Mótmæli knattspyrnukvennanna báru árangur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 07:01 Leikmenn Corinthians stóðu með leikmönnum í liði mótherjanna. Kleiton Lima hefur sagt starfi sínu lausu. Getty&@corinthiansfutebolfeminino Kleiton Lima, þjálfari brasilíska félagsins Santos, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að mótmæli leikmanna annarra liða báru árangur. Lima fékk að snúa aftur til starfa þrátt fyrir að nítján leikmenn hans höfðu sakað hann um áreitni. Það gerðu þær í nafnlausum bréfum í brasilíska fjölmiðlinum Globo Ge. Leikmenn ásökuðu Lima um stöðuga áreitni (e. harrassment). Eftir innanhússrannsókn hjá félaginu þá var ekkert gert í málinu og Lima fékk að setjast á ný í þjálfarastólinn. OFFICIAL: Santos Women's manager Kleiton Lima has stepped down, the club confirms.The move comes after Women's Brazilian top flight players protested his return to the club after he was accused of bullying and sexual harassment by 19 players. pic.twitter.com/dTvYI47RVk— Attacking Third (@AttackingThird) April 15, 2024 Þetta voru ekki einn eða tveir leikmenn heldur næstum því tuttugu. Því skildu fáir í því hvernig rannsókn á málinu hafði engu breytt fyrir hans stöðu sem þjálfari liðsins. Lima var mættur aftur á hliðarlínuna í leik á móti Corinthians á föstudagskvöldið. Til að mótmæla þessu þá héldu leikmenn Corinthians, andstæðinga Santos í leiknum, fyrir eyru sín og munn á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. Mótmæli knattspyrnukvennanna vöktu heimsathygli og þau báru líka árangur. „Til að verja fjölskyldu sína, heilindi sín sjálfs og Santos félagið þá hefur Kleiton Lima beðið um að fá lausn frá störfum sínum,“ sagði í yfirlýsingu frá Santos. Santos sagði einnig frá því að Lima hefði fengið morðhótanir vegna ásakananna en að málinu væri lokið. Wesly Otoni mun taka við þjálfun liðsins tímabundið. Einn íslenskur leikmaður hefur spilað undir stjórn Lima hjá Santos en Þórunn Helga Jónsdóttir lék fyrir Santos liðið frá 2008 til 2011. Hún vann nokkra titla með brasilíska félaginu þar á meðal Suður-Ameríkumeistari í tvígang. Las jugadoras brasileñas protestan antes del partido por el regreso del entrenador del Santos Kleiton Lima, denunciado por 19 futbolistas por acoso sexual y tratos vejatorios pic.twitter.com/wrFzA9Q7xc— Irati Vidal (@iratividal) April 14, 2024 Brasilía Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Lima fékk að snúa aftur til starfa þrátt fyrir að nítján leikmenn hans höfðu sakað hann um áreitni. Það gerðu þær í nafnlausum bréfum í brasilíska fjölmiðlinum Globo Ge. Leikmenn ásökuðu Lima um stöðuga áreitni (e. harrassment). Eftir innanhússrannsókn hjá félaginu þá var ekkert gert í málinu og Lima fékk að setjast á ný í þjálfarastólinn. OFFICIAL: Santos Women's manager Kleiton Lima has stepped down, the club confirms.The move comes after Women's Brazilian top flight players protested his return to the club after he was accused of bullying and sexual harassment by 19 players. pic.twitter.com/dTvYI47RVk— Attacking Third (@AttackingThird) April 15, 2024 Þetta voru ekki einn eða tveir leikmenn heldur næstum því tuttugu. Því skildu fáir í því hvernig rannsókn á málinu hafði engu breytt fyrir hans stöðu sem þjálfari liðsins. Lima var mættur aftur á hliðarlínuna í leik á móti Corinthians á föstudagskvöldið. Til að mótmæla þessu þá héldu leikmenn Corinthians, andstæðinga Santos í leiknum, fyrir eyru sín og munn á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. Mótmæli knattspyrnukvennanna vöktu heimsathygli og þau báru líka árangur. „Til að verja fjölskyldu sína, heilindi sín sjálfs og Santos félagið þá hefur Kleiton Lima beðið um að fá lausn frá störfum sínum,“ sagði í yfirlýsingu frá Santos. Santos sagði einnig frá því að Lima hefði fengið morðhótanir vegna ásakananna en að málinu væri lokið. Wesly Otoni mun taka við þjálfun liðsins tímabundið. Einn íslenskur leikmaður hefur spilað undir stjórn Lima hjá Santos en Þórunn Helga Jónsdóttir lék fyrir Santos liðið frá 2008 til 2011. Hún vann nokkra titla með brasilíska félaginu þar á meðal Suður-Ameríkumeistari í tvígang. Las jugadoras brasileñas protestan antes del partido por el regreso del entrenador del Santos Kleiton Lima, denunciado por 19 futbolistas por acoso sexual y tratos vejatorios pic.twitter.com/wrFzA9Q7xc— Irati Vidal (@iratividal) April 14, 2024
Brasilía Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira