Mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir banna hvalveiðar? Rósa Líf Darradóttir, Valgerður Árnadóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifa 12. apríl 2024 21:31 Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega. Katrín Jakobsdóttir skipaði starfshóp til að til að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu hvalveiða, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. Skýrsla starfshópsins er þó ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi í haust. Nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gagnrýndi árið 2019 ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar þáverandi ráðherra málaflokksins fyrir að gefa út nýtt hvalveiðileyfi með orðunum: „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar“. Afdráttarlaus gagnrýni sem ráðherra verður að standa við enda bendir ekkert til að staða mála hafi breyst. Það leiðir líkum að því að Bjarkeyju sé annt um ímynd og efnahag Íslands. Kvikmyndagerðarfólk um allan heim sendu áskorun á matvælaráðherra í september á síðasta ári þar sem þau segjast munu sniðganga ísland með sín kvikmyndaverkefni ef Ísland lætur ekki af hvalveiðum, meðal þeirra 500 sem skrifa undir eru þekkt nöfn eins og James Cameron, Peter Jackson, Darren Aronofsky, Jason Momoa, Asa Butterfield, Dame Fran Walsh, Dame Jane Champion og Hillary Swank. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk tók undir þessa áskorun og sendu einnig frá sér undirskriftarlista: „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Aðilar í ferðamannaiðnaðinum eru einnig uggandi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lét hafa eftir sér í viðtali í fyrra að iðnaðurinn verður var við miklar afbókanir og telur hann að 7-10.000 ferðamanna hætti við að ferðast hingað ár hvert sem Ísland veiðir hval. Rannveig Grétarsdóttirstjórnarformaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands tekur í sama streng og hefur verulegar áhyggjur af áhrif hvalveiða á hvalaskoðunarfyrirtæki og telur þau sniðgengin í rannsóknum og umræðum um áhrif hvalveiða. Á síðasta ári var gríðarlega mikil umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum um hvalveiðar Íslendinga hjá stærstu fréttamiðlum heims. Milljónir manna lásu þetta viðtal við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands og Valgerði Árnadóttur talskonu Hvalavina sem var mest lesna frétt í The Guardian í heila viku. Enn fleiri fréttu af þessu frá miðlum BBC, CNN hélt því fram að frá og með þessu ári yrðu hvalveiðar bannaðar við Íslands strendur svo má lengi telja. Blaðamenn þessarra fréttamiðla eru í reglulegum samskiptum við Hvalavini og bíða frétta, alþjóðasamfélagið er að fylgjast með og undirskriftalisti Hvalavina telur nú 628 þúsund manns og verður nú virkjaður aftur til að vekja athygli á að enn er ekki komin niðurstaða í málinu. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk er á móti hvalveiðum. Flest láta sig annt um dýravelferð en veiðiaðferðir eru þannig að ekki sé unnt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að banna veiðarnar en að auki eru efnahagslegar forsendur veiðanna löngu brostnar. Hvalur hf. tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug, ferðamenn sem er annt um náttúru og dýravelferð veigra sér við að heimsækja Ísland og kvikmyndaiðnaðurinn sem hefur verið í gríðarlegri uppbyggingu á undanförnum 20 árum með góðum árangri fyrir ímynd og efnahag landsins er í hættu. Við skorum á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að gefa ekki út nýtt leyfi og beita sér fyrir því að þær verði bannaðar. Undirskriftalista til að styðja við þessa áskorun má finna hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Rósa Líf er stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, Valgerður er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og Þorgerður María er formaður Landverndar. Þær skrifa fyrir hönd Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Þorgerður María Þorbjarnardóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega. Katrín Jakobsdóttir skipaði starfshóp til að til að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu hvalveiða, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. Skýrsla starfshópsins er þó ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi í haust. Nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gagnrýndi árið 2019 ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar þáverandi ráðherra málaflokksins fyrir að gefa út nýtt hvalveiðileyfi með orðunum: „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar“. Afdráttarlaus gagnrýni sem ráðherra verður að standa við enda bendir ekkert til að staða mála hafi breyst. Það leiðir líkum að því að Bjarkeyju sé annt um ímynd og efnahag Íslands. Kvikmyndagerðarfólk um allan heim sendu áskorun á matvælaráðherra í september á síðasta ári þar sem þau segjast munu sniðganga ísland með sín kvikmyndaverkefni ef Ísland lætur ekki af hvalveiðum, meðal þeirra 500 sem skrifa undir eru þekkt nöfn eins og James Cameron, Peter Jackson, Darren Aronofsky, Jason Momoa, Asa Butterfield, Dame Fran Walsh, Dame Jane Champion og Hillary Swank. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk tók undir þessa áskorun og sendu einnig frá sér undirskriftarlista: „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Aðilar í ferðamannaiðnaðinum eru einnig uggandi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lét hafa eftir sér í viðtali í fyrra að iðnaðurinn verður var við miklar afbókanir og telur hann að 7-10.000 ferðamanna hætti við að ferðast hingað ár hvert sem Ísland veiðir hval. Rannveig Grétarsdóttirstjórnarformaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands tekur í sama streng og hefur verulegar áhyggjur af áhrif hvalveiða á hvalaskoðunarfyrirtæki og telur þau sniðgengin í rannsóknum og umræðum um áhrif hvalveiða. Á síðasta ári var gríðarlega mikil umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum um hvalveiðar Íslendinga hjá stærstu fréttamiðlum heims. Milljónir manna lásu þetta viðtal við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands og Valgerði Árnadóttur talskonu Hvalavina sem var mest lesna frétt í The Guardian í heila viku. Enn fleiri fréttu af þessu frá miðlum BBC, CNN hélt því fram að frá og með þessu ári yrðu hvalveiðar bannaðar við Íslands strendur svo má lengi telja. Blaðamenn þessarra fréttamiðla eru í reglulegum samskiptum við Hvalavini og bíða frétta, alþjóðasamfélagið er að fylgjast með og undirskriftalisti Hvalavina telur nú 628 þúsund manns og verður nú virkjaður aftur til að vekja athygli á að enn er ekki komin niðurstaða í málinu. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk er á móti hvalveiðum. Flest láta sig annt um dýravelferð en veiðiaðferðir eru þannig að ekki sé unnt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að banna veiðarnar en að auki eru efnahagslegar forsendur veiðanna löngu brostnar. Hvalur hf. tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug, ferðamenn sem er annt um náttúru og dýravelferð veigra sér við að heimsækja Ísland og kvikmyndaiðnaðurinn sem hefur verið í gríðarlegri uppbyggingu á undanförnum 20 árum með góðum árangri fyrir ímynd og efnahag landsins er í hættu. Við skorum á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að gefa ekki út nýtt leyfi og beita sér fyrir því að þær verði bannaðar. Undirskriftalista til að styðja við þessa áskorun má finna hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Rósa Líf er stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, Valgerður er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og Þorgerður María er formaður Landverndar. Þær skrifa fyrir hönd Hvalavina.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun