Forsetahjónin og Lilja halda til Skotlands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. apríl 2024 11:18 Forsetahjónin halda í dag til Skotlands til að styrkja vinabönd þjóðanna. Aðsend/Sigurgeir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í dag til Edinborgar í Skotlandi ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra. Markmið ferðarinnar er að styrkja enn frekar vinabönd Íslendinga og Skota með áherslu á sögu og menningu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Á dagskrá forseta er fundur með Humza Yousaf, forsætisráðherra Skotlands, og Lord Cameron af Lochiel, aðstoðarráðherra málefna Skotlands í bresku ríkisstjórninni. Þá mun Guðni halda opinn fyrirlestur við Edinborgarháskóla með yfirskriftinni „Iceland the Brave: The power and pitfalls of patriotism in a globalized world.“ Einhver þýðing gæti verið „Hugrakka Ísland, kraftur og vandræði þjóðernishyggju í hnattvæddum heimi.“ Eliza Reid forsetafrú mun á sama tíma eiga fund með fulltrúum bókmenntaborgar UNESCO í Edinborg. Sterk tengsl við Ísland Lilja Dögg menningarmálaráðherra mun svo fylgja forseta í heimsókn á Þjóðminjasafn Skotlands. Þar munu þau skoða hin svokölluðu Lögréttutjöld sem talin eru hafa verið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. Þau voru seld skoskum ferðamanni árið 1858 og eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands. Ísland á í ár 80 ára lýðveldisafmæli og mun Þjóðminjasafn Íslands fá tjöldin að láni að því tilefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra heimsækir Skotland í vikunni ásamt forsetahjónunum.Vísir/Vilhelm Þá munu ferðalangarnir einnig heimsækja Þjóðskjalasafn Skotlands. Þar eru íslensk handrit varðveitt, meðal annars fyrstu drögin að Lofsöng sem síðar varð íslenski þjóðsöngurinn. Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lagið við ljóð Matthíasar Jochumssonar þegar þeir voru báðir í Edinborg. Lofsöngurinn var saminn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Forseti Íslands Skotland Þingvellir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Á dagskrá forseta er fundur með Humza Yousaf, forsætisráðherra Skotlands, og Lord Cameron af Lochiel, aðstoðarráðherra málefna Skotlands í bresku ríkisstjórninni. Þá mun Guðni halda opinn fyrirlestur við Edinborgarháskóla með yfirskriftinni „Iceland the Brave: The power and pitfalls of patriotism in a globalized world.“ Einhver þýðing gæti verið „Hugrakka Ísland, kraftur og vandræði þjóðernishyggju í hnattvæddum heimi.“ Eliza Reid forsetafrú mun á sama tíma eiga fund með fulltrúum bókmenntaborgar UNESCO í Edinborg. Sterk tengsl við Ísland Lilja Dögg menningarmálaráðherra mun svo fylgja forseta í heimsókn á Þjóðminjasafn Skotlands. Þar munu þau skoða hin svokölluðu Lögréttutjöld sem talin eru hafa verið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. Þau voru seld skoskum ferðamanni árið 1858 og eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands. Ísland á í ár 80 ára lýðveldisafmæli og mun Þjóðminjasafn Íslands fá tjöldin að láni að því tilefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra heimsækir Skotland í vikunni ásamt forsetahjónunum.Vísir/Vilhelm Þá munu ferðalangarnir einnig heimsækja Þjóðskjalasafn Skotlands. Þar eru íslensk handrit varðveitt, meðal annars fyrstu drögin að Lofsöng sem síðar varð íslenski þjóðsöngurinn. Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lagið við ljóð Matthíasar Jochumssonar þegar þeir voru báðir í Edinborg. Lofsöngurinn var saminn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874.
Forseti Íslands Skotland Þingvellir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira