Baldur og Katrín halda forystunni Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2024 12:32 Það skal ósagt látið hvort Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er hér að benda á næsta forseta Íslands eða ekki. Hann lætur hins vegar af embætti 31. júlí næst komandi. Vísir/Vilhelm Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. Töluverður munur er á niðurstöðum nýjustu könnunarinnar sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið og birt er í dag og tveggja annarra kannana sem Maskína og Gallup gerðu í síðustu viku. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að fylgi tveggja efstu frambjóðendanna er minna í Prósent könnuninni en hjá hinum tveimur könnunar fyrirtækjunum. Af þeim sem taka afstöðu hjá Prósenti fær Baldur Þórhallsson 29,5 prósent en Katrín Jakobsdóttir 25,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi þessarra tveggja. Hins vegar vekur athygli að Katrín mældist með hærri prósentur en Baldur bæði hjá Gallup og Maskínu. Hún fékk 30 prósent hjá Gallup í könnun sem birt var á laugardag á móti 26 prósentum Baldurs, þar sem munurinn var heldur ekki marktækur. Það munaði hins vegar fleiri prósentustigum á Katrínu og Baldri í könnun Maskínu sem birt var hinn 8. apríl. Þá fékk Katrín 32,9 prósent og Baldur 26,7 prósent. Það vekur einnig athygli að Jón Gnarr er með svipað fylgi í þriðja sæti hjá öllum þremur könnunarfyrirtækjunum. Hann mældist með 19,6 prósent hjá Maskínu, 18 prósent hjá Gallup og 19,3 prósent hjá Prósenti. Þá mætir Halla Hrund Logadóttir, einn af nýrri forsetaframbjóðendum, óvænt til leiks með 12,1 prósenta fylgi. Allir aðrir frambjóðendur en þeir sem hér hafa verið nefndir mælast með 5 prósent, Halla Tómasdóttir, eða minna í könnun Prósents. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir ekki hægt að fullyrða á þessari stundu að baráttan muni snúast um Baldur og Katrínu.Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingum segir öllum þessum könnunum bera vel saman. Helstu tíðindi nýjustu könnunar Prósents væri að Halla Hrund mælist með yfir tíu prósentum og fari upp fyrir Höllu Tómasdóttur. „Þannig að það verður mjög fróðlegt að sjá í næstu könnunum hvort þarna er um raunverulega fylgisaukningu hjá Höllu Hrund að ræða. Því ef það er tilvikið eru það merkileg tíðindi." Er hægt að segja á þessari stundu þegar framboðsfrestur er ekki einu sinni runnin út, að baráttan verði fyrst og fremst á milli Baldurs og Katrínar? „Ég held að það sé of snemmt að segja til um það. Á þessu augnabliki er það auðvitað líklegast. En það er allt of snemmt að fullyrða eitthvað um það. Það getur mikið breyst í kosningabaráttunni," segir Ólafur Þ. Harðarson. Athugið að tölurnar í könnun Prósents eru aðrar hér en eins og könnunin birtist í Morgunblaðinu og mbl í dag. Hér er aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni til að auðvelda samanburð á milli kannana. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. 12. apríl 2024 08:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Töluverður munur er á niðurstöðum nýjustu könnunarinnar sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið og birt er í dag og tveggja annarra kannana sem Maskína og Gallup gerðu í síðustu viku. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að fylgi tveggja efstu frambjóðendanna er minna í Prósent könnuninni en hjá hinum tveimur könnunar fyrirtækjunum. Af þeim sem taka afstöðu hjá Prósenti fær Baldur Þórhallsson 29,5 prósent en Katrín Jakobsdóttir 25,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi þessarra tveggja. Hins vegar vekur athygli að Katrín mældist með hærri prósentur en Baldur bæði hjá Gallup og Maskínu. Hún fékk 30 prósent hjá Gallup í könnun sem birt var á laugardag á móti 26 prósentum Baldurs, þar sem munurinn var heldur ekki marktækur. Það munaði hins vegar fleiri prósentustigum á Katrínu og Baldri í könnun Maskínu sem birt var hinn 8. apríl. Þá fékk Katrín 32,9 prósent og Baldur 26,7 prósent. Það vekur einnig athygli að Jón Gnarr er með svipað fylgi í þriðja sæti hjá öllum þremur könnunarfyrirtækjunum. Hann mældist með 19,6 prósent hjá Maskínu, 18 prósent hjá Gallup og 19,3 prósent hjá Prósenti. Þá mætir Halla Hrund Logadóttir, einn af nýrri forsetaframbjóðendum, óvænt til leiks með 12,1 prósenta fylgi. Allir aðrir frambjóðendur en þeir sem hér hafa verið nefndir mælast með 5 prósent, Halla Tómasdóttir, eða minna í könnun Prósents. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir ekki hægt að fullyrða á þessari stundu að baráttan muni snúast um Baldur og Katrínu.Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingum segir öllum þessum könnunum bera vel saman. Helstu tíðindi nýjustu könnunar Prósents væri að Halla Hrund mælist með yfir tíu prósentum og fari upp fyrir Höllu Tómasdóttur. „Þannig að það verður mjög fróðlegt að sjá í næstu könnunum hvort þarna er um raunverulega fylgisaukningu hjá Höllu Hrund að ræða. Því ef það er tilvikið eru það merkileg tíðindi." Er hægt að segja á þessari stundu þegar framboðsfrestur er ekki einu sinni runnin út, að baráttan verði fyrst og fremst á milli Baldurs og Katrínar? „Ég held að það sé of snemmt að segja til um það. Á þessu augnabliki er það auðvitað líklegast. En það er allt of snemmt að fullyrða eitthvað um það. Það getur mikið breyst í kosningabaráttunni," segir Ólafur Þ. Harðarson. Athugið að tölurnar í könnun Prósents eru aðrar hér en eins og könnunin birtist í Morgunblaðinu og mbl í dag. Hér er aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni til að auðvelda samanburð á milli kannana.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. 12. apríl 2024 08:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40
Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32
Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52
Katrín afsalar sér biðlaunum á meðan forsetaslag stendur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ákveðið að afsala sér biðlaunum sínum sem forsætisráðherra á meðan hún er í kosningabaráttu. Bergþóra Benediktsdóttir, kosningastjóri hennar, gerir það líka en hún starfaði sem aðstoðarmaður Katrínar á meðan hún var forsætisráðherra. 12. apríl 2024 08:55