Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Stefán Ólafsson skrifar 14. apríl 2024 11:30 Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. Stjórnendur ríkisbanka ættu þannig að hafa fullt sjálfstæði til að taka ákvarðanir um rekstur og þróun viðkomandi banka og velja leiðir til að auka samkeppnishæfni hans, sem myndi auðvitað þjóna hagsmunum eigenda (ríkisins, þ.e. þjóðarinnar). Auka verðmæti bankans og hækka arðgreiðslur til eigenda til frambúðar. Almælt er á fjármálamarkaði að þetta sé vænleg leið. Nú er komin upp sú staða að forsendan um armslengd frá stjórnvöldum er orðin algerlega meiningarlaus - eða opinberuð sem blekking með þeim starfsháttum sem Bankasýslan hefur stundað! Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst sig algerlega andvígan ákvörðun stjórnenda Landsbankans um að kaupa tryggingafélagið TM til að styrkja stöðu og samkeppnishæfni bankans - og það hefur beinar afleiðingar fyrir bankann. Ráðherrann fylgdi þessu eftir og skipaði Bankasýslunni að reka allt bankaráð Landsbankans og knýja fram umsnúning á þessari rekstrarákvörðun stjórnenda Landsbankans með nýju handvöldu bankaráði. Formaður Bankasýslunnar hefur nú lýst því yfir að Bankasýslan muni svo funda með nýja bankaráðinu og leggja fyrir það hvernig undið skuli ofanaf hinni "sjálfstæðu" ákvörðun fyrra bankaráðs - jafnvel þó það muni kosta bankann mikla fjármuni og orðsporsmissi - sem veikir stöðu bankans á markaði. Það gengur gegn hagsmunum þjóðarinnar sem eiganda en þjónar væntanlega hagsmunum þeirra sem vilja selja bankann á sem lægstu verði til auðmanna sem fyrst (sjá hér). Spurningin sem blasir við er þá þessi: Hvernig eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki að skipta sér af rekstri Landsbankans? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stefán Ólafsson Landsbankinn Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. Stjórnendur ríkisbanka ættu þannig að hafa fullt sjálfstæði til að taka ákvarðanir um rekstur og þróun viðkomandi banka og velja leiðir til að auka samkeppnishæfni hans, sem myndi auðvitað þjóna hagsmunum eigenda (ríkisins, þ.e. þjóðarinnar). Auka verðmæti bankans og hækka arðgreiðslur til eigenda til frambúðar. Almælt er á fjármálamarkaði að þetta sé vænleg leið. Nú er komin upp sú staða að forsendan um armslengd frá stjórnvöldum er orðin algerlega meiningarlaus - eða opinberuð sem blekking með þeim starfsháttum sem Bankasýslan hefur stundað! Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst sig algerlega andvígan ákvörðun stjórnenda Landsbankans um að kaupa tryggingafélagið TM til að styrkja stöðu og samkeppnishæfni bankans - og það hefur beinar afleiðingar fyrir bankann. Ráðherrann fylgdi þessu eftir og skipaði Bankasýslunni að reka allt bankaráð Landsbankans og knýja fram umsnúning á þessari rekstrarákvörðun stjórnenda Landsbankans með nýju handvöldu bankaráði. Formaður Bankasýslunnar hefur nú lýst því yfir að Bankasýslan muni svo funda með nýja bankaráðinu og leggja fyrir það hvernig undið skuli ofanaf hinni "sjálfstæðu" ákvörðun fyrra bankaráðs - jafnvel þó það muni kosta bankann mikla fjármuni og orðsporsmissi - sem veikir stöðu bankans á markaði. Það gengur gegn hagsmunum þjóðarinnar sem eiganda en þjónar væntanlega hagsmunum þeirra sem vilja selja bankann á sem lægstu verði til auðmanna sem fyrst (sjá hér). Spurningin sem blasir við er þá þessi: Hvernig eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki að skipta sér af rekstri Landsbankans? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ.
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar