Innlent

Nýr matvælaráðherra telur ekki til­efni til að breyta búvörulögum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram á nýsamþykkt búvörulög, málið sé afgreitt og þar við sitji.

Rætt verður við ráðherrann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf en ný ríkisstjórn kom saman á fyrsta fundi sínum í morgun. 

Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingjagjöf vegna uppkaupa á húsum í bænum. 

Einnig verður rætt við borgarfulltrúa sem vill lengja á ný opnunartíma sundlauga borgarinnar sem var styttur á dögunum í nafni sparnaðar. 

Í sportpakkanum verður farið yfir úrslitin í Subway deildinni og spáð í aðra umferð Bestu deildarinnar sem rúllar af stað í kvöld.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 12. apríl 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×