Leitinni að foreldrunum lauk á hörmulegum nótum Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2024 15:02 Tinna Rúnarsdóttir hóf leit að blóðforeldrum sínum fyrir um mánuði síðan og fékk erfiðar fréttir um helgina. Vísir/Vilhelm Tinna Rúnarsdóttir hóf leit að blóðforeldum sínum á Srí Lanka fyrir um mánuði. Þar fæddist hún í nóvember árið 1984. Þremur mánuðum síðar var hún ættleidd til Íslands. Tinna sagði sögu sína á Vísi um helgina og fékk á sama tíma afar erfiðar fréttir um afdrif blóðforeldra sinna. Í viðtalinu við Tinnu kom fram að hún væri líklega búin að finna finna móður sína og að hún væri á leið út til Srí Lanka. Hún hefur síðustu vikur nokkuð ört fengið nýjar upplýsingar um fjölskyldu sína frá Auri Hinriksson sem hefur aðstoðað fjölda einstaklinga í leit að uppruna sínum á Srí Lanka. Auri er sjálf þaðan en hefur búið á Íslandi um árabil. Í viðtalinu kom fram að Tinna héldi að móðir sín og faðir væru fundin. Næstu skref voru að koma út DNA prófum og fara svo sjálf út til að hitta þau. „Hún er því miður dáin, hún var myrt,“ segir Tinna um móður sína en Auri hringdi í hana um helgina og upplýsti hana um þetta. „Það er ekki búið að taka DNA-próf en maður þarf ekki annað en að skoða upplýsingarnar á skjölunum og myndina sem ég fékk til að sjá að hún er fundin. DNA-prófið verður samt tekið á næstu vikum svo við getum verið búin að fá út úr því áður en við förum út,“ segir Tinna í samtali við fréttastofu. Hún segir það mikið áfall að fá þessar fréttir um helgina. „Móðir mín heitir Mahathanthilage Don Malani. Hún var fædd 7. mars árið 1963. Ég sendi einmitt Auri upplýsingarnar mínar þann 7. mars. Tilviljun eða hvað?“ segir Tinna og heldur áfram. „Hún var gift pabba mínum sem hét Karagoda Pathirange Nimalasena og eignuðust þau bara mig. Ég var gefin til ættleiðingar í byrjun mars árið 1985 og er ástæðan sú að móðurbróðir minn hálfpartinn neyddi þau til að gefa mig frá sér. Á þessum tíma var pabbi minn atvinnulaus vegna veikinda og var einnig með berkla. Mikil sorg fylgdi því að gefa mig til ættleiðingar sem hafði þær afleiðingar að móðir mín flutti aftur í heimabæinn sinn og skildi við pabba. Pabbi missti þar af leiðandi allt sem hann elskaði á einu bretti. Bæði dóttur sína og konuna sína og gafst upp á lífinu,“ segir Tinna. Í kjölfarið hafi hann hætt að taka lyfin sín og dáið einn heima hjá sér fyrir um þrjátíu árum. Rifrildi sem endaði með hryllingi Saga móður hennar er þó lengri. „Mamma mín giftist svo aftur og eignaðist tvær dætur, systur mínar sem eru 21 og 28 ára í dag. Það var svo 10. september 2002, sem þau hjón fóru í veislu í næsta húsi. Þegar heim var komið hófst rifrildi sem endaði á þann háttinn að hann myrti mömmu mína, 39 ára gamla. Hann var dæmdur í nokkur ár í fangelsi og lést svo fyrir nokkrum árum. Hann var andlega veikur,“ segir Tinna og að eftir þetta hafi systur hennar farið á flakk. Þegar móðir þeirra var myrt var önnur systranna aðeins um eins og hálfs árs en hin tæplega átta ára. „Þær eru báðar giftar í dag og eiga börn á svipuðum aldri og mín börn. Þær búa frekar langt frá hvor annarri og eru mjög fátækar,“ segir Tinna. Langar út til Srí Lanka Í viðtalinu við Tinnu um helgina lýsti hún því hún vildi fara út til að hitta fjölskylduna sína. Hún segist enn hafa hug á því og hafa eflst í þeirri löngun eftir því sem hún fær að vita meira um fjölskyldu sína. „Ég á eina föðursystur og tvo föðurbræður sem tók einungis örfáar sekúndur í að þekkja okkur mæðgur á mynd. Auri hefur verið í mestum samskiptum við föðursystur mína sem bíður spennt eftir að hitta mig þegar þar að kemur,“ segir Tinna og heldur áfram: „Ég á einnig móðurbróður þarna úti sem vill endilega hitta mig, sem og móðurömmu sem enn er á lifi og man eftir mér.“ Tinna segir aðra systur hennar, þá eldri, hafa verið meðvitaða um tilvist hennar. Myndin sem Tinna á af sér og mömmu sinni. Eins og sést eru þær nokkuð líkar. Aðsend „Amma okkar hafði sagt henni frá fallegu stelpunni sem hefði verið gefin til ættleiðingar. Því finnst mér svo gríðarlega mikilvægt að komast út og hitta ömmu áður en hún deyr. Hún er eina manneskjan sem ég vil geta sýnt að það hafi ræst vel úr mér. Að ég hafi fengið frábært tækifæri til alls með því að vera ættleidd. Hún er 87 ára gömul og á því ekki mjög langt eftir,“ segir Tinna. Mikil sorg og söknuður Hún segir síðustu daga hafa verið mjög erfiða. „Ég upplifi sorg yfir að fá aldrei að hitta foreldra mína. Barnið sem þau elskuðu svo mikið en vildu aldrei gefa frá sér. Ég finn til söknuðar til þeirra þrátt fyrir að þekkja þau ekki neitt. Það er svakalega skrýtin tilfinning,“ segir Tinna. Eins og stendur er Tinna námsmaður en á auk þess fjögur börn, þar af þrjú ung, og á því erfitt með að fjármagna ferð út. Hún hóf því söfnun til að komast út til Srí Lanka. „Ég verð að komast út til að hitta ömmu mína. En líka til að fara að gröf foreldra minna. Til að tala við þau og skilja eftir einhverjar minningar. Þess vegna er þessi söfnun mér svo mikilvæg. Ég verð að fá að komast að gröf þeirra. Ættingjar mínir bíða allir eftir því að fá að hitta mig og mig langar svo að hitta þetta fólk, í fyrsta og hugsanlega síðasta skipti á ævinni.“ Hægt er að fylgjast með leit og vegferð Tinnu hér á Facebook. Hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á reikning hennar. Kennitala er 091184-8189 og banki 0123-15-154927. Srí Lanka Réttindi barna Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Ég kom rétt áður en hann dó“ Áhorfendur fengu að kynnast Auri Hinriksson strax í fyrstu þáttaröð af Leitinni að upprunanum og var fjallað ítarlega um þessa mögnuðu konu í þætti gærkvöldsins á Stöð 2. 22. mars 2021 13:30 Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985 og sagði sögu sína í annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fyrir fimm árum. Þá kom í ljós að ættleiðingarskjöl hennar voru fölsuð. 15. nóvember 2022 12:30 „Heyrðu, hún er fundin“ Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg. 3. mars 2024 11:43 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Í viðtalinu við Tinnu kom fram að hún væri líklega búin að finna finna móður sína og að hún væri á leið út til Srí Lanka. Hún hefur síðustu vikur nokkuð ört fengið nýjar upplýsingar um fjölskyldu sína frá Auri Hinriksson sem hefur aðstoðað fjölda einstaklinga í leit að uppruna sínum á Srí Lanka. Auri er sjálf þaðan en hefur búið á Íslandi um árabil. Í viðtalinu kom fram að Tinna héldi að móðir sín og faðir væru fundin. Næstu skref voru að koma út DNA prófum og fara svo sjálf út til að hitta þau. „Hún er því miður dáin, hún var myrt,“ segir Tinna um móður sína en Auri hringdi í hana um helgina og upplýsti hana um þetta. „Það er ekki búið að taka DNA-próf en maður þarf ekki annað en að skoða upplýsingarnar á skjölunum og myndina sem ég fékk til að sjá að hún er fundin. DNA-prófið verður samt tekið á næstu vikum svo við getum verið búin að fá út úr því áður en við förum út,“ segir Tinna í samtali við fréttastofu. Hún segir það mikið áfall að fá þessar fréttir um helgina. „Móðir mín heitir Mahathanthilage Don Malani. Hún var fædd 7. mars árið 1963. Ég sendi einmitt Auri upplýsingarnar mínar þann 7. mars. Tilviljun eða hvað?“ segir Tinna og heldur áfram. „Hún var gift pabba mínum sem hét Karagoda Pathirange Nimalasena og eignuðust þau bara mig. Ég var gefin til ættleiðingar í byrjun mars árið 1985 og er ástæðan sú að móðurbróðir minn hálfpartinn neyddi þau til að gefa mig frá sér. Á þessum tíma var pabbi minn atvinnulaus vegna veikinda og var einnig með berkla. Mikil sorg fylgdi því að gefa mig til ættleiðingar sem hafði þær afleiðingar að móðir mín flutti aftur í heimabæinn sinn og skildi við pabba. Pabbi missti þar af leiðandi allt sem hann elskaði á einu bretti. Bæði dóttur sína og konuna sína og gafst upp á lífinu,“ segir Tinna. Í kjölfarið hafi hann hætt að taka lyfin sín og dáið einn heima hjá sér fyrir um þrjátíu árum. Rifrildi sem endaði með hryllingi Saga móður hennar er þó lengri. „Mamma mín giftist svo aftur og eignaðist tvær dætur, systur mínar sem eru 21 og 28 ára í dag. Það var svo 10. september 2002, sem þau hjón fóru í veislu í næsta húsi. Þegar heim var komið hófst rifrildi sem endaði á þann háttinn að hann myrti mömmu mína, 39 ára gamla. Hann var dæmdur í nokkur ár í fangelsi og lést svo fyrir nokkrum árum. Hann var andlega veikur,“ segir Tinna og að eftir þetta hafi systur hennar farið á flakk. Þegar móðir þeirra var myrt var önnur systranna aðeins um eins og hálfs árs en hin tæplega átta ára. „Þær eru báðar giftar í dag og eiga börn á svipuðum aldri og mín börn. Þær búa frekar langt frá hvor annarri og eru mjög fátækar,“ segir Tinna. Langar út til Srí Lanka Í viðtalinu við Tinnu um helgina lýsti hún því hún vildi fara út til að hitta fjölskylduna sína. Hún segist enn hafa hug á því og hafa eflst í þeirri löngun eftir því sem hún fær að vita meira um fjölskyldu sína. „Ég á eina föðursystur og tvo föðurbræður sem tók einungis örfáar sekúndur í að þekkja okkur mæðgur á mynd. Auri hefur verið í mestum samskiptum við föðursystur mína sem bíður spennt eftir að hitta mig þegar þar að kemur,“ segir Tinna og heldur áfram: „Ég á einnig móðurbróður þarna úti sem vill endilega hitta mig, sem og móðurömmu sem enn er á lifi og man eftir mér.“ Tinna segir aðra systur hennar, þá eldri, hafa verið meðvitaða um tilvist hennar. Myndin sem Tinna á af sér og mömmu sinni. Eins og sést eru þær nokkuð líkar. Aðsend „Amma okkar hafði sagt henni frá fallegu stelpunni sem hefði verið gefin til ættleiðingar. Því finnst mér svo gríðarlega mikilvægt að komast út og hitta ömmu áður en hún deyr. Hún er eina manneskjan sem ég vil geta sýnt að það hafi ræst vel úr mér. Að ég hafi fengið frábært tækifæri til alls með því að vera ættleidd. Hún er 87 ára gömul og á því ekki mjög langt eftir,“ segir Tinna. Mikil sorg og söknuður Hún segir síðustu daga hafa verið mjög erfiða. „Ég upplifi sorg yfir að fá aldrei að hitta foreldra mína. Barnið sem þau elskuðu svo mikið en vildu aldrei gefa frá sér. Ég finn til söknuðar til þeirra þrátt fyrir að þekkja þau ekki neitt. Það er svakalega skrýtin tilfinning,“ segir Tinna. Eins og stendur er Tinna námsmaður en á auk þess fjögur börn, þar af þrjú ung, og á því erfitt með að fjármagna ferð út. Hún hóf því söfnun til að komast út til Srí Lanka. „Ég verð að komast út til að hitta ömmu mína. En líka til að fara að gröf foreldra minna. Til að tala við þau og skilja eftir einhverjar minningar. Þess vegna er þessi söfnun mér svo mikilvæg. Ég verð að fá að komast að gröf þeirra. Ættingjar mínir bíða allir eftir því að fá að hitta mig og mig langar svo að hitta þetta fólk, í fyrsta og hugsanlega síðasta skipti á ævinni.“ Hægt er að fylgjast með leit og vegferð Tinnu hér á Facebook. Hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á reikning hennar. Kennitala er 091184-8189 og banki 0123-15-154927.
Srí Lanka Réttindi barna Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Ég kom rétt áður en hann dó“ Áhorfendur fengu að kynnast Auri Hinriksson strax í fyrstu þáttaröð af Leitinni að upprunanum og var fjallað ítarlega um þessa mögnuðu konu í þætti gærkvöldsins á Stöð 2. 22. mars 2021 13:30 Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985 og sagði sögu sína í annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fyrir fimm árum. Þá kom í ljós að ættleiðingarskjöl hennar voru fölsuð. 15. nóvember 2022 12:30 „Heyrðu, hún er fundin“ Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg. 3. mars 2024 11:43 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
„Ég kom rétt áður en hann dó“ Áhorfendur fengu að kynnast Auri Hinriksson strax í fyrstu þáttaröð af Leitinni að upprunanum og var fjallað ítarlega um þessa mögnuðu konu í þætti gærkvöldsins á Stöð 2. 22. mars 2021 13:30
Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985 og sagði sögu sína í annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fyrir fimm árum. Þá kom í ljós að ættleiðingarskjöl hennar voru fölsuð. 15. nóvember 2022 12:30
„Heyrðu, hún er fundin“ Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg. 3. mars 2024 11:43