innviða er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland heldur allt samfélagið við Norður-Atlantshaf. Í greininni leggjum við áherslu á að stofna ICED sem nauðsynlegt skref til að vinna gegn þessum ógnum. Með samstarfi við NATO og með því að nýta þær auðlindir og þekkingu sem bandalagið býður upp á getur Ísland notið góðs af samræmdri þjálfun, upplýsingamiðlun og tækni til að efla netvarnir sínar. NATO getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi, sérstaklega með því að veita aðgang að fjölþjóðlegum netverndarteymum og þátttöku í sameiginlegum æfingum eins og Locked Shields, stærstu og flóknustu alþjóðlegu netvarnaræfingu í heiminum. Ísland þarf að móta heildstæða netöryggisstefnu sem tekur mið af núverandi ógnum og vinnur að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar. Stefnan ætti að innihalda skýrar verklagsreglur um viðbrögð við netárásum og áætlanir um samstarf við einkageirann og alþjóðlegar stofnanir. Auk þess ætti Ísland að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO, til að bæta upplýsingaskipti og samræmd viðbrögð við netógnum. Ísland stendur frammi fyrir vaxandi netógnum sem krefjast samræmdra og öflugra viðbragða. Stofnun ICED myndi ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst og Dr. Bjarni Már Magnússon deildarforseti og prófessor við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Bjarni Már Magnússon Netöryggi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í ljósi ört stækkandi tæknihagkerfis Íslands og hversu gríðarlega háð við öll erum stafrænum samskiptum, fela netöryggisógnir í sér flóknar áskoranir sem krefjast afgerandi viðbragða. Í grein sem undirritaðir skrifuðu með Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum, og sem kynnt er á ráðstefnu í Dallas í vikunni, (The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) könnuðum við hvernig bætt samstarf gæti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland. Slíkt samstarf felur í sér miðlun þekkingar, sameiginlegar æfingar, skjót viðbrögð við atvikum og sameiginlegan vettvang til að deila upplýsingum. Við byggjum í greininni á reynslu frá hinum Norðurlöndunum og komumst að þeirri niðurstöðu að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfríkjum sínum í NATO. Stafræn hnattvæðing býður ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi. Ísland er komið í sviðsljós aukinna netógna vegna örrar þróunar í stafrænum innviðum eins og gagnaverum. Vöxtur tæknigeirans, sem er knúinn áfram af aðgengi að vatnsafli á viðráðanlegu verði og endurnýjanlegri orku, hefur dregið að sér umtalsverðar erlendar fjárfestingar og opnað ný tækifæri en einnig skapað öryggisáskoranir. Ísland gegnir lykilhlutverki í öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins með nauðsynlegum sæstrengjum sem tengja Bandaríkin við Evrópu og fjölmörgum mikilvægum gervihnattasamskiptastöðvum sem eru ómissandi fyrir öryggi og eftirlit bandalagsins. Öryggi þessara innviða er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland heldur allt samfélagið við Norður-Atlantshaf. Í greininni leggjum við áherslu á að stofna ICED sem nauðsynlegt skref til að vinna gegn þessum ógnum. Með samstarfi við NATO og með því að nýta þær auðlindir og þekkingu sem bandalagið býður upp á getur Ísland notið góðs af samræmdri þjálfun, upplýsingamiðlun og tækni til að efla netvarnir sínar. NATO getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi, sérstaklega með því að veita aðgang að fjölþjóðlegum netverndarteymum og þátttöku í sameiginlegum æfingum eins og Locked Shields, stærstu og flóknustu alþjóðlegu netvarnaræfingu í heiminum. Ísland þarf að móta heildstæða netöryggisstefnu sem tekur mið af núverandi ógnum og vinnur að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar. Stefnan ætti að innihalda skýrar verklagsreglur um viðbrögð við netárásum og áætlanir um samstarf við einkageirann og alþjóðlegar stofnanir. Auk þess ætti Ísland að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO, til að bæta upplýsingaskipti og samræmd viðbrögð við netógnum. Ísland stendur frammi fyrir vaxandi netógnum sem krefjast samræmdra og öflugra viðbragða. Stofnun ICED myndi ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi. Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst og Dr. Bjarni Már Magnússon deildarforseti og prófessor við Háskólann á Bifröst
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun