Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi tveimur sætum neðar en í fyrra. Eftir frábært tímabil 2022, þar sem Stjarnan endaði í 2. sæti, voru talsverðar væntingar gerðar til Garðbæinga fyrir síðasta tímabil, ekki síst eftir heimkomu Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Stjörnukonur voru hins vegar aldrei í neinni toppbaráttu og eftir fyrri umferðina voru þær í 7. sæti. Fjórða sætið varð svo niðurstaðan að lokum og Stjörnunni mistókst því að næla sér í Evrópusæti. grafík/bjarki Fá lið í Bestu deildinni hafa orðið fyrir jafn mikilli blóðtöku og Stjarnan í vetur. Liðið hefur misst fjóra lykilmenn úr byrjunarliðinu og munar um minna. Jasmín Erla Ingadóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir fóru í Val, Heiða Ragney Viðarsdóttir í Breiðablik og landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir fór til Vålerenga í Noregi. Þetta eru risastór skörð sem hafa verið höggvin í lið Garðbæinga. grafík/bjarki Stjarnan hefur fengið fjóra leikmenn fyrir átök sumarsins. Miðjumaðurinn efnilegi Henríetta Ágústsdóttir kom frá HK, sóknarmaðurinn Esther Rós Arnarsdóttir frá FH og svo komu hinar bandarísku Hannah Sharts og Caitlin Cosme. Sharts er varnarmaður sem varð tvöfaldur meistari í Finnlandi á síðasta tímabili en Cosme er miðjumaður sem lék síðast með Orlando Pride í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) Eftir að hafa bætt sig á hverju ári síðan Kristján Guðmundsson tók við liðinu fyrir tímabilið 2019 tók Stjarnan skref aftur á bak á síðasta tímabili og það er hætta á að liðið gæti tekið annað skref í ranga átt í sumar. Leikmannahópurinn er þó nokkuð þéttur, þótt skrautfjaðrir hafi verið plokkaðar í burtu, og Kristján er afar fær þjálfari. Hans stærsti hausverkur er sóknarleikur Stjörnunnar. Hann var misjafn í fyrra og það fór mikið úr honum með brotthvarfi Sædísar og Jasmínar. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði aðeins eitt mark í fyrra og gera mun betur í þeim efnum í sumar. En Stjörnuna vantar sárlega afgerandi sóknarmann. Vörnin ætti að vera minna vandamál en það er erfitt að sjá Stjörnuna gera betur en í fyrra, allavega eins og leikmannahópur liðsins er skipaður núna. Lykilmenn Anna María Baldursdóttir, 29 ára varnarmaður Andrea Mist Pálsdóttir, 25 ára miðjumaður Gyða Kristín Gunnarsdóttir, 22 ára sóknarmaður Fylgist með Fanney Lísa Jóhannesdóttir er einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Þessi markheppni framherji er fæddur 2009 og á framtíðina fyrir sér. Fanney spilaði talsvert með Stjörnunni í vetur og skoraði meðal annars eitt mark í Lengjubikarnum. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Í besta/versta falli Stjörnuliðið er nokkuð ungt og það er eins og það sé komið aftur á núllpunkt eftir tímabilið frábæra 2022. Í allra, allra besta falli nær Stjarnan 3. sætinu en ef allt gengur á afturfótunum gæti liðið misst af sæti í úrslitakeppni efri hlutans. En þá þarf mikið að ganga á. Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Svífa áfram á bleika skýinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 18. apríl 2024 12:01 Besta-spáin 2024: Ekkert Murr Murr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 18. apríl 2024 10:00 Besta-spáin 2024: Ætla að gera falldrauginn afturreka úr Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 12:01 Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00 Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi tveimur sætum neðar en í fyrra. Eftir frábært tímabil 2022, þar sem Stjarnan endaði í 2. sæti, voru talsverðar væntingar gerðar til Garðbæinga fyrir síðasta tímabil, ekki síst eftir heimkomu Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. Stjörnukonur voru hins vegar aldrei í neinni toppbaráttu og eftir fyrri umferðina voru þær í 7. sæti. Fjórða sætið varð svo niðurstaðan að lokum og Stjörnunni mistókst því að næla sér í Evrópusæti. grafík/bjarki Fá lið í Bestu deildinni hafa orðið fyrir jafn mikilli blóðtöku og Stjarnan í vetur. Liðið hefur misst fjóra lykilmenn úr byrjunarliðinu og munar um minna. Jasmín Erla Ingadóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir fóru í Val, Heiða Ragney Viðarsdóttir í Breiðablik og landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir fór til Vålerenga í Noregi. Þetta eru risastór skörð sem hafa verið höggvin í lið Garðbæinga. grafík/bjarki Stjarnan hefur fengið fjóra leikmenn fyrir átök sumarsins. Miðjumaðurinn efnilegi Henríetta Ágústsdóttir kom frá HK, sóknarmaðurinn Esther Rós Arnarsdóttir frá FH og svo komu hinar bandarísku Hannah Sharts og Caitlin Cosme. Sharts er varnarmaður sem varð tvöfaldur meistari í Finnlandi á síðasta tímabili en Cosme er miðjumaður sem lék síðast með Orlando Pride í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan FC (@stjarnanfc) Eftir að hafa bætt sig á hverju ári síðan Kristján Guðmundsson tók við liðinu fyrir tímabilið 2019 tók Stjarnan skref aftur á bak á síðasta tímabili og það er hætta á að liðið gæti tekið annað skref í ranga átt í sumar. Leikmannahópurinn er þó nokkuð þéttur, þótt skrautfjaðrir hafi verið plokkaðar í burtu, og Kristján er afar fær þjálfari. Hans stærsti hausverkur er sóknarleikur Stjörnunnar. Hann var misjafn í fyrra og það fór mikið úr honum með brotthvarfi Sædísar og Jasmínar. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði aðeins eitt mark í fyrra og gera mun betur í þeim efnum í sumar. En Stjörnuna vantar sárlega afgerandi sóknarmann. Vörnin ætti að vera minna vandamál en það er erfitt að sjá Stjörnuna gera betur en í fyrra, allavega eins og leikmannahópur liðsins er skipaður núna. Lykilmenn Anna María Baldursdóttir, 29 ára varnarmaður Andrea Mist Pálsdóttir, 25 ára miðjumaður Gyða Kristín Gunnarsdóttir, 22 ára sóknarmaður Fylgist með Fanney Lísa Jóhannesdóttir er einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Þessi markheppni framherji er fæddur 2009 og á framtíðina fyrir sér. Fanney spilaði talsvert með Stjörnunni í vetur og skoraði meðal annars eitt mark í Lengjubikarnum. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Í besta/versta falli Stjörnuliðið er nokkuð ungt og það er eins og það sé komið aftur á núllpunkt eftir tímabilið frábæra 2022. Í allra, allra besta falli nær Stjarnan 3. sætinu en ef allt gengur á afturfótunum gæti liðið misst af sæti í úrslitakeppni efri hlutans. En þá þarf mikið að ganga á.
Anna María Baldursdóttir, 29 ára varnarmaður Andrea Mist Pálsdóttir, 25 ára miðjumaður Gyða Kristín Gunnarsdóttir, 22 ára sóknarmaður
Besta-spáin 2024: Svífa áfram á bleika skýinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 18. apríl 2024 12:01
Besta-spáin 2024: Ekkert Murr Murr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 18. apríl 2024 10:00
Besta-spáin 2024: Ætla að gera falldrauginn afturreka úr Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 12:01
Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00