Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 12. apríl 2024 08:55 Katrín lét af störfum sem forsætisráðherra eftir að hún ákvað að bjóða sig fram til forseta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. Bergþóra á rétt á þriggja mánaða biðlaunum og Katrín sex mánaða. Þær munu þiggja biðlaunin verði þær ekki komnar í annað starf að kosningabaráttunni lokinni. Katrín gæti því þegið biðlaun í þrjá mánuði og Bergþóra í um einn mánuð. Kosið er til forseta þann 1. júní en næsti forseti tekur við af núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, í ágúst. Katrín segir að þegar hún hafi verið búin að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram hafi hún farið yfir málið með starfsfólki ráðuneytisins og þetta hafi verið niðurstaðan. Að bæði hún og Bergþóra myndu afsala sér laununum á meðan kosningabaráttunni stendur. Það sé hennar réttur, og allra annarra í stöðu ráðherra, að þiggja biðlaun en að miðað við aðstæður hafi henni þótt mikilvægt að gera þetta svona. „Launin falla því niður á meðan,“ segir Katrín. Katrín og Bergþóra gengu út úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Laun aðstoðarmanna ráðherra eru yfir 1,5 milljón á mánuði. Katrín Jakobsdóttir var með sem forsætisráðherra í laun 2.680.312 krónur. Takist henni að ná kjöri sem forseti myndi hún fá góða launahækkun því forseti Íslands er með í laun 3.957.185. Ferðast fyrst um landið Katrín sagði af sér þingsetu þann 9. apríl og afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu á þriðjudag. Katrín hóf að því loknu undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð sitt og náði tilskildum fjölda á stuttum tíma. Katrín segir kosningabaráttu sína í fæðingu. Greint var frá því í gær að Bergþóra og Unnur Eggertsdóttir væru starfsmenn hennar á meðan. Katrín er ekki komin með kosningaskrifstofu. „Við förum fyrst í það að ferðast um landið og byrjum á því eftir helgi,“ segir Katrín. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Bergþóra á rétt á þriggja mánaða biðlaunum og Katrín sex mánaða. Þær munu þiggja biðlaunin verði þær ekki komnar í annað starf að kosningabaráttunni lokinni. Katrín gæti því þegið biðlaun í þrjá mánuði og Bergþóra í um einn mánuð. Kosið er til forseta þann 1. júní en næsti forseti tekur við af núverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni, í ágúst. Katrín segir að þegar hún hafi verið búin að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram hafi hún farið yfir málið með starfsfólki ráðuneytisins og þetta hafi verið niðurstaðan. Að bæði hún og Bergþóra myndu afsala sér laununum á meðan kosningabaráttunni stendur. Það sé hennar réttur, og allra annarra í stöðu ráðherra, að þiggja biðlaun en að miðað við aðstæður hafi henni þótt mikilvægt að gera þetta svona. „Launin falla því niður á meðan,“ segir Katrín. Katrín og Bergþóra gengu út úr forsætisráðuneytinu í síðasta sinn á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Laun aðstoðarmanna ráðherra eru yfir 1,5 milljón á mánuði. Katrín Jakobsdóttir var með sem forsætisráðherra í laun 2.680.312 krónur. Takist henni að ná kjöri sem forseti myndi hún fá góða launahækkun því forseti Íslands er með í laun 3.957.185. Ferðast fyrst um landið Katrín sagði af sér þingsetu þann 9. apríl og afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu á þriðjudag. Katrín hóf að því loknu undirskriftasöfnun fyrir forsetaframboð sitt og náði tilskildum fjölda á stuttum tíma. Katrín segir kosningabaráttu sína í fæðingu. Greint var frá því í gær að Bergþóra og Unnur Eggertsdóttir væru starfsmenn hennar á meðan. Katrín er ekki komin með kosningaskrifstofu. „Við förum fyrst í það að ferðast um landið og byrjum á því eftir helgi,“ segir Katrín.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira