Líknardeild Landspítala 25 ára Ólöf Ásdís Ólafsdóttir og Arna Dögg Einarsdóttir skrifa 16. apríl 2024 10:31 Í dag, 16. apríl er 25 ára afmæli Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Deildinni var komið á fót með sameiginlegu átaki Landspítala og Oddfellow reglunnar á Íslandi, sem ákvað í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar að veita fé til uppbyggingar fyrstu og einu sérhæfðu líknardeildar landsins. Í aðdraganda opnunar deildarinnar og á fyrstu árum hennar var unnið mikið grasrótarstarf leitt af fagfólki sem brann fyrir þróun líknarmeðferðar á Íslandi. Á þeim árum var áherslan fyrst og fremst á að sinna einstaklingum með krabbamein á lokastigum sjúkdómsferlis, en síðan hefur líknarmeðferð þróast þannig að hún á við í meðferð allra langvinnra lífsógnandi sjúkdóma svo sem hjarta-, tauga-, lungna- og nýrnasjúkdóma og á öllum stigum sjúkdóms þó vissulega aukist vægi hennar eftir því sem veikindin ágerast. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra. Áherslan er á heildrænt mat og meðferð einkenna til að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, andlegri og sálfélagslegri þjáningu. Áhersla er lögð á lífið og lífsgæði en litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Á deildinni starfar öflugt teymi fagfólks; sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, prestur, sjúkraþjálfari og sérhæft starfsfólk. Þá er mikil og góð samvinna við sálfræðinga, félagsráðgjafa, næringarfræðinga og aðrar sérgreinar lækninga spítalans, allt eftir þörfum hvers skjólstæðings hverju sinni. Með öldrun og fjölgun þjóðar mun fjöldi þeirra sem greinast með langvinna lífsógnandi sjúkdóma halda áfram að aukast á komandi árum. Meðferðum fleygir fram og ljóst að fólk lifir mun lengur með þessa sjúkdóma og fylgikvilla þeirra en áður fyrr. Þörfin fyrir góða líknarmeðferð mun því einnig aukast. Þannig verði fólki hjálpað að eiga sem best lífsgæði þrátt fyrir veikindi og ekki síður tryggð góð meðferð þegar ljóst er að lífslokin nálgast. Það var mikil gæfa að félagar í Oddfellow reglunni skyldu af miklum myndugleik standa að endurbótum á húsnæðinu í Kópavogi og gefa Landspítala, ekki aðeins fjármagn heldur einnig ómælda vinnu og þannig stuðla að opnun deildarinnar. Þeirri sögu er haldið til haga og enn njótum við góðvildar Oddfellow sem reglulega hafa stutt við starfssemi deildarinnar þessi 25 ár. Fyrir það erum við sem störfum á deildinni afar þakklát. Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir yfirlæknir Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í dag, 16. apríl er 25 ára afmæli Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Deildinni var komið á fót með sameiginlegu átaki Landspítala og Oddfellow reglunnar á Íslandi, sem ákvað í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar að veita fé til uppbyggingar fyrstu og einu sérhæfðu líknardeildar landsins. Í aðdraganda opnunar deildarinnar og á fyrstu árum hennar var unnið mikið grasrótarstarf leitt af fagfólki sem brann fyrir þróun líknarmeðferðar á Íslandi. Á þeim árum var áherslan fyrst og fremst á að sinna einstaklingum með krabbamein á lokastigum sjúkdómsferlis, en síðan hefur líknarmeðferð þróast þannig að hún á við í meðferð allra langvinnra lífsógnandi sjúkdóma svo sem hjarta-, tauga-, lungna- og nýrnasjúkdóma og á öllum stigum sjúkdóms þó vissulega aukist vægi hennar eftir því sem veikindin ágerast. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra. Áherslan er á heildrænt mat og meðferð einkenna til að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, andlegri og sálfélagslegri þjáningu. Áhersla er lögð á lífið og lífsgæði en litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Á deildinni starfar öflugt teymi fagfólks; sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, prestur, sjúkraþjálfari og sérhæft starfsfólk. Þá er mikil og góð samvinna við sálfræðinga, félagsráðgjafa, næringarfræðinga og aðrar sérgreinar lækninga spítalans, allt eftir þörfum hvers skjólstæðings hverju sinni. Með öldrun og fjölgun þjóðar mun fjöldi þeirra sem greinast með langvinna lífsógnandi sjúkdóma halda áfram að aukast á komandi árum. Meðferðum fleygir fram og ljóst að fólk lifir mun lengur með þessa sjúkdóma og fylgikvilla þeirra en áður fyrr. Þörfin fyrir góða líknarmeðferð mun því einnig aukast. Þannig verði fólki hjálpað að eiga sem best lífsgæði þrátt fyrir veikindi og ekki síður tryggð góð meðferð þegar ljóst er að lífslokin nálgast. Það var mikil gæfa að félagar í Oddfellow reglunni skyldu af miklum myndugleik standa að endurbótum á húsnæðinu í Kópavogi og gefa Landspítala, ekki aðeins fjármagn heldur einnig ómælda vinnu og þannig stuðla að opnun deildarinnar. Þeirri sögu er haldið til haga og enn njótum við góðvildar Oddfellow sem reglulega hafa stutt við starfssemi deildarinnar þessi 25 ár. Fyrir það erum við sem störfum á deildinni afar þakklát. Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir yfirlæknir Líknardeildar Landspítala í Kópavogi.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar