Uppgjörið: Valur - Njarðvík 80-77 | Allt annað Valslið sem mætti til leiks gegn Njarðvík í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 12. apríl 2024 18:46 Brooklyn Pannell fór á kostum í kvöld. Skoraði 32 stig og setti stóra þrista í lokin Vísir/Hulda Margrét Valur sýndi svo sannarlega klærnar þegar liðið fékk Njarðvík í heimsókn í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli náði Valur að innbyrða 80-77 sigur og jafna metin í 1-1 í einvígi liðanna. Njarðvík rúllaði yfir Val í fyrsta leik liðanna í Ljónagryfjunni en það var ljóst strax frá upphafi að leikmenn Valsliðsins ætluðu ekki að láta slíkt endurtaka sig á sínum heimavelli. Valskonur byrjuðu leikinn betur en liðin skiptust svo á að leiða allt fram á lokakafla leiksins. Ena Viso í strangri gæslu Dagbjartar Daggar Karlsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Undir lok leisins steig Brooklyn Pannell svo fram á stóra sviðið en eftir að hafa skorað fjögur stig í fyrsta leiknum var hún greinilega staðráðin í að láta til sín taka að þessu sinni. Pannell setti niður tvo þrista með skömmu millibili þegar skammt var eftir af leiknum Pannell kórónaði svo flotta frammistöðu sína með því að skora fimm síðustu stig leiksins með þristi og svo tveimur stigum af vítalínunni. Þegar yfir lauk hafði Pannell skorað 32 stig í leiknum og lagt þung lóð á vogarskálina við að sigla sigri Vals í höfn. Valsvörnin var feykilega sterk að þessu sinni. Vísir/Hulda Margrét Framangreind Pannell var fremst meðal jafningja hjá Val en Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti einnig niður stórar körfur á mikilvægum augnablikum. Dagbjört Dögg skoraði 17 stig í leiknum. Selena Lott var atkvæðamest hjá Njarðvík með 27 stig. Ena Viso og Emilie Hesseldal skoruðu einungis sex stig hvor í þessum leik en þær eru vanar að leggja meiri í púkkinn við stigaskotun hjá Njarðvíkurliðinu. Dómarar leiksins, þeir Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Ingi Björn Jónsson, höfðu góð tök á þessum leik og negldu allar stórar ákvarðanir leiksins. Fá þar af leiðandi 8 í einkunn. Eydís Eva Þórisdóttir átti fínan leik í kvöld en hér ræðst hún að körfu Njarðvíkur. Vísir/Hulda Margrét Það var góð stemming í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Stúkan var ekki þétt setin en þeir sem lögðu leið sína á leikinn létu vel í sér heyra og hvöttu sín lið af miklum móð. Ríkjandi Íslandsmeistarar, Vals, sýndu það í kvöld bæði innan vallar sem utan að liðið ætlar sér ekki að láta titil sinn baráttulaust af hendi. Veitingarnar í blaðamannastúkunni voru fínar. Dýrindis kleinur og kleinuhringar biðu blaðamanna og mjók og heilsusafi til þess að skola því niður. Hefði mátt vera kaffi á boðstólnum en kannski var þar bara verið að huga að svefnheilsu blaðamanna þar sem leikurinn er seint og ekki skynsamlegt að innbyrða koffín á þeim tímapunkti sem leikurinn fór fram. Valskonur voru vel studdar í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Subway-deild kvenna Valur UMF Njarðvík
Valur sýndi svo sannarlega klærnar þegar liðið fékk Njarðvík í heimsókn í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli náði Valur að innbyrða 80-77 sigur og jafna metin í 1-1 í einvígi liðanna. Njarðvík rúllaði yfir Val í fyrsta leik liðanna í Ljónagryfjunni en það var ljóst strax frá upphafi að leikmenn Valsliðsins ætluðu ekki að láta slíkt endurtaka sig á sínum heimavelli. Valskonur byrjuðu leikinn betur en liðin skiptust svo á að leiða allt fram á lokakafla leiksins. Ena Viso í strangri gæslu Dagbjartar Daggar Karlsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Undir lok leisins steig Brooklyn Pannell svo fram á stóra sviðið en eftir að hafa skorað fjögur stig í fyrsta leiknum var hún greinilega staðráðin í að láta til sín taka að þessu sinni. Pannell setti niður tvo þrista með skömmu millibili þegar skammt var eftir af leiknum Pannell kórónaði svo flotta frammistöðu sína með því að skora fimm síðustu stig leiksins með þristi og svo tveimur stigum af vítalínunni. Þegar yfir lauk hafði Pannell skorað 32 stig í leiknum og lagt þung lóð á vogarskálina við að sigla sigri Vals í höfn. Valsvörnin var feykilega sterk að þessu sinni. Vísir/Hulda Margrét Framangreind Pannell var fremst meðal jafningja hjá Val en Dagbjört Dögg Karlsdóttir setti einnig niður stórar körfur á mikilvægum augnablikum. Dagbjört Dögg skoraði 17 stig í leiknum. Selena Lott var atkvæðamest hjá Njarðvík með 27 stig. Ena Viso og Emilie Hesseldal skoruðu einungis sex stig hvor í þessum leik en þær eru vanar að leggja meiri í púkkinn við stigaskotun hjá Njarðvíkurliðinu. Dómarar leiksins, þeir Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Ingi Björn Jónsson, höfðu góð tök á þessum leik og negldu allar stórar ákvarðanir leiksins. Fá þar af leiðandi 8 í einkunn. Eydís Eva Þórisdóttir átti fínan leik í kvöld en hér ræðst hún að körfu Njarðvíkur. Vísir/Hulda Margrét Það var góð stemming í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Stúkan var ekki þétt setin en þeir sem lögðu leið sína á leikinn létu vel í sér heyra og hvöttu sín lið af miklum móð. Ríkjandi Íslandsmeistarar, Vals, sýndu það í kvöld bæði innan vallar sem utan að liðið ætlar sér ekki að láta titil sinn baráttulaust af hendi. Veitingarnar í blaðamannastúkunni voru fínar. Dýrindis kleinur og kleinuhringar biðu blaðamanna og mjók og heilsusafi til þess að skola því niður. Hefði mátt vera kaffi á boðstólnum en kannski var þar bara verið að huga að svefnheilsu blaðamanna þar sem leikurinn er seint og ekki skynsamlegt að innbyrða koffín á þeim tímapunkti sem leikurinn fór fram. Valskonur voru vel studdar í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti