Eldri kjósendur hallast að Katrínu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2024 11:32 Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir að áhugavert verði að fylgjast með hvað gerist næstu vikurnar. Vísir/Vilhelm Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rúmur einn og hálfur mánuður er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýjan forseta. Margir hafa lýst áhuga á embættinu og hlaupa frambjóðendurnir á tugum og enn gætu fleiri bæst við. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að af þeim sem hafa stigið fram virðast þrír njóta mest fylgis. Þannig mælist ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Þrjátíu prósent landsmanna segjast styðja Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Fylgi Jóns Gnarr mælist tæplega átján prósent. Sjá einnig: Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Aðrir frambjóðendur mælast með nokkuð minna fylgi. Þannig segjast sjö prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Um fögur prósent Arnar Þór Jónsson og Höllu Hrund Logadóttur. Tvö prósent landsmanna ætla sér að kjósa Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ástþór Magnússon mælist svo með eitt prósent fylgi en aðrir frambjóðendur með minna. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir könnunina sýna hvaða frambjóðendur munu líklega berjast um embættið. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir. Það kemur auðvitað ekki á óvart að forsætisráðherrann fyrrverandi Katrín Jakobsdóttir hafi mest fylgi en það sem kannski meiru skiptir þar er samsetningin á því fylgi. Hún hefur mest fylgi í elstu aldurshópunum og það eru nú þeir sem eru líklegri til að mæta á kjörstað. Þannig að hún getur þá notið þess ef að líkum lætur. “ Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Þá segir Eiríkur að áhugavert verði að sjá hvernig næstu kannanir koma út. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Rúmur einn og hálfur mánuður er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýjan forseta. Margir hafa lýst áhuga á embættinu og hlaupa frambjóðendurnir á tugum og enn gætu fleiri bæst við. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að af þeim sem hafa stigið fram virðast þrír njóta mest fylgis. Þannig mælist ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Þrjátíu prósent landsmanna segjast styðja Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Fylgi Jóns Gnarr mælist tæplega átján prósent. Sjá einnig: Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Aðrir frambjóðendur mælast með nokkuð minna fylgi. Þannig segjast sjö prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Um fögur prósent Arnar Þór Jónsson og Höllu Hrund Logadóttur. Tvö prósent landsmanna ætla sér að kjósa Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ástþór Magnússon mælist svo með eitt prósent fylgi en aðrir frambjóðendur með minna. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir könnunina sýna hvaða frambjóðendur munu líklega berjast um embættið. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir. Það kemur auðvitað ekki á óvart að forsætisráðherrann fyrrverandi Katrín Jakobsdóttir hafi mest fylgi en það sem kannski meiru skiptir þar er samsetningin á því fylgi. Hún hefur mest fylgi í elstu aldurshópunum og það eru nú þeir sem eru líklegri til að mæta á kjörstað. Þannig að hún getur þá notið þess ef að líkum lætur. “ Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Þá segir Eiríkur að áhugavert verði að sjá hvernig næstu kannanir koma út. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira