Önnur sjónarmið ráði en vilji íbúa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2024 11:56 Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið nýr staður fyrir bæjarskrifstofur á Skaganum. Ólafur Páll Gunnarsson formaður Miðbæjarsamtakanna Akratorgs bendir á að með því að nota gamla Landsbankahúsið sparist fjármunir og aukið líf færist í bæinn. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár. Miðbæjarsamtökin Akratorg héldu vel sóttan íbúafund á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru kynntar hugmyndir um að, Gamla Landsbankahúsið sem er í eigu bæjarins og stendur við miðbæinn, verði nýtt ráðhús á Akranesi og með því færist aukið líf í bæinn. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á Island.is vegna málsins sem lauk í gær og skrifuðu tæplega níu hundruð manns undir áskorunina sem er um 25 prósent þeirra sem kusu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frá íbúafundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs á Akranesi í gær.Mynd: Guðni Hannesson Bæjarskrifstofur Akraness hafa undanfarið verið í húsnæði Félags eldri borgara eftir að loftgæðavandi kom upp á fyrri stað. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja nýjar skrifstofur þar sem gömlu semenstverksmiðjurnar eru nú eða að Mánabraut 20. Innan við tvö hundruð metrar eru á milli þeirra og gamla Landsbankahússins. „Við tökum undir með hópnum um mikilvægi þess að auka líf í gamla miðbæjarhluta Akraness. En það sem bæjarstjórn Akranes stefnir að er að kaupa þann hluta sementsverksmiðjunnar sem bærinn á ekki fyrir og endurreisa stóra og mikla skrifstofubyggingu sem að vistar fleira en bara bæjarskrifstofur Akraness. Þá fáum við enn fleiri til að glæða miðbæinn lífi,“ segir Haraldur. Annað hafi áhrif en undirskriftir Haraldur segir að undirskriftir íbúa á Island.is muni ekki hafa áhrif á áform bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórnin mun fyrst og fremst horfa til lengri tíma. Hvað hefur uppbygging og tilfærsla skrifstofunnar í för með sér? Hvað annað getur bæjarstjórnin staðið fyrir að byggja upp? Hver verða heildarkostnaðinn með rekstrarkostnaðinn til lengri tíma? Það eru þau atriði sem bæjarstjórnin mun horfa til,“ segir Haraldur. Hann segir að þegar sé búið að reikna út hver byggingarkostnaðurinn verður. „Við eigum eftir að sjá hvað byggingin verður stór. Við vitum hvað við þurfum af fermetrum. Það verður kostnaður sem verður ekki mjög langt frá því sem myndi kosta okkur að endurgera gamla Landsbankahúsið,“ segir Haraldur. Hann býst við að nýjar bæjarskrifstofur verði tilbúnar eftir nokkur ár. „við erum að stefna á fimm ára verkefni,“ segir Haraldur að lokum. Akranes Skipulag Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Miðbæjarsamtökin Akratorg héldu vel sóttan íbúafund á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru kynntar hugmyndir um að, Gamla Landsbankahúsið sem er í eigu bæjarins og stendur við miðbæinn, verði nýtt ráðhús á Akranesi og með því færist aukið líf í bæinn. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á Island.is vegna málsins sem lauk í gær og skrifuðu tæplega níu hundruð manns undir áskorunina sem er um 25 prósent þeirra sem kusu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frá íbúafundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs á Akranesi í gær.Mynd: Guðni Hannesson Bæjarskrifstofur Akraness hafa undanfarið verið í húsnæði Félags eldri borgara eftir að loftgæðavandi kom upp á fyrri stað. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja nýjar skrifstofur þar sem gömlu semenstverksmiðjurnar eru nú eða að Mánabraut 20. Innan við tvö hundruð metrar eru á milli þeirra og gamla Landsbankahússins. „Við tökum undir með hópnum um mikilvægi þess að auka líf í gamla miðbæjarhluta Akraness. En það sem bæjarstjórn Akranes stefnir að er að kaupa þann hluta sementsverksmiðjunnar sem bærinn á ekki fyrir og endurreisa stóra og mikla skrifstofubyggingu sem að vistar fleira en bara bæjarskrifstofur Akraness. Þá fáum við enn fleiri til að glæða miðbæinn lífi,“ segir Haraldur. Annað hafi áhrif en undirskriftir Haraldur segir að undirskriftir íbúa á Island.is muni ekki hafa áhrif á áform bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórnin mun fyrst og fremst horfa til lengri tíma. Hvað hefur uppbygging og tilfærsla skrifstofunnar í för með sér? Hvað annað getur bæjarstjórnin staðið fyrir að byggja upp? Hver verða heildarkostnaðinn með rekstrarkostnaðinn til lengri tíma? Það eru þau atriði sem bæjarstjórnin mun horfa til,“ segir Haraldur. Hann segir að þegar sé búið að reikna út hver byggingarkostnaðurinn verður. „Við eigum eftir að sjá hvað byggingin verður stór. Við vitum hvað við þurfum af fermetrum. Það verður kostnaður sem verður ekki mjög langt frá því sem myndi kosta okkur að endurgera gamla Landsbankahúsið,“ segir Haraldur. Hann býst við að nýjar bæjarskrifstofur verði tilbúnar eftir nokkur ár. „við erum að stefna á fimm ára verkefni,“ segir Haraldur að lokum.
Akranes Skipulag Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira