Lífið

„Heilt ár af því að upp­lifa lífið án deyf­ing­ar“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bergrún Íris Sævarsdóttir talaði opinskátt um lífið án áfengis í Bítinu á Bylgjunni í nóvember í fyrra.
Bergrún Íris Sævarsdóttir talaði opinskátt um lífið án áfengis í Bítinu á Bylgjunni í nóvember í fyrra. Bergrún Íris

Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið.

„Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upp­lifa lífið án deyf­ing­ar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að kom­ast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegn­um til­finn­ing­ar án þess að styðjast við hækju í vökv­a­formi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. 

Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata

„Ég tíndi upp úr öll­um skúff­um minn­ing­ar og áföll, sort­eraði og fór í gegn­um það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa tak­inu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegn­um árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sig­ur­inn og það sem ég er hvað stolt­ust af. Verk­efn­inu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún.

„Alka­hólismi er miklu flókn­ari sjúk­dóm­ur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómet­an­legt að vita að eng­inn þarf að standa í þessu einn með sjálf­um sér. Ef ein­hver er for­vit­in/​nn/ð ​og vill byrja að kynna sér áfeng­is­laus­an lífs­stíl þá eru til alls kyns góðar bæk­ur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyr­ir mig virkaði best að tala við fólk sem hef­ur upp­lifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“

Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. 

Mamma ekki lengur þreytt

Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin.

„Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“

 „Þannig, hlustum á börnin.“

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.