Hin íslenska þversögn: Róttækur femínismi og félagslegur ójöfnuður Valerio Gargiulo skrifar 12. apríl 2024 07:30 Ísland er þekkt fyrir að vera í efsta sæti heimslistans í jafnréttismálum og fyrir að vera leiðarljós róttæks femínisma. Á bak við þessa framsæknu framhlið býr hins vegar félagslegt misrétti sem hefur áhrif á margar konur, sérstaklega einstæðar mæður. Enn fremur hefur Íslandi oft verið hrósað fyrir skuldbindingu sína til að taka á móti flóttamönnum og bjóða þeim aðstoð og vernd. Þessi skuldbinding hefur hins vegar leitt til mótsagnakennds ástands þar sem íbúar eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Þegar landið opnar sig fyrir þeim sem flýja stríð, ofsóknir og annars konar kúgun, lenda eigin þegnar þess í að þurfa að takast á við áður óþekkta húsnæðiskreppu. Eftirspurn eftir húsnæði eykst en framboðið nær ekki að halda í við. Leiguverð hækkar upp úr öllu valdi og margar íslenskar fjölskyldur neyðast til að búa við ótryggar aðstæður eða jafnvel án þaks yfir höfuðið. Vandamálið eykst af því að mikið fjármagn, fjármögnun og félagslegt húsnæði beinist að flóttamönnum og hælisleitendum, sem skilur eftir heimamenn í óhag. Þar með er ekki sagt að draga eigi úr eða afnema aðstoð við flóttamenn, heldur að finna þurfi betra jafnvægi á milli flóttamannaaðstoðar og velferðar íslenskra ríkisborgara. Merkilegt tilfelli er vinkona mín, einstæð móðir tveggja lítilla stúlkna, þar af önnur langveik, sem lendir í því að berjast við erfiðleika daglegs lífs eins og síhækkandi leigu á íbúðinni sinni og missir hana svo vegna þess að eigandi hennar setti hana á sölu, að auki, standa í miklum kostnaði við læknisþjónustu og að kaupa lyf fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir skuldbindingu sína og þúsund fórnir, sér hún sig tilneydda til að vinna þrjú störf til að standa undir framfærslukostnaði og lifa af út mánuðinn án þess að leyfa sér nokkuð umfram mánaðarlegra útgjalda. Þetta mál vakti mig til umhugsunar vegna þess að það varpar ljósi á djúpstæða gjá á milli þeirrar ímyndar um framfarir og jafnrétti sem Ísland varpar fram og raunveruleika sem margar konur upplifa, sérstaklega þær sem eru í viðkvæmum aðstæðum. Þó að mikil skuldbinding sé um að efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna er enn mikið ógert til að tryggja að þessi loforð skili sér í áþreifanlegar niðurstöður fyrir allar konur. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Valerio Gargiulo Flóttafólk á Íslandi Leigumarkaður Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er þekkt fyrir að vera í efsta sæti heimslistans í jafnréttismálum og fyrir að vera leiðarljós róttæks femínisma. Á bak við þessa framsæknu framhlið býr hins vegar félagslegt misrétti sem hefur áhrif á margar konur, sérstaklega einstæðar mæður. Enn fremur hefur Íslandi oft verið hrósað fyrir skuldbindingu sína til að taka á móti flóttamönnum og bjóða þeim aðstoð og vernd. Þessi skuldbinding hefur hins vegar leitt til mótsagnakennds ástands þar sem íbúar eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði á viðráðanlegu verði. Þegar landið opnar sig fyrir þeim sem flýja stríð, ofsóknir og annars konar kúgun, lenda eigin þegnar þess í að þurfa að takast á við áður óþekkta húsnæðiskreppu. Eftirspurn eftir húsnæði eykst en framboðið nær ekki að halda í við. Leiguverð hækkar upp úr öllu valdi og margar íslenskar fjölskyldur neyðast til að búa við ótryggar aðstæður eða jafnvel án þaks yfir höfuðið. Vandamálið eykst af því að mikið fjármagn, fjármögnun og félagslegt húsnæði beinist að flóttamönnum og hælisleitendum, sem skilur eftir heimamenn í óhag. Þar með er ekki sagt að draga eigi úr eða afnema aðstoð við flóttamenn, heldur að finna þurfi betra jafnvægi á milli flóttamannaaðstoðar og velferðar íslenskra ríkisborgara. Merkilegt tilfelli er vinkona mín, einstæð móðir tveggja lítilla stúlkna, þar af önnur langveik, sem lendir í því að berjast við erfiðleika daglegs lífs eins og síhækkandi leigu á íbúðinni sinni og missir hana svo vegna þess að eigandi hennar setti hana á sölu, að auki, standa í miklum kostnaði við læknisþjónustu og að kaupa lyf fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir skuldbindingu sína og þúsund fórnir, sér hún sig tilneydda til að vinna þrjú störf til að standa undir framfærslukostnaði og lifa af út mánuðinn án þess að leyfa sér nokkuð umfram mánaðarlegra útgjalda. Þetta mál vakti mig til umhugsunar vegna þess að það varpar ljósi á djúpstæða gjá á milli þeirrar ímyndar um framfarir og jafnrétti sem Ísland varpar fram og raunveruleika sem margar konur upplifa, sérstaklega þær sem eru í viðkvæmum aðstæðum. Þó að mikil skuldbinding sé um að efla réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna er enn mikið ógert til að tryggja að þessi loforð skili sér í áþreifanlegar niðurstöður fyrir allar konur. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun