Vonar að trúin sé enn til staðar á Sauðárkróki Aron Guðmundsson skrifar 15. apríl 2024 15:30 Pétur Rúnar (til hægri) er einn af burðarásunum í liði ríkjandi Íslandsmeistara Tindastóls sem þurfa alvöru frammistöðu gegn Grindavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla Vísir/ Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls þurfa að verja vígi sitt er liðið tekur á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir mæta til leiks eftir dapra frammistöðu í fyrsta leik. Á heimavelli sem hefur ekki reynst eins gjöfull og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls hefur trú á því að liðið geti snúið genginu við og treystir því að fólk hafi enn trú á Íslandsmeisturunum.„Það er tilhlökkun í mannskapnum fyrir því að spila fyrsta leikinn í úrslitakeppni á heimavelli á þessu tímabili,“ segir Pétur Rúnar í samtali við Vísi. „Við erum staðráðnir í því að gera betur en í síðasta leik. Staðan er bara þannig að við þurfum að stimpla okkur af krafti inn í þessa úrslitakeppni.“ „Við erum búnir að fara vel yfir síðasta leik. Hvað fór úrskeiðis þar og hvað var gott í okkar leik, þrátt fyrir að það góða hafi kannski ekki verið mikið. Við ætlum okkur að gera betur og mæta af krafti og hörku í þennan leik á eftir. Við megum ekki leyfa þeim að líða eins vel og þeim leið í fyrsta leiknum. Þeir fengu bara að valsa um og gera allt sem að þeir vildu. Sama um hvern þeirra leikmanna var að ræða. Basile og Kane löbbuðu fram hjá okkur í átt að körfunni. Julio og Mortensen rúlluðu að hringnum og svo voru menn að fá galopin skot fyrir utan líka. Við þurfum að gera margt betur varnarlega en við sýndum í þessum fyrsta leik.“ Titilvörn Tindastóls til þessa hefur ekki verið upp á marga fiska og líkt og bent er á í ítarlegri grein Óskars Ófeigs um heimavöll liðsins, Síkið, þá hefur það vígi ekki reynst eins gjöfult og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar hefur trú á því að heimavöllurinn geti gefið Stólunum fleiri góðar stundir og býst hann við mögnuðum stuðningi af pöllunum í kvöld til þess að hjálpa liðinu í sinni baráttu. „Ég býst við því allavegana. Ég vona að fólk hafi enn trú á okkur, held það sé raunin. Það er bara okkar að leiðrétta þetta gengi sem hefur verið brösótt í vetur á heimavelli. Ég hef fulla trú á því að það breytist í kvöld.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway deildar karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjum við leika þar klukkan sjö í kvöld. Strax að leik loknum tekur Subway körfuboltakvöld svo við og fer yfir það helsta í beinni úrsendingu frá Síkinu. Subway-deild karla Tindastóll Grindavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls hefur trú á því að liðið geti snúið genginu við og treystir því að fólk hafi enn trú á Íslandsmeisturunum.„Það er tilhlökkun í mannskapnum fyrir því að spila fyrsta leikinn í úrslitakeppni á heimavelli á þessu tímabili,“ segir Pétur Rúnar í samtali við Vísi. „Við erum staðráðnir í því að gera betur en í síðasta leik. Staðan er bara þannig að við þurfum að stimpla okkur af krafti inn í þessa úrslitakeppni.“ „Við erum búnir að fara vel yfir síðasta leik. Hvað fór úrskeiðis þar og hvað var gott í okkar leik, þrátt fyrir að það góða hafi kannski ekki verið mikið. Við ætlum okkur að gera betur og mæta af krafti og hörku í þennan leik á eftir. Við megum ekki leyfa þeim að líða eins vel og þeim leið í fyrsta leiknum. Þeir fengu bara að valsa um og gera allt sem að þeir vildu. Sama um hvern þeirra leikmanna var að ræða. Basile og Kane löbbuðu fram hjá okkur í átt að körfunni. Julio og Mortensen rúlluðu að hringnum og svo voru menn að fá galopin skot fyrir utan líka. Við þurfum að gera margt betur varnarlega en við sýndum í þessum fyrsta leik.“ Titilvörn Tindastóls til þessa hefur ekki verið upp á marga fiska og líkt og bent er á í ítarlegri grein Óskars Ófeigs um heimavöll liðsins, Síkið, þá hefur það vígi ekki reynst eins gjöfult og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar hefur trú á því að heimavöllurinn geti gefið Stólunum fleiri góðar stundir og býst hann við mögnuðum stuðningi af pöllunum í kvöld til þess að hjálpa liðinu í sinni baráttu. „Ég býst við því allavegana. Ég vona að fólk hafi enn trú á okkur, held það sé raunin. Það er bara okkar að leiðrétta þetta gengi sem hefur verið brösótt í vetur á heimavelli. Ég hef fulla trú á því að það breytist í kvöld.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway deildar karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjum við leika þar klukkan sjö í kvöld. Strax að leik loknum tekur Subway körfuboltakvöld svo við og fer yfir það helsta í beinni úrsendingu frá Síkinu.
Subway-deild karla Tindastóll Grindavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira