„Héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. apríl 2024 19:30 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, hafði ýmislegt við leik sinna kvenna að athuga í kvöld en var engu að síður stoltur af því hversu sterkar þær voru á svellinu þegar á reyndi og lokuðu leiknum en lokatölur á Akureyri urðu 85-101. Fyrsta spurningin hlaut að snúa að varnarleik liðsins sem var ansi götóttur framan af leik og tók Þorleifur undir það. „Bara skelfilegur. En við klárlega stigum upp í fjórða leikhluta. Virkilega ánægður og stoltur hvernig við héldum okkur inni í leiknum. Við vorum mikið að klikka á litlum atriðum og hlutum sem voru ekki að ganga upp. Þær verða þá kannski pirraðar út í sjálfar sig en við erum bara að vinna í því að halda áfram. Við gerðum það, „héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða.“ Danielle Rodriguez fékk sína fjórðu villu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta og Þórsarar komust í kjölfarið yfir. Hún spilaði svo allan fjórða leikhluta og var mjög greinilega að leggja sig fram við að vera aldrei með hendur í vafasamri varnarstöðu. „Þetta voru villur þar sem Dani sér ekki manninn sem hún brýtur á. Kannski er þetta bara gamla góða óvart, hún er bara fyrir. En að fá þrjár svoleiðis villur á besta leikmanninn sinn er svolítið svekkjandi. En reglur er bara reglur og þeir verða bara að flauta. Ég setti hana líka bara inn á strax í fjórða og sagði: „Nothing stupid“ og hún gerði það og kláraði þetta vel og stjórnaði leiknum vel til að klára þetta.“ Tveir sigrar í höfn hjá Grindavík í einvíginu en hvorugir kannski mjög afgerandi gegn liði sem endaði mun neðar í töflunni. Þorleifur var þó engu að síður nokkuð sáttur með þessa tvo leiki og ekki síst sáttur með Þórsarana. „Við þurfum að laga alveg helling en er ég sáttur? Ég er mjög sáttur og stoltur af stelpunum. Við unnum þennan leik, vorum að ströggla. Klárlega bjartsýnn og allt það. Ég bara svo þakklátur fyrir körfuboltann, hvað Þór er gott lið. Hvað Daníel er góður þjálfari, þær eru góðar og ótrúlega mikil harka í þeim. Þær spila ótrúlega vel saman og gefast aldrei upp. Ef við ætlum að vinna þetta á þriðjudaginn þá þurfum við að gjöra svo vel að mæta tilbúnar, annars lendum við í annarri bikarskitu. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Fyrsta spurningin hlaut að snúa að varnarleik liðsins sem var ansi götóttur framan af leik og tók Þorleifur undir það. „Bara skelfilegur. En við klárlega stigum upp í fjórða leikhluta. Virkilega ánægður og stoltur hvernig við héldum okkur inni í leiknum. Við vorum mikið að klikka á litlum atriðum og hlutum sem voru ekki að ganga upp. Þær verða þá kannski pirraðar út í sjálfar sig en við erum bara að vinna í því að halda áfram. Við gerðum það, „héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða.“ Danielle Rodriguez fékk sína fjórðu villu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta og Þórsarar komust í kjölfarið yfir. Hún spilaði svo allan fjórða leikhluta og var mjög greinilega að leggja sig fram við að vera aldrei með hendur í vafasamri varnarstöðu. „Þetta voru villur þar sem Dani sér ekki manninn sem hún brýtur á. Kannski er þetta bara gamla góða óvart, hún er bara fyrir. En að fá þrjár svoleiðis villur á besta leikmanninn sinn er svolítið svekkjandi. En reglur er bara reglur og þeir verða bara að flauta. Ég setti hana líka bara inn á strax í fjórða og sagði: „Nothing stupid“ og hún gerði það og kláraði þetta vel og stjórnaði leiknum vel til að klára þetta.“ Tveir sigrar í höfn hjá Grindavík í einvíginu en hvorugir kannski mjög afgerandi gegn liði sem endaði mun neðar í töflunni. Þorleifur var þó engu að síður nokkuð sáttur með þessa tvo leiki og ekki síst sáttur með Þórsarana. „Við þurfum að laga alveg helling en er ég sáttur? Ég er mjög sáttur og stoltur af stelpunum. Við unnum þennan leik, vorum að ströggla. Klárlega bjartsýnn og allt það. Ég bara svo þakklátur fyrir körfuboltann, hvað Þór er gott lið. Hvað Daníel er góður þjálfari, þær eru góðar og ótrúlega mikil harka í þeim. Þær spila ótrúlega vel saman og gefast aldrei upp. Ef við ætlum að vinna þetta á þriðjudaginn þá þurfum við að gjöra svo vel að mæta tilbúnar, annars lendum við í annarri bikarskitu.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum