Nýr söngleikur byggður á lögum Unu Torfa: „Ég kolféll fyrir henni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 19:23 Þær Unnur Ösp og Una Torfa leiða saman hesta sína í spennandi söngleik sem frumsýndur verður á næsta ári. vísir Nýr íslenskur söngleikur, byggður á tónlist Unu Torfadóttur, verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í febrúar á næsta ári. Ásamt Unu mun Unnur Ösp Stefánsdóttir semja söngleikinn sem mun fjalla um ungt fólk á tímamótum menntaskólaáranna. Unnur Ösp segir spennandi að semja verk um raunir og áskoranir ungs fólks sem mun tala beint inn í íslenskt samfélag. „Una er höfundur tónlistarinnar og ég skrifa leikritið,“ segir Unnur Ösp í samtali við Vísi. „Svo vinnum við þetta saman. Ég hef áhrif á textann hennar og hún á dramatúrgíuna mína. Svo vonandi rennum við bara saman í eitt.“ Innblástur, pressa og ást Sagan fjallar um vinahóp sem er að útskrifast úr menntaskóla og stendur á stærstu tímamótum lífs síns. Um sýninguna segir á vef Þjóðleikhússins: „Aðalpersónan, Elísabet, er ung tónlistarkona sem er að reyna að ljúka við sína fyrstu plötu eftir að hafa gefið út vinsælasta lag ársins. Kröfurnar frá umhverfinu eru miklar, innblásturinn óáreiðanlegur og hún er hrædd um að hún nái ekki að standast pressuna. Hluti vinahópsins er með henni í hljómsveit, vinirnir leigja saman æfingahúsnæði sumarið eftir útskriftina til að klára plötuna og fíflast saman í síðasta sinn áður en alvara lífsins tekur við. Á þessum örlagaríku tímamótum rennur upp fyrir Elísabetu að hún elskar Helgu vinkonu sína ekki einungis sem vinkonu. Við tekur átakamikið ferðalag þar Elísabet þarf að ákveða hvort hún eigi að þora að segja Helgu hug sinn og hætta á að missa hana fyrir fullt og allt. Hryllilegur atburður verður svo til þess að þau sjá öll líf sitt í nýju ljósi, allt er breytt og ekki um annað að ræða en að þora, lifa og elska, núna!“ Kolféll fyrir Unu Unnur Ösp kynntist Unu við uppsetningu á leikritinu Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu, þar sem Unnur fór með eitt aðalhlutverka. Þar vann Una baksviðs við búningaskiptingar, var svokallaður „dresser“. „Við tengjumst strax vinnáttuböndum en ég vissi ekkert að hún væri tónlistarkona. Svo mætir hún eitt kvöldið í Vikuna hjá Gísla Marteini og frumflytur fyrsta lagið sitt Ekkert að og ég kolfell fyrir henni, það var ekki flóknara en það.“ Unnur segir að hugmynd hennar að sögu hafi einmitt sprottið út frá laginu Ekkert að. Unnur Ösp hefur unnið að uppsetningum leiksýninga undanfarin ár með frábærum árangri, þar á meðal í verkunum Vertu úlfur og Saknaðarilmur. vísir/vilhelm „Ég byrja að móta einhverja hugmynd í hausnum, maður er alltaf að leita að efni fyrir leikhúsið. Mér finnst líka allt of lítið um að konur séu að semja tónlist í leikhúsi, þar á meðal söngleikjum. Þarna sprettur fram kornung stelpa sem kemur eins og stormsveipur inn í tónlistarlífið, hefur ótrúlega hæfileika til að gera laglínur sem festast í huga manns og texta sem ná til hjarta manns,“ segir Unnur Ösp. Draumur að semja söngleik Hugmyndinni að söngleiknum var vel tekið innan leikhússins. „Við erum alltaf að leita að efni fyrir unga fólkið okkar. Sagan sprettur út frá textunum í lögum Unu en verkið er samt ekki um Unu. Það fjallar um unga tónlistarkonu sem er að útskrifast úr menntaskóla og er að leggja lokahönd á fyrstu plötuna sína. Þetta eru svo tilfinningaríkir og örlagaríkir tímar að mér fannst þetta ótrúlega djúsí efni í söngleik.“ Unnur hafði samt sem áður áhyggjur af því að Una væri ekki jafn áhugasöm. Þær áhyggjur reyndust óþarfar. „Tónlistarfólk er kannski að gera svona seinna á lífsleiðinni, þegar það er komið með einhvern rosa katalóg. En Una bara hoppar á þetta, elskar leikhúsið og var á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum. Og hefur átt þann draum, hvorki meira né minna, að búa til söngleik.“ Góður „strúktúr“ er kominn á verkið, að sögn Unnar. Áætlað er að lögin í söngleiknum verði í bland lög sem Una hefur þegar samið auk sérstaklega frumsaminna laga fyrir söngleikinn. Ungir leikarar munu síðan bera verkið uppi. Una Torfa kom eins og stormsveipur inn í íslneskt tónlistarlíf. vísir Tala beint inn í íslenskt samfélag Unnur segir mikilvægt að hefja samtal um áskoranir ungs fólks. „Maður er oft að lesa um krakka sem fara út í neyslu, upplifa meiri kvíða, vanlíðan er að aukast hjá þessari kynslóð. Ef við búum til áhrifaríka sögu sem heillar ungt fólk getum við líka hafið samtal um þessa líðan og hvað hægt sé að gera. Að standa með sjálfum sér og þora að vera maður sjálfur, vera ekki upptekin af þessari ytri ímynd sem við erum öll á kafi í. Þessi pressa og endalausi samanburður er að sliga þessa kynslóð, held ég. Þannig mér fannst ótrúlega spennandi að byrja frá grunni, út frá okkar heimi og okkur sjálfum og tala beint inn í íslenskt samfélag.“ Leikhús Tónlist Menning Tengdar fréttir Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug. 9. nóvember 2023 07:00 „Það var eins og eitthvað hefði sprungið inni í mér“ Blaðakona dinglar árangurslaust á dyrabjöllu við fallegt einbýlishús í Garðabæ. Eftir kurteist bank lætur viðmælandinn á sér kræla. Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur í svo mörgu öðru að snúast að það hefur setið á hakanum að skipta um bilaða dyrabjöllu. Blaðakona tengir enda með sama vandamál, blessuð bilaða dyrabjallan. 23. september 2023 07:30 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Una er höfundur tónlistarinnar og ég skrifa leikritið,“ segir Unnur Ösp í samtali við Vísi. „Svo vinnum við þetta saman. Ég hef áhrif á textann hennar og hún á dramatúrgíuna mína. Svo vonandi rennum við bara saman í eitt.“ Innblástur, pressa og ást Sagan fjallar um vinahóp sem er að útskrifast úr menntaskóla og stendur á stærstu tímamótum lífs síns. Um sýninguna segir á vef Þjóðleikhússins: „Aðalpersónan, Elísabet, er ung tónlistarkona sem er að reyna að ljúka við sína fyrstu plötu eftir að hafa gefið út vinsælasta lag ársins. Kröfurnar frá umhverfinu eru miklar, innblásturinn óáreiðanlegur og hún er hrædd um að hún nái ekki að standast pressuna. Hluti vinahópsins er með henni í hljómsveit, vinirnir leigja saman æfingahúsnæði sumarið eftir útskriftina til að klára plötuna og fíflast saman í síðasta sinn áður en alvara lífsins tekur við. Á þessum örlagaríku tímamótum rennur upp fyrir Elísabetu að hún elskar Helgu vinkonu sína ekki einungis sem vinkonu. Við tekur átakamikið ferðalag þar Elísabet þarf að ákveða hvort hún eigi að þora að segja Helgu hug sinn og hætta á að missa hana fyrir fullt og allt. Hryllilegur atburður verður svo til þess að þau sjá öll líf sitt í nýju ljósi, allt er breytt og ekki um annað að ræða en að þora, lifa og elska, núna!“ Kolféll fyrir Unu Unnur Ösp kynntist Unu við uppsetningu á leikritinu Framúrskarandi vinkonu í Þjóðleikhúsinu, þar sem Unnur fór með eitt aðalhlutverka. Þar vann Una baksviðs við búningaskiptingar, var svokallaður „dresser“. „Við tengjumst strax vinnáttuböndum en ég vissi ekkert að hún væri tónlistarkona. Svo mætir hún eitt kvöldið í Vikuna hjá Gísla Marteini og frumflytur fyrsta lagið sitt Ekkert að og ég kolfell fyrir henni, það var ekki flóknara en það.“ Unnur segir að hugmynd hennar að sögu hafi einmitt sprottið út frá laginu Ekkert að. Unnur Ösp hefur unnið að uppsetningum leiksýninga undanfarin ár með frábærum árangri, þar á meðal í verkunum Vertu úlfur og Saknaðarilmur. vísir/vilhelm „Ég byrja að móta einhverja hugmynd í hausnum, maður er alltaf að leita að efni fyrir leikhúsið. Mér finnst líka allt of lítið um að konur séu að semja tónlist í leikhúsi, þar á meðal söngleikjum. Þarna sprettur fram kornung stelpa sem kemur eins og stormsveipur inn í tónlistarlífið, hefur ótrúlega hæfileika til að gera laglínur sem festast í huga manns og texta sem ná til hjarta manns,“ segir Unnur Ösp. Draumur að semja söngleik Hugmyndinni að söngleiknum var vel tekið innan leikhússins. „Við erum alltaf að leita að efni fyrir unga fólkið okkar. Sagan sprettur út frá textunum í lögum Unu en verkið er samt ekki um Unu. Það fjallar um unga tónlistarkonu sem er að útskrifast úr menntaskóla og er að leggja lokahönd á fyrstu plötuna sína. Þetta eru svo tilfinningaríkir og örlagaríkir tímar að mér fannst þetta ótrúlega djúsí efni í söngleik.“ Unnur hafði samt sem áður áhyggjur af því að Una væri ekki jafn áhugasöm. Þær áhyggjur reyndust óþarfar. „Tónlistarfólk er kannski að gera svona seinna á lífsleiðinni, þegar það er komið með einhvern rosa katalóg. En Una bara hoppar á þetta, elskar leikhúsið og var á sviðshöfundabraut í Listaháskólanum. Og hefur átt þann draum, hvorki meira né minna, að búa til söngleik.“ Góður „strúktúr“ er kominn á verkið, að sögn Unnar. Áætlað er að lögin í söngleiknum verði í bland lög sem Una hefur þegar samið auk sérstaklega frumsaminna laga fyrir söngleikinn. Ungir leikarar munu síðan bera verkið uppi. Una Torfa kom eins og stormsveipur inn í íslneskt tónlistarlíf. vísir Tala beint inn í íslenskt samfélag Unnur segir mikilvægt að hefja samtal um áskoranir ungs fólks. „Maður er oft að lesa um krakka sem fara út í neyslu, upplifa meiri kvíða, vanlíðan er að aukast hjá þessari kynslóð. Ef við búum til áhrifaríka sögu sem heillar ungt fólk getum við líka hafið samtal um þessa líðan og hvað hægt sé að gera. Að standa með sjálfum sér og þora að vera maður sjálfur, vera ekki upptekin af þessari ytri ímynd sem við erum öll á kafi í. Þessi pressa og endalausi samanburður er að sliga þessa kynslóð, held ég. Þannig mér fannst ótrúlega spennandi að byrja frá grunni, út frá okkar heimi og okkur sjálfum og tala beint inn í íslenskt samfélag.“
Leikhús Tónlist Menning Tengdar fréttir Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug. 9. nóvember 2023 07:00 „Það var eins og eitthvað hefði sprungið inni í mér“ Blaðakona dinglar árangurslaust á dyrabjöllu við fallegt einbýlishús í Garðabæ. Eftir kurteist bank lætur viðmælandinn á sér kræla. Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur í svo mörgu öðru að snúast að það hefur setið á hakanum að skipta um bilaða dyrabjöllu. Blaðakona tengir enda með sama vandamál, blessuð bilaða dyrabjallan. 23. september 2023 07:30 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug. 9. nóvember 2023 07:00
„Það var eins og eitthvað hefði sprungið inni í mér“ Blaðakona dinglar árangurslaust á dyrabjöllu við fallegt einbýlishús í Garðabæ. Eftir kurteist bank lætur viðmælandinn á sér kræla. Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur í svo mörgu öðru að snúast að það hefur setið á hakanum að skipta um bilaða dyrabjöllu. Blaðakona tengir enda með sama vandamál, blessuð bilaða dyrabjallan. 23. september 2023 07:30