Sjálfsævisaga Navalní væntanleg í haust Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 22:21 Ekkja Navalní segir að æviminningar hans verði gefnar út á rússnesku og ellefu öðrum tungumálum. Ekki er þó ljóst hvort hún verði gefin út í heimalandinu Rússlandi. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Bók með æviminningum Alexei Navalní heitins, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, verður gefin út í haust. Útgefandi hennar segir bókina „lokabréf“ Navalní til heimsbyggðarinnar og að hann hafi byrjað að skrifa hana eftir að eitrað var fyrir honum. Titill bókarinnar verður „Föðurlandsvinur“ og kemur hún út 22. október. Navalní byrjaði að skrifa bókina þegar hann jafnaði sig á eitrun í Þýskalandi árið 2020. Alfred A. Knopf, útgefandi bókarinnar, segir að Navalní hafi haldið skriftunum áfram utan og innan fangelsismúr eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar 2021. Navalní lést 47 ára að aldri í afskekktu rússnesku fangelsi þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm sem hann sagði eiga sér pólitískar rætur í febrúar. Hann sakaði stjórnvöld í Kreml um að standa að banatilræðinu við sig árið 2020. Rússnesk stjórnvöld hafna bæði því og að hafa átt þátt í dauða hans í fangelsinu. Knopf segir að í bókinni fari Navalní yfir stjórnmálaferil sinn, banatilræðin sem hann lifði af og baráttu hans gegn rússneskum stjórnvöld sem hneigjast æ lengra í einræðisátt. Júlía Navalnaja, ekkja Navalní, segir að bókin sýni óbilandi stuðning hans við baráttuna gegn einræði sem hann fórnaði lífi sínu fyrir. „Á þessum síðum kynnast lesendur manninum sem ég unni heitt, mann gríðarlegra heilinda og óbifanlegs hugrekkis. Það heiðrar ekki bara minningu hans að deila sögu hans heldur hvetur það aðra til þess að berjast fyrir því sem er rétt og að missa aldrei sjónar á þeim gildum sem skipta virkilega máli,“ segir Navalnaja. Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Titill bókarinnar verður „Föðurlandsvinur“ og kemur hún út 22. október. Navalní byrjaði að skrifa bókina þegar hann jafnaði sig á eitrun í Þýskalandi árið 2020. Alfred A. Knopf, útgefandi bókarinnar, segir að Navalní hafi haldið skriftunum áfram utan og innan fangelsismúr eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar 2021. Navalní lést 47 ára að aldri í afskekktu rússnesku fangelsi þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm sem hann sagði eiga sér pólitískar rætur í febrúar. Hann sakaði stjórnvöld í Kreml um að standa að banatilræðinu við sig árið 2020. Rússnesk stjórnvöld hafna bæði því og að hafa átt þátt í dauða hans í fangelsinu. Knopf segir að í bókinni fari Navalní yfir stjórnmálaferil sinn, banatilræðin sem hann lifði af og baráttu hans gegn rússneskum stjórnvöld sem hneigjast æ lengra í einræðisátt. Júlía Navalnaja, ekkja Navalní, segir að bókin sýni óbilandi stuðning hans við baráttuna gegn einræði sem hann fórnaði lífi sínu fyrir. „Á þessum síðum kynnast lesendur manninum sem ég unni heitt, mann gríðarlegra heilinda og óbifanlegs hugrekkis. Það heiðrar ekki bara minningu hans að deila sögu hans heldur hvetur það aðra til þess að berjast fyrir því sem er rétt og að missa aldrei sjónar á þeim gildum sem skipta virkilega máli,“ segir Navalnaja.
Mál Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44 Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ráðist á vopnabróður Navalnís með hamri Ráðist var á Leonid Volkov, sem var lengi vel bandamaður Alexeis Navalnís, fyrir utan heimili hans í Vilníus, höfuðborg Litáen, í kvöld. 12. mars 2024 23:44
Navalní borinn til grafar Jarðarför helsta andstæðings Rússlandsforseta Vladimírs Pútín fer fram í Moskvu höfuðborg Rússlands í dag. Fjöldi fólks hefur safnast saman fyrir utan kirkjuna þar sem athöfnin fer fram í suðausturhluta Moskvu í hverfinu Maryino, þar sem Navalní átti áður heima. 1. mars 2024 11:34