Ruglið kringum Bjarna Ben Birgir Dýrfjörð skrifar 15. apríl 2024 08:01 Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur. Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka. Frambjóðendur allra þeirra 166 þús. andstæðinga fóru gegn Sjálfstæðisflokknum. Þeir vöruðu kjósendur við að kjósa Bjarna Benediktsson og flokk hans. Hvaðan koma þeir? Nú hafa meira en 40 þús. kjósendur ýtt á hnapp og skorað þannig á Bjarna að segja af sér. Því er spurt. Eru þessi liðlega 40 þús. Sem ýttu á hnappinn og vilja Bjarna burt, úr hópi þeirra sem kusu hann og fólu honum umboð sitt til að stjórna. Eða ætli þeir séu úr hópi þeirra 166 þús. kjósenda sem unnu gegn þingsetu hans, og reyndu þannig að því koma í veg fyrir að hann yrði ráðherra? Ætla þeir kannski nú, að hefna þess í héraði sem þeir töpuðu á Alþingi? Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk nýti rétt sinn til að sýna hug sinn til verka stjórnmálamanna og flokka og geri ályktanir þar um. Það er samt óheiðarlegt að láta í veðri vaka, að almennar pólitískar ályktanir hafi stjórnskipunarlega stöðu, sem geti breytt einhverju um samþykktir Alþingis. Vanhugsuð árás Sjálfstæðisflokkurinn er nú illa tættur af innanmeinum. Mörgum vansælum klíkum, sem bítast um pláss við jötuna og eyða orku sinni í, að standa í vegi hver fyrir annarri. Er líklegt að þessi árás andstæðinga Bjarna Ben geti bjargað því sem Sjálfstæðisflokkinn vantar mest nú, að hún ýti undir að þeir snú bökum saman og eflist sem samstæður hópur? Það mun væntanlega koma í ljós í skoðanakönnunum þegar fram líður. Es: Afi minn sagði oft: „Í upphafi skyldi endinn skoða.“ Það á við enn í dag. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur. Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka. Frambjóðendur allra þeirra 166 þús. andstæðinga fóru gegn Sjálfstæðisflokknum. Þeir vöruðu kjósendur við að kjósa Bjarna Benediktsson og flokk hans. Hvaðan koma þeir? Nú hafa meira en 40 þús. kjósendur ýtt á hnapp og skorað þannig á Bjarna að segja af sér. Því er spurt. Eru þessi liðlega 40 þús. Sem ýttu á hnappinn og vilja Bjarna burt, úr hópi þeirra sem kusu hann og fólu honum umboð sitt til að stjórna. Eða ætli þeir séu úr hópi þeirra 166 þús. kjósenda sem unnu gegn þingsetu hans, og reyndu þannig að því koma í veg fyrir að hann yrði ráðherra? Ætla þeir kannski nú, að hefna þess í héraði sem þeir töpuðu á Alþingi? Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk nýti rétt sinn til að sýna hug sinn til verka stjórnmálamanna og flokka og geri ályktanir þar um. Það er samt óheiðarlegt að láta í veðri vaka, að almennar pólitískar ályktanir hafi stjórnskipunarlega stöðu, sem geti breytt einhverju um samþykktir Alþingis. Vanhugsuð árás Sjálfstæðisflokkurinn er nú illa tættur af innanmeinum. Mörgum vansælum klíkum, sem bítast um pláss við jötuna og eyða orku sinni í, að standa í vegi hver fyrir annarri. Er líklegt að þessi árás andstæðinga Bjarna Ben geti bjargað því sem Sjálfstæðisflokkinn vantar mest nú, að hún ýti undir að þeir snú bökum saman og eflist sem samstæður hópur? Það mun væntanlega koma í ljós í skoðanakönnunum þegar fram líður. Es: Afi minn sagði oft: „Í upphafi skyldi endinn skoða.“ Það á við enn í dag. Höfundur er rafvirkjameistari.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun