Á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld nálgist svo lægð úr vestri og það fari að snjóa frá henni sunnan- og vestantil með heldur vaxandi suðaustanátt.
„Síðan er útlit fyrir aðgerðarlítið veður, breytilega átt og dálitla úrkomu af og til í flestum landshlutum á miðvikudag og fimmtudag. Fremur svalt áfram.
Síðdegis á föstudag hlýnar væntanlega, en þá er spáð sunnanátt með rigningu um landið sunnan- og vestanvert,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og dálitlar skúrir eða él. úrkomulítið norðaustantil. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn, mildast syðst.
Á fimmtudag: Norðlæg átt 3-10 og lítilsháttar él, en að mestu þurrt suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig sunnan heiða, annars vægt frost.
Á föstudag: Suðlæg átt og úrkomulítið, en slydda eða rigning suðvestantil síðdegis. Hiti breytist lítið.
Á laugardag: Sunnanátt og rigning, einkum suðvestan- og vestanlands. Hlýnandi veður.
Á sunnudag: Suðvestanátt og milt veður. Rigning eða skúrir, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu.